Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 10
 Herskár múslimaklerkur, sem pakist- anskar öryggissveitir tóku höndum er hann reyndi að flýja dulbúinn í kvennakufl, sagði í gær að hinir nærri því þúsund fylgismenn sínir, sem enn væru í Rauðu moskunni í Íslamabad sem stjórnarherinn hefur nú setið um í tvo daga, ættu að gefast upp eða flýja. Þessi ummæli klerksins, Maulana Abdul Aziz, jók vonir um að takast mætti að binda enda á umsátrið án þess að til blóðbaðs kæmi. En bróðir Aziz var enn inni í moskunni og hann sagðist ekki sjá neina ástæðu til uppgjafar. Byssuskothríð og sprengingar heyrðust með reglu- legu millibili í kringum moskuna, sem ýmist er köll- uð Rauða moskan eða Lal Masjid, í gær. Að sögn forsvarsmanna umsátursins voru allt að 100 þung- vopnaðir bardagamenn meðal fólksins inni í mosk- unni, sem flest er annars námsmenn af báðum kynj- um úr kóranskóla sem tengist moskunni. Frá því áhlaupið hófst að moskunni á miðvikudag hafa minnst sextán manns fallið, þar af átta bardaga- menn íslamista. Umsátrið er liður í uppgjöri ríkis- stjórnar Pervez Musharrafs hershöfðingja við Aziz og fylgismenn hans. Aziz hefur barizt fyrir því að sjaríalög íslams yrðu tekin upp í Pakistan, rétt eins og talibanar gerðu í Afganistan. Síðan í janúar hafa klerkarnir staðið uppi í hárinu á yfirvöldum með því að senda nema sína til að fylla sæti bókasafns í borginni, þjarma að verslunarrek- endum sem seja vestrænar bækur og kvikmyndir, og með því að ræna meintum vændiskonum og lögreglu- mönnum. Allt er þetta gert í nafni „siðaherferðar“ í anda talibana. Að sögn talsmanna yfirvalda eiga Aziz og bróðir hans, Abdul Rashid Ghazi, yfir höfði sér ákærur í mörgum liðum, þar á meðal fyrir mannrán, að hvetja til manndrápa, brot á vopnalögum og fleira. Konur, börn og aðrir fylgismenn þeirra, sem ekki hefðu gerst sekir um glæpi, yrði sleppt án ákæru. Uppgjör við öfga- klerka í Pakistan Pakistanskir her- og lögreglumenn sitja nú um stóra mosku í höfuðborginni Islamabad. Sextán manns hafa fallið í átökum við hana síðustu tvo daga. Um- sátrið er liður í uppgjöri stjórnvalda við herskáa hreyfingu bókstafstrúarmanna. Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sparka í höfuð jafn- aldra síns á Þjóðhátíð í Eyjum árið 2005, með þeim afleiðing- um að fórnarlambið missti meðvitund í dágóða stund, fékk krampa, heilahristing og mar í hársvörð. Maðurinn játaði sök en sagðist ekki hafa sparkað fast. Vitni sögðu það ekki rétt. Það var metið manninum til refsi- lækkunar hversu mjög málið dróst. Ákæra var ekki gefin út fyrr en í mars á þessu ári, ári eftir að skýrslutökum lauk og hálfu ári eftir að rannsókn lauk. Segir í dómnum að tafirnar séu óútskýrðar. Óútskýrðar tafir milduðu dóm „Þetta var lítið í þetta skiptið, um 33 hvalir,“ segir Bald- vin Þór Harðarson, Vestmannaey- ingur sem er búsettur í Þórshöfn í Færeyjum. Baldvin var þátttak- andi þegar 33 grindhvalir voru reknir í land og drepnir á þriðju- daginn. „Þetta gengur þannig fyrir sig að sá sem verður var við grindina lætur aðra vita. Menn flykkjast þá út og hjálpast að við að reka vöð- una að landi,“ segir Baldvin. Að drápunum loknum er kjötinu skipt. Stofnanir eins og sjúkrahús fá sinn skerf. Sá sem fann vöðuna fær einn hval. Lögreglan sér um að halda utan um skiptin og að allt fari fram með ró og spekt og fær að launum einn hval. Þeir sem taka þátt í drápunum fá 50 kíló af kjöti og 25 af spiki. Þegar um stærri vöður er að ræða fá þeir sem taka ekki beinan þátt í athöfninni kjöt og spik þegar hinum hefur verið úthlutað. „Í fyrra kom stór vaða í Klakksvík. Hún var það stór að kjötinu og spikinu var dreift til fólks á þremur eyjum. Það er aldrei talað um peninga í sam- bandi við þetta. Fólk bara fær sinn skerf þegar nóg er af hval,“ segir Baldvin. 33 hvalir drepnir Mannræningjar höfðu í gær þriggja ára gamla breska stúlku á brott með sér úr bifreið í Port Harcourt í sunnanverðri Nígeríu, þar sem olíuiðnaður er mikill og lögleysa hefur verið viðvarandi. Árásarmennirnir brutu rúðu á bílnum þar sem hann beið í umferðarteppu, að því er fulltrúi úr breska sendiráðinu greindi frá. Breska utanríkisráðuneytið gaf út yfirlýsingu þar sem þess var krafist að stúlkan yrði tafarlaust látin laus, heil á húfi. Mannrán á útlendingum eru algeng í kring um nígeríska olíuiðnaðinn, en barnsrán þó fátíð. Bresku stúlku- barni rænt Guðmund- ur G. Gunnarsson, odd- viti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Álftaness, segir nýlegan dóm Hér- aðsdóms Reykjaness, um að rétt hafi verið af Álftanesbæ að synja lóð- areiganda um byggingar- leyfi á lóðinni, út í hött og að honum hljóti að verða áfrýjað. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að deiliskipulag sem byggt hefur verið eftir frá 1980 hefði aldrei verið í fullu gildi. Því þyrfti að fara eftir aðalskipulagi og að fyrirhugað hús á umræddri lóð uppfyllti ekki skil- yrði þess. Guðmundur segir að samkvæmt dómnum séu þá öll hús í nágrenninu ólögleg, þar með talið hús Kristjáns Sveinbjörnssonar, for- seta bæjarstjórnar og bæjarfulltrúa Á-listans. „Forseti bæjarstjórn- ar hefur misbeitt valdi sínu og komið þessu máli í aldeilis ótrúlegan farveg,“ segir Guðmundur. „Það hefur ekkert verið uppi á borðum að ekki yrði byggt á þessari lóð fyrr en [nú],“ segir hann. Þá segir Guðmundur vinnu- brögð Á-listans með miklum endemum. Þeir hafi tekið hönd- um saman um að gera nýtt deili- skipulag fyrir svæðið, og í því deiliskipulagi eigi að strika umrædda lóð, Miðskóga 8, og aðra til út af skipulaginu, auk þess að leggja göngustíga um nokkrar einkalóðir. Hann vonar að Henrik Thorarensen, eigandi lóðarinnar, áfrýi til Hæstaréttar, þótt það sé álitamál hvort eðlilegt sé „að hann einn standi í þessari vitleysu“. Segir héraðsdóm í lóðamáli út í hött Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, þvertók í gær fyrir að olíuhagsmunir hefðu nokkuð með innrásina í Írak að gera. Brendan Nelson varnar- málaráðherra hafði stuttu áður sagt að helsti tilgangur veru ástralskra hermanna í Írak væri að verja olíulindir landsins. „Írak er mikilvæg uppspretta orku, sérstak- lega olíu, fyrir umheiminn og Ástralar þurfa að hugsa um hvað brottför frá Írak hefði í för með sér,“ sagði Nelson. „Ástæða þess að við erum ennþá í Írak er að við viljum gefa Írökum tækifæri til að njóta lýðræðisins,“ sagði Howard til leiðréttingar. Um 1.600 ástralskir hermenn eru enn í Írak. Sagði olíu vera ástæðu hersetu ÓMISSANDI Á SS PYLSUNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.