Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 22
[Hlutabréf] Seðlabankinn hélt stýri- vöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum. Niðurstaðan var í takt við væntingar en ekki eru taldar horfur á að bank- inn lækki stýrivexti fyrr en á fyrri helmingi næsta árs. Verðbólga hefur hjaðnað hægar er Seðlabankinn spáði í mars. Verð- bólguhorfur versnað og ólíklegt að 2,5 prósenta verðbólgumark- mið bankans náist fyrr en um mitt ár 2009. Þetta kom fram á vaxtaákvörð- unarfundi Seðlabankans í gær þar sem greint var frá ákvörðuninni að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum. Seðlabankinn breytti framsetningu stýrivaxta í síðasta mánuði og birtir nafnvexti í stað ávöxtunar á ári. Þannig standa vextirnir í 14,25 prósentum samkvæmt eldri framsetningu. Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, sagði núverandi stýrivexti veita umtals- vert aðhald þótt spennan í efna- hagslífinu hafi verið umfram spár. Hann benti á að þótt þjóð- hagsreikningar á fyrsta ársfjórð- ungi bendi til að dregið hafi úr vexti innlendrar eftirspurnar þá sé ekki allt sem sýnist. „Fyrsti ársfjórðungur í fyrra var gríðar- lega sterkur og er reiknað með að bæti í vöxtinn á öðrum fjórðungi,“ sagði hann. Fram kom að mögulegt hefði verið að ná verðbólgu fyrr niður. Til þess hefði þurft umtalsvert hærri stýrivexti, sem ekki þótti svara kostnaði. Haldist verðbólgu- horfur verður unnt að lækka stýri- vexti á fyrri helmingi næsta árs. Davíð Oddsson seðlabankastjóri lagði áherslu á að versnuðu verð- bólguhorfur þá myndi bankinn grípa til aðgerða og útilokaði ekki frekari stýrivaxtahækkun. Davíð sagði aðhald ríkisstjórn- arinnar draga úr líkum á verri verðbólguhorfum. Í grunnspá bankans sé gert ráð fyrir sautj- án prósenta niðurskurði á þorsk- kvóta. Ákvörðun liggi hins vegar ekki fyrir en bankinn tekur tillit til þess þegar það verður. Davíð sagði ákvörðun Íbúðalána- sjóðs að lækka hámarkslán íbúða- lána niður í áttatíu prósent skyn- samlega. „Við gerðum athuga- semdir við breytinguna í mars og teljum skynsamlegt að draga úr útlánaaukningu. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ sagði Davíð og áréttaði að bankarnir yrðu að taka í sama streng. „Menn eiga ekki að spýta í þegar spennan er mest,“ sagði hann. Vextir lækka á næsta ári Yfir þrjátíu prósenta hækkun hefur orðið á gengi stofnfjárbréfa í SPRON frá því um miðjan júní. Bréfin, sem ganga kaupum og sölum á stofnfjár- markaði SPRON, fóru úr 3,2 krón- um á hlut í yfir 4,2 krónur í umtals- verðri veltu. Kjartan Freyr Jónsson, verð- bréfamiðlari hjá SPRON, segir að eftirspurnin sé óvenjumikil miðað við árstíma og var hún einfaldlega mun meiri en framboð þeirra bréfa sem var til sölu. Kjartan Freyr telur að ekkert eitt skýri þessa hækkun. Einhverj- ar væntingar eru um gott uppgjör hjá SPRON fyrir fyrstu sex mán- uði ársins en hagnaður félagsins nam tæpum 4,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Þá er líklegt að hækkun á stofnfjárbréfum í Byri og SPK og á innlendum hlutabréfa- markaði hafi smitað út frá sé. „Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast inni í Kauphöll. Þar er allt á fullu.“ Raunhækkun stofnfjár SPRON nemur yfir 87 prósentum frá ára- mótum, að teknu tilliti til arð- greiðslna og sérstaks endurmats stofnfjár fyrir síðasta ár. Markaðs- verðmæti sjóðsins er komið í rúma 88 milljarða króna. Skörp hækkun á gengi SPRON Á besta stað við Þingvallavatn Lóðirnar Nú eru aðeins örfáar lóðir undir frístundahús eftir í Skálabrekkulandi, á besta stað við Þingvallavatn. Lóðirnar, sem eru 8-12.000 fermetrar, hafa allar aðgang að vatninu hvort sem fólk vill veiða, kafa, synda eða sigla á vatninu. Þetta eru á meðal síðustu frístundalóða sem seldar verða við Þingvallavatn, þessa stórkostlegu útivistarparadís. Hús og lóð Einnig er mögulegt að fá geysilega vandað og glæsilegt heilsárshús ásamt lóð. Húsið, sem er 173 m2 að meðtöldu gestahúsi og klætt með harðvið og báruáli, er tilbúið til innréttinga. Skálabrekkuland Landið er vestan við vatnið á skjólsælum og afar fallegum stað. Skálabrekkulandið er aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá Reykjavík og er greiður aðgangur að landinu allt árið. Hafðu samband! Kynntu þér málið á www.skalabrekka.is eða fáðu frekar upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar. www.skalabrekka.is Sigurdór Bragason Sölufulltrúi Sími 663 3300 sb@remax.is www.remax.is Þórarinn Jónsson Löggiltur fasteignasali www.remax.is Hilmar Jónasson Sölufulltrúi Sími 695 9500 hj@remax.is www.remax.is Peningaskápur...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.