Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 12
 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR Fólk Mikið verður um að vera um helgina víða um land og alls kyns hátíðir haldnar. Þar mætti nefna þjóðlagahátíð, írska daga, gos- lokahátíð, mærudaga og munu þúsundir manna leggja leið sína á þær. Alltaf er vinsælt að fara á írska daga á Akranesi. Í fyrra voru tíu til tólf þúsund gestir á hátíðinni og er búist við öðru eins í ár. Dag- skráin hefur aldrei verið veglegri og helsta nýbreytnin er sú að mikið verður lagt upp úr sunnu- deginum. „Við viljum sýna með því að þetta sé fjölskylduhátíð,“ segir Ólöf Vigdís Guðnadóttir, einn af skipuleggjendum írskra daga. Sunnudagurinn verður leikjadagur. Farið verður í fullt af leikjum í skógræktinni, strand- blakkeppni verður haldin og götu- keppni í fótbolta, leikritið Dýrin í Hálsaskógi verður sýnt í skógin- um og margt, margt fleira. Önnur nýbreytni er útitónleikar í mið- bænum á föstudagskvöld og sjá Stuðmenn um fjörið. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er heldur betur búin að sanna sig og þótti hún takast mjög vel í fyrra. Hátíðin í ár ber yfirskriftina Ríma og verða kvæðamenn atkvæða- miklir á svæðinu. Rúmlega hundr- að flytjendur verða á hátíðinni og koma víða að, meðal annars frá Armeníu. Alls kyns tónlist verður flutt, til að mynda djass og búlg- arskir dansar, kór frá Þýskalandi heldur tónleika og hið forna hljóð- færi langspil verður áberandi á hátíðinni. Um þúsund gestir voru á þjóðlagahátíðinni í fyrra. Goslokahátíð verður haldin í Vestmannaeyjum um helgina og er þetta viðburðamesta helgin í Eyjum fyrir utan þjóðhátíðina. Nær allt gistirými er uppbókað en nýtt tjaldsvæði hefur verið tekið í gagnið. Viðamikil dagskrá er á hátíðinni og á laugardagskvöldið fer gleðskapurinn fram í Skvísu- sundi þar sem eru gamlir beiting- arskúrar. Hljómsveitir spila í fjórum þeirra þannig að það verð- ur tónlist fyrir alla aldurshópa. Búist er við að meira en þúsund manns mæti til Eyja um helgina. Kristín Jóhannesdóttir, ferða- og menningarfulltrúi Vestmanna- eyja, segir að þeir sem komi til Eyja á þessa hátíð séu yfirleitt á aldrinum um þrítugt og upp úr; unglingarnir fari frekar á þjóðhá- tíð. Pollamót verður haldið á Akur- eyri og verða þrjú til fjögur þús- und manns þar í tengslum við mótið. Markaðshelgi verður í Bol- ungarvík og Mærudagar á Húsa- vík. peturla@frettabladid.is Von á þúsund- um gesta á bæjarhátíðir Búist er við þúsundum manna á bæjarhátíðir víða um land um helgina. Þjóðlagahátíð á Siglufirði var sett í gær. Írskir dagar á Akranesi hefjast í kvöld og goslokahátíð verður í Eyjum svo fátt eitt sé nefnt. SandkaStalakeppni á langaSandi Hin árlega sandkastalakeppni verður haldin á írskum dögum á Akranesi, ásamt keppni um rauðhærðasta gestinn. Tíu til tólf þúsund manns sóttu írska daga í fyrra. mynd/HilmAr þorsTeinn HilmArsson PAkISTAN, AP Meira en 700 róttækir fylgismenn Rauðu moskunnar í Islamabad, höfuðborg Pakistans, sem pakistanski herinn hefur setið um í nokkra daga, gáfust upp í gær. Sextán manns létu lífið í átökum á milli fylgismanna moskunnar og hersins á þriðjudag. Frestur fylgis- manna moskunnar til að gefast upp rann út í gærmorgun. Talið er að mörg þúsund manns séu inni í moskunni og hafa yfirvöld í Pakistan lofað konum og börnum friðhelgi ef þau gefast upp en að menn sem hafi tekið þátt í bardög- um við herinn verði sóttir til saka. Bardagar héldu áfram við mosk- una í gær. - ifv Sextán manns létu lífið við moskuna: 700 gáfust upp 16 létu lífið einn af þeim sem lét lífið í átökum á milli pakistanskra hermanna og heittrúaðra múslíma við rauðu moskuna í islamabad, höfuðborg Pakist- ans, í fyrradag. AP/fréTTAblAðið ALPARNIR Íslensku HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ: Smáralind Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 Spáð er rigningu! Við kynnum Rán Light, léttan barnafatnað sem er vatnsheldur, ófóðraður og andar vel. Rán light byggir á Rán fatnaðinum sem var svo vinsæll hjá okkur í vetur. Verð: Jakki 5.500 – Buxur 3.700 Jakkar fást í gráu, rauðu, appelsínugulu, bláu og svörtu. Rán Light fæst ekki í verslun okkar í Bankastræti. Írskir dagar á Akranesi þjóðlagahátíð á siglufirði Goslokahátíð í Vestmannaeyjum markaðshelgi í bolungarvík mærudagar á Húsavík sveitamarkaðir í eyja- og mikla- holtshreppi á snæfellsnesi fótboltamót fyrir fimmta flokk karla á Akureyri Hátíðir um Helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.