Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 46
34 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR Nú stendur yfir Listasumar á Akureyri og er margt um dýrð- ir í bænum. Í hádeginu á morg- un verða tónleikar í Ketilhúsinu: það eru ungir listamenn sem stíga þar fram og flytja blandaða dag- skrá þekktra sönglaga við undir- leik Antoníu Havesi píanóleikara: Hlöðver Sigurðsson tenór og Þór- unn Marinósdóttir sópran. Hefjast tónleikarnir klukkan 12. Hlöðver er Siglfirðingur og naut kennslu við tónlistarskólann þar. Hann lærði fyrst á trompet en sneri sér svo að söngnum undir leiðsögn Antoníu. Áttunda stigi lauk hann frá Tónlistarskólanum á Siglufirði 2001. Síðan lagðist hann í víking, stundaði söngnám við Guildhall-skólann í London og Mozarteum-háskólann í Salzburg. Nú um stundir nýtur hann leið- sagnar Kristjáns Jóhannssonar. Þórunn Marinósdóttir er úr Reykjavík. Hún stundaði einnig nám á hljóðfæri um árabil, lærði á fiðlu í tíu ár áður en hún sneri sér að söngnum. Hún var fyrst í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi 2002. Framhaldsnám hefur hún stundað í Mozartheum frá 2003 til 2006. Hún er einnig í læri hjá Kristjáni Jóhannssyni. Bæði hafa þau komið fram í óperusýningum í Austurríki og flutt söngdagskrár víða. Á tónleikunum á morgun syngja þau þekktar perlur óperubók- menntanna og íslenskra sönglaga, bæði einsöngslög og tvísöng. - pbb Hádegistónleikar í Ketilhúsinu TónlisT Í stundarhléi milli æfinga: Antonía Havesi, Hlöðver Sigurðsson og Þórunn Marinósdóttir. Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake – maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslag plötunnar Sergeant Pepper‘s, er sjötíu og fimm ára um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún var opnuð í síðustu viku. Sir Peter þarf reyndar ekki að láta það á sig fá þótt kornung- ir listfræðingar fúlsi við stórum olíuverkum hans. Hann hefur um marga ára skeið verið með vin- sælli myndlistarmönnum á Bret- landi, er gjarnan kallaður guð- faðir poppsins þar í landi, sem er raunar nokkuð vafasamur titill. Hann er líka úr þeirri stétt sam- félagsins sem hefur alltaf verið litið frekar niður á í yfirlætisfullri umfjöllun listfræðinga sem lista- mönnum eins og honum úr verka- lýðsstétt hefur raunar verið frek- ar uppsigað við. Hann er úr verka- lýðsstétt sem skýrir aðdáun hans á dægurlagahetjum, Presley, Ev- erly Brothers og Bítlarnir; glímu- kappar, dvergar og stripparar eru hans fólk. Blake hefur valdið nokkru um- róti síðustu vikur. Hann lýsti því yfir opinberlega fyrir mörgum árum að hann væri hættur opin- berum afskiptum að myndlist en framleiðir enn verk, bæði stök verk og print í fjöldaútgáfu. Um- rótið var sökum þess að hann fal- bauð vinnuskála sinn til marga ára til sölu í heilu lagi. Hann hefur alla tíð verið sjúkur safnari á alls kyns furðugripi og fullyrða þeir sem hafa fengið að grúska í vinnu- skálanum að þar leynist mörg ger- semin og raunar gæti draslið sem hann hefur sankað að sér fyllt heilt safn. Kaupendur hafa ekki gefið sig fram enda verðið óljóst. Hann segist þurfa á fjármagninu að halda: þrátt fyrir langan feril séu sjóðir hans uppurnir og fátt eftir til elliáranna. Ýmsir hafa tekið upp hanskann fyrir hann síðustu daga. Þar fer fremstur annar strákur úr verka- mannastétt: ríkasti myndlistar- maður núlifandi, Damien Hirst. Hann fussar við athugasemdum hinna lærðu og segir að enginn geti efast um yfirburði afmælis- barnsins. Eftir hann liggi áhrifa- mesta listaverk síðustu aldar: um- slagið um Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band. Sýning í Tate-safninu í Liver- pool verður opin til hausts. - pbb Guðfaðir poppsins MyndlisT Sir Peter Blake. MyndlisT Frægasta myndverk síðustu aldar, segir Damien Hirst. Fundaaðstaða Smáréttahlaðborð Konfektkökur Smurt brauð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.