Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hækka og lækka til skiptis Það er list að gera ekki neitt Var ekki búið að einkavæða hann? Vill netlöggu Pauline McCarthy er á leið með syni sínum Benna á Star Wars-þing í London eftir viku. Benni, sem er einhverfur, hefur mikinn áhuga á Star Wars og bað mömmu sína um alvöru Star Wars-búning í ferm- ingargjöf sem hann fann sjálfur á netinu. Pauline er írsk og hefur búið á Íslandi í fjórtán ár. Hún á tvo syni, Benedikt, sem er fjórtán ára, og Patrick Jens, sem er tíu ára. „Búningurinn reyndist miklu dýrari en fartölvan sem ég ætlaði upphaflega að gefa honum í ferm- ingargjöf,“ segir Pauline. „Hann fann búninginn sjálfur á netinu en fjölskyldan mín sló saman fyrir gjöfinni og systir mín kom með búninginn frá Skot- landi. Í veislunni klæddi Benni sig í hann við mikil fagnaðar- læti,“ segir Pauline. Pauline leist ekki á Star Wars þingið til að byrja með enda ekki mikill Star Wars aðdáandi sjálf. „Ég er alltaf að segja Benna að líta á björtu hliðarnar og vera jákvæður. Ég ákvað því að fara eftir mínum eigin ráðum og ætla að taka þátt í þessu með honum. Ég ætla að klæða mig upp sem Amidala, drottningin af Naba. Í fyrsta skipti sem ég fór í búning- inn fyrir Benna varð hann eitt sólskinsbros og var mjög ánægð- ur með mig,“ segir Pauline. Fjölskyldan bjó í Reykjavík þangað til fyrir einu ári síðan. „Við bjuggum í Grafarvoginum þar sem Benni gekk í Hamra- skóla en þar er einhverfudeild. Þar varð hann þó fyrir einelti og því ráðlagði læknir á Barna- og unglingageðdeildinni okkur að við skyldum bara flytja og byrja upp á nýtt á öðrum stað.“ Akranes varð fyrir valinu en Pauline hafði heyrt góðar sögur af einhverfudeildinni í Brekku- bæjarskóla. „Benna gengur mjög vel hérna á Akranesi. Samfélagið er afskaplega gott og hér þekkj- ast allir persónulega. Í Grafar- vogi var hann bara þekktur sem strákurinn sem var öðruvísi en hinir en hér á Akranesi er hann Benni og fólk þekkir hann sem Benna.“ Pauline er staðráðin í að gefa eitthvað til baka til samfélagsins á Akranesi og ætlar að taka þátt í hátíðinni Írskum dögum sem haldin er nú um helgina í sjöunda skiptið. Hátíðin vex og dafnar með hverju ári og í fyrra sóttu tíu þúsund manns bæinn heim og er það metár fyrir hátíðina. Á heimasíðu Írskra daga kemur fram að hátíðin í ár verði veg- legri en nokkru sinni fyrr. „Það er alltaf góð mæting á Írska daga á Akranesi. Ég vil samt sjá meira írskt á hátíðinni og mun því bjóða upp á írska kjötsúpu. Ég verð líka með keltneska sönghátíð á kaffi- húsinu á laugardagskvöldinu og mun syngja eins og ég gerði í fyrra,“ segir Pauline og bætir við að þau mæðgin séu orðin mjög spennt fyrir Star Wars-þinginu og auðvitað Írskum dögum líka. Mæðgin á leið á Star Wars-þing afsláttur50-90% MEIRI LÆKKUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.