Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Hækka og
lækka til skiptis
Það er list að gera ekki neitt
Var ekki búið að
einkavæða hann?
Vill netlöggu
Pauline McCarthy er á leið
með syni sínum Benna á
Star Wars-þing í London
eftir viku. Benni, sem er
einhverfur, hefur mikinn
áhuga á Star Wars og bað
mömmu sína um alvöru
Star Wars-búning í ferm-
ingargjöf sem hann fann
sjálfur á netinu.
Pauline er írsk og hefur búið á
Íslandi í fjórtán ár. Hún á tvo
syni, Benedikt, sem er fjórtán
ára, og Patrick Jens, sem er tíu
ára. „Búningurinn reyndist miklu
dýrari en fartölvan sem ég ætlaði
upphaflega að gefa honum í ferm-
ingargjöf,“ segir Pauline.
„Hann fann búninginn sjálfur á
netinu en fjölskyldan mín sló
saman fyrir gjöfinni og systir
mín kom með búninginn frá Skot-
landi. Í veislunni klæddi Benni
sig í hann við mikil fagnaðar-
læti,“ segir Pauline.
Pauline leist ekki á Star Wars
þingið til að byrja með enda ekki
mikill Star Wars aðdáandi sjálf.
„Ég er alltaf að segja Benna að
líta á björtu hliðarnar og vera
jákvæður. Ég ákvað því að fara
eftir mínum eigin ráðum og ætla
að taka þátt í þessu með honum.
Ég ætla að klæða mig upp sem
Amidala, drottningin af Naba. Í
fyrsta skipti sem ég fór í búning-
inn fyrir Benna varð hann eitt
sólskinsbros og var mjög ánægð-
ur með mig,“ segir Pauline.
Fjölskyldan bjó í Reykjavík
þangað til fyrir einu ári síðan.
„Við bjuggum í Grafarvoginum
þar sem Benni gekk í Hamra-
skóla en þar er einhverfudeild.
Þar varð hann þó fyrir einelti og
því ráðlagði læknir á Barna- og
unglingageðdeildinni okkur að
við skyldum bara flytja og byrja
upp á nýtt á öðrum stað.“
Akranes varð fyrir valinu en
Pauline hafði heyrt góðar sögur
af einhverfudeildinni í Brekku-
bæjarskóla. „Benna gengur mjög
vel hérna á Akranesi. Samfélagið
er afskaplega gott og hér þekkj-
ast allir persónulega. Í Grafar-
vogi var hann bara þekktur sem
strákurinn sem var öðruvísi en
hinir en hér á Akranesi er hann
Benni og fólk þekkir hann sem
Benna.“
Pauline er staðráðin í að gefa
eitthvað til baka til samfélagsins
á Akranesi og ætlar að taka þátt í
hátíðinni Írskum dögum sem
haldin er nú um helgina í sjöunda
skiptið. Hátíðin vex og dafnar
með hverju ári og í fyrra sóttu tíu
þúsund manns bæinn heim og er
það metár fyrir hátíðina. Á
heimasíðu Írskra daga kemur
fram að hátíðin í ár verði veg-
legri en nokkru sinni fyrr. „Það
er alltaf góð mæting á Írska daga
á Akranesi. Ég vil samt sjá meira
írskt á hátíðinni og mun því bjóða
upp á írska kjötsúpu. Ég verð líka
með keltneska sönghátíð á kaffi-
húsinu á laugardagskvöldinu og
mun syngja eins og ég gerði í
fyrra,“ segir Pauline og bætir við
að þau mæðgin séu orðin mjög
spennt fyrir Star Wars-þinginu
og auðvitað Írskum dögum líka.
Mæðgin á leið á Star Wars-þing
afsláttur50-90%
MEIRI LÆKKUN