Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 12

Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 12
 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR Fólk Mikið verður um að vera um helgina víða um land og alls kyns hátíðir haldnar. Þar mætti nefna þjóðlagahátíð, írska daga, gos- lokahátíð, mærudaga og munu þúsundir manna leggja leið sína á þær. Alltaf er vinsælt að fara á írska daga á Akranesi. Í fyrra voru tíu til tólf þúsund gestir á hátíðinni og er búist við öðru eins í ár. Dag- skráin hefur aldrei verið veglegri og helsta nýbreytnin er sú að mikið verður lagt upp úr sunnu- deginum. „Við viljum sýna með því að þetta sé fjölskylduhátíð,“ segir Ólöf Vigdís Guðnadóttir, einn af skipuleggjendum írskra daga. Sunnudagurinn verður leikjadagur. Farið verður í fullt af leikjum í skógræktinni, strand- blakkeppni verður haldin og götu- keppni í fótbolta, leikritið Dýrin í Hálsaskógi verður sýnt í skógin- um og margt, margt fleira. Önnur nýbreytni er útitónleikar í mið- bænum á föstudagskvöld og sjá Stuðmenn um fjörið. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er heldur betur búin að sanna sig og þótti hún takast mjög vel í fyrra. Hátíðin í ár ber yfirskriftina Ríma og verða kvæðamenn atkvæða- miklir á svæðinu. Rúmlega hundr- að flytjendur verða á hátíðinni og koma víða að, meðal annars frá Armeníu. Alls kyns tónlist verður flutt, til að mynda djass og búlg- arskir dansar, kór frá Þýskalandi heldur tónleika og hið forna hljóð- færi langspil verður áberandi á hátíðinni. Um þúsund gestir voru á þjóðlagahátíðinni í fyrra. Goslokahátíð verður haldin í Vestmannaeyjum um helgina og er þetta viðburðamesta helgin í Eyjum fyrir utan þjóðhátíðina. Nær allt gistirými er uppbókað en nýtt tjaldsvæði hefur verið tekið í gagnið. Viðamikil dagskrá er á hátíðinni og á laugardagskvöldið fer gleðskapurinn fram í Skvísu- sundi þar sem eru gamlir beiting- arskúrar. Hljómsveitir spila í fjórum þeirra þannig að það verð- ur tónlist fyrir alla aldurshópa. Búist er við að meira en þúsund manns mæti til Eyja um helgina. Kristín Jóhannesdóttir, ferða- og menningarfulltrúi Vestmanna- eyja, segir að þeir sem komi til Eyja á þessa hátíð séu yfirleitt á aldrinum um þrítugt og upp úr; unglingarnir fari frekar á þjóðhá- tíð. Pollamót verður haldið á Akur- eyri og verða þrjú til fjögur þús- und manns þar í tengslum við mótið. Markaðshelgi verður í Bol- ungarvík og Mærudagar á Húsa- vík. peturla@frettabladid.is Von á þúsund- um gesta á bæjarhátíðir Búist er við þúsundum manna á bæjarhátíðir víða um land um helgina. Þjóðlagahátíð á Siglufirði var sett í gær. Írskir dagar á Akranesi hefjast í kvöld og goslokahátíð verður í Eyjum svo fátt eitt sé nefnt. SandkaStalakeppni á langaSandi Hin árlega sandkastalakeppni verður haldin á írskum dögum á Akranesi, ásamt keppni um rauðhærðasta gestinn. Tíu til tólf þúsund manns sóttu írska daga í fyrra. mynd/HilmAr þorsTeinn HilmArsson PAkISTAN, AP Meira en 700 róttækir fylgismenn Rauðu moskunnar í Islamabad, höfuðborg Pakistans, sem pakistanski herinn hefur setið um í nokkra daga, gáfust upp í gær. Sextán manns létu lífið í átökum á milli fylgismanna moskunnar og hersins á þriðjudag. Frestur fylgis- manna moskunnar til að gefast upp rann út í gærmorgun. Talið er að mörg þúsund manns séu inni í moskunni og hafa yfirvöld í Pakistan lofað konum og börnum friðhelgi ef þau gefast upp en að menn sem hafi tekið þátt í bardög- um við herinn verði sóttir til saka. Bardagar héldu áfram við mosk- una í gær. - ifv Sextán manns létu lífið við moskuna: 700 gáfust upp 16 létu lífið einn af þeim sem lét lífið í átökum á milli pakistanskra hermanna og heittrúaðra múslíma við rauðu moskuna í islamabad, höfuðborg Pakist- ans, í fyrradag. AP/fréTTAblAðið ALPARNIR Íslensku HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ: Smáralind Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 Spáð er rigningu! Við kynnum Rán Light, léttan barnafatnað sem er vatnsheldur, ófóðraður og andar vel. Rán light byggir á Rán fatnaðinum sem var svo vinsæll hjá okkur í vetur. Verð: Jakki 5.500 – Buxur 3.700 Jakkar fást í gráu, rauðu, appelsínugulu, bláu og svörtu. Rán Light fæst ekki í verslun okkar í Bankastræti. Írskir dagar á Akranesi þjóðlagahátíð á siglufirði Goslokahátíð í Vestmannaeyjum markaðshelgi í bolungarvík mærudagar á Húsavík sveitamarkaðir í eyja- og mikla- holtshreppi á snæfellsnesi fótboltamót fyrir fimmta flokk karla á Akureyri Hátíðir um Helgina

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.