Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 49
Daglega dynja í frétta-tímum ljósvakamiðl- anna jafnvel margar fréttir í röð um orku- og álmál, t.d. fjórar af fyrstu fréttunum í kvöldfréttatíma útvarps 4. júlí: Tugir rafvirkja rétt- indalausir á Reyðarfirði, – Alcan, Norsk Hydro og netþjónabú keppa um álverslóðir á Keilisnesi og við Þorlákshöfn – nýjar sviptingar og átök um Hita- veitu Suðurnesja, – njósnir Alcan um Hafnfirðinga. Hafi fólk haldið að Samfylkingin með Fagra Ísland hægði eitthvað á stóriðjuhraðlest- inni sýnir stanslaus fréttastraum- ur af þeim vettvangi annað. Þegar forysta flokksins kú- venti í Kárahnjúkamálinu á sínum tíma var ætlunin greini- lega sú að sýna fram á að flokkur- inn væri „stjórntækur“, þ.e. ætti auðvelt með að taka þátt í þeim málamiðlunum sem fylgir stjórn- arþátttöku. Þetta yrði Samfylk- ingin að gera, annars kæmist hún ekki í stjórn. Tækifærið kom ekki 2003 en hins vegar kom það núna. Miðað við stöðu mála virðist Sam- fylkingarforystan hafa hugsað málið svona fyrir síðustu kosn- ingar: Flöggum plagginu Fagra Íslandi og segjumst vilja stór- iðjustopp í 4-5 ár á meðan nátt- úruverðmæti landsins eru könn- uð. Þannig getum við haldið hjá okkur því umhverfisverndarfólki sem annars fer til grænu flokk- anna. Eftir kosningar mun fólk sýna því skilning að við fáum ekki allt okkar fram í stjórnarsáttmál- anum, svo sem dýrar og tíma- frekar náttúrfarsrannsóknir. Þá gumum við af rammaáætluninni sem hvort eð er átti að vinna að og lofum að snerta ekki þau svæði sem hvort eð er þarf ekki að fara inn á á kjörtímabilinu. Síðan verð- ur vonandi hægt að draga end- anlegar ákvarðanir iðnaðarráð- herra og umhverfisráðherra um álver og virkjanir í tvö ár og síðan skilgreinum við þessi tvö ár sem „stóriðjuhlé“ þótt stanslaus fréttaflutningur af stóriðjukapp- hlaupinu dynji allan tímann. Á þessu tímabili sýnum við fram á hve stjórntæk við erum. Eftir tvö ár: „Den tid, den sorg“. Ef Samfylkingarforystan hefur hugsað svona er skiljanlegt hvers vegna Ingibjörg Sólrún og Þór- unn Sveinbjarnardótt- ir kúvenda úr því að segja að stjórnvöld eigi að stjórna ferðinni, yfir í það að stjórnvöld eigi ekkert að skipta sér af því sem sjálfstæð fyr- irtæki og sveitarstjórn- ir séu að bralla. Svona rétt eins og Lands- virkjun komi eigendum sínum, þjóðinni, ekk- ert við. Fjölmiðlamenn leggja sig alla fram um að kafa ofan í valdabrölt og kapp- hlaup álrisa og sveitarstjórna en enginn hugar að þeim náttúru- verðmætum sem fórna þarf fyrir alla þessa stóriðju, s. s. norð- austan Mývatns. Það virðist ekki valda yfirmönnum Norsk Hydro áhyggjum þótt þeir hafi engan orkukaupasamning í hendi – þeir þekkja þá forsögu virkjana á Ís- landi að mat á umhverfisáhrifum sé bara formsatriði. Ef við gefum sveitarstjórnarmönnum samheit- ið Jón og Páll í staðinn fyrir Pétur og Pál, þá virðast þeir heldur ekki vera að pæla í því hvernig eigi að útvega orkuna og reisa virkjana- mannvirki í ótal öðrum sveitarfé- lögum en þeirra eigin. Nei, ál er ekkert mál fyrir Jón og Pál, jafn- vel þótt einföld samlagning sýni, að þegar þau álfyrirtæki, sem nú eru á fullri ferð hér á landi, hafa fengið alla þá orku sem þau þurfa til að reka álver af minnstu hag- kvæmnisstærð, sem er 500 þús- und tonn á ári fyrir hvert álver – þá krefst sú stóriðja allrar virkj- anlegrar vatns- og hveraorku landsins og Fagra Ísland farið fyrir lítið. Og þá er eftir að upp- fylla drauma virkjanafíkla um orkusölutil Skotlands og til net- þjónabúa og vetnisframleiðslu fyrir bíla og skip. Já, þjóðin er í „ég fer í fríið“-skapi, 83 pró- sent ánægð með nýju stjórnina í skoðanakönnun. Aðalatriðið er að virkja og selja orku sem hrað- ast og óðast þótt álverin öll gefi aðeins vinnu fyrir 2% vinnuafls þjóðarinnar og fórnað sé náttúru- verðmætum sem í ímynd þjóðar- innar má meta til þúsunda millj- arða. Fagra Ísland orðið að Magra Íslandi. Þórunn stóð með sóma í lappirnar við Kárahnjúka og á ævarandi þökk fyrir það. Vonandi fær hún ekki í hnén eins og Val- gerður við að hitta álfurstana. Höfundur er formaður Íslandshreyfingarinnar. Ál – ekkert mál fyrir Jón og Pál Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Opið mánudaga–föstudaga 8–18, laugardaga 10–16 og sunnudaga 12–16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.