Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 70
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ef ég væri afturhaldsamt og
íhaldssamt skáldrembusvín, þá
mundi ég sulla saman messuleið-
inlegri ljóðasteypu, órímaðri vel
að merkja, og halda því fram full-
um fetum á opinberum vettvangi
að ég væri að segja nýja hluti.“
„Ef menn vilja halda mér úti þá
er það mér að meinalausu. Það
þarf þá bara að safna í púkk
svo ég geti verið hérna áfram,“
segir veðurfræðingurinn Sigurð-
ur Ragnarsson, gjarnan nefndur
Siggi stormur, sem missti algjör-
lega af veðurblíðunni sem verið
hefur víðast hvar á landinu síð-
ustu tvær vikur.
Sigurður hefur verið stadd-
ur á sínu öðru heimili í Torre-
vieja á Spáni frá miðjum júní,
eða einmitt frá þeim tíma sem
góðviðriskaflinn hófst. Sigurð-
ur hafði í hyggju að snúa heim á
ný á næstu dögum en viðurkenn-
ir að óskir um að hann héldi sig
áfram á Spáni hafi borið á góma.
Vilja gárungarnir meina að hann
sé „óhappa“ og að gælunafnið
stormur sé engin tilviljun. Sjálf-
ur tekur hann samsæriskenning-
unum með jafnaðargeði.
„Það er erfitt að halda því fram
að rigningin fylgi mér því hér
hefur verið brakandi blíða allan
tímann,“ sagði Sigurður og hló
dátt þegar Fréttablaðið bar málið
undir hann. Hann kveðst þó ekk-
ert svekktur yfir því að hafa
misst af blíðunni og segist sann-
færður um að hann eigi sjálfur
eftir að upplifa langan góðviðris-
kafla síðar í sumar.
„Landinn er nú þannig að hann
vill helst hafa vont veður á klak-
anum á meðan hann er sjálfur í
útlöndum. Ég hef meira að segja
fengið tölvupósta þar sem ég er
beðinn um að spá rigningu heima
á Íslandi. En ég er ekki svona,
ef góða veðrið á Íslandi gleður
landsmenn, þá er ég glaður.“
Siggi stormur missti af blíðunni
Starfsfólk FL Group hyggst fjöl-
menna í maraþonhlaup í New
York í byrjun nóvember. Hann-
es Smárason, forstjóri FL Group,
vonast til að verða þar í farar-
broddi, en hann á við meiðsli að
stríða um þessar mundir.
„Já, ég er með rifinn liðþófa,“
sagði Hannes. „Það gerðist um
páskana og ég var skorinn fyrir
fjórum vikum síðan. Nú verð-
ur bara að koma í ljós hvort ég
kemst með. Ég ætla að minnsta
kosti að gera mitt besta til þess
að svo verði,“ sagði Hannes.
Hann segir stefnt á að starfs-
mannahópurinn dvelji í New
York í heila viku, en maraþon-
hlaupið fer að venju fram á
fyrsta sunnudeginum í nóv-
embermánuði. Að sögn Hann-
esar hafa fjörutíu starfsmenn
FL Group verið skráðir til leiks,
en að því er Fréttablaðið kemst
næst eru það nánast allir starfs-
menn fyrirtækisins, bæði hér á
landi og ytra.
Starfsfólk FL Group hefur
staðið í ströngu í undirbúningi
frá því snemma á árinu, enda
krefjast maraþonshlaup mikilla
æfinga. „Við byrjuðum á því að
fara í Bootcamp til að styrkja
mannskapinn. Svo fórum við að
fara út að hlaupa með þjálfara,“
útskýrði Hannes, sem hefur
tekið virkan þátt í undirbúningn-
um. „Þetta er búið að vera svo-
lítið „challenge“ hjá fólkinu – að
æfa sig, koma sér í gott form og
hugsa um heilsuna,“ bætti hann
við.
Starfsfólk Glitnis hefur áður
vakið athygli fyrir hlaupagleði,
og fyrrverandi forstjóri Glitnis,
Bjarni Ármannsson, hefur sömu-
leiðis komist á kortið sem mikill
hlaupagarpur.
Aðspurður hvort Hannes vilji
feta í fótspor hans skellir hann
upp úr. „Nei, það ætla ég ekki
að gera,“ sagði hann. „Ég geri
þetta bara á minn hátt. Maður
er líka að vera gamall á árinu,
svo maður verður að gera eitt-
hvað,“ sagði Hannes sposkur,
en hann verður fertugur í nóv-
ember. Hann segist ekki hafa
hlaupið mikið á árum áður. „Ég
get ekki sagt það. Ég spilaði
bara fótbolta í gamla daga, svo
er maður að reyna að halda sér
við,“ sagði Hannes sposkur. „Ég
held það sé líka ágætt fyrir alla
að prófa þetta einu sinni á æv-
inni, að hlaupa maraþon,“ bætti
hann við.
Þrír meðlimir hljómsveitarinnar
Dúndurfrétta mættu í veiðihús-
ið við Kjarrá síðastliðinn sunnu-
dag til þess að spila fyrir góðan
hóp gesta. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins fóru Bakkavarar-
bræður þar fremstir í flokki og
buðu þeir upp á bæði dýrindis
kálfakjöt og eðalvín.
Pétur Örn Guðmundsson,
söngvari Dúndurfrétta, sagðist
ekki geta staðfest þær fréttir að
Bakkavararmenn hefðu staðið
fyrir veislunni. „Ég þekki ekki
andlitið á neinum sem er ríkari
en ég,“ segir hann og hlær. „Við
vorum beðnir um að koma þarna
með örskömmum fyrirvara og
gerðum það. Umboðsmaðurinn
okkar fékk beiðni um að redda
einhverjum sem gæti sungið og
spilað. Við vorum að keyra frá
Sauðárkróki á sunnudagseftir-
miðdegi þegar hann hringdi og
bað um að við myndum renna
þarna upp eftir.“
Drengirnir munu hafa fengið
væna fúlgu fyrir spilamennsk-
una, allt að 150 þúsund krónur á
mann. „Við fengum að minnsta
kosti betur borgað en gengur og
gerist fyrir svona,“ segir Pétur
sem ekki er fáanlegur til þess
að gefa upp nákvæma krónu-
tölu. „Við vorum mjög sáttir við
okkar hlut og ég held sömuleið-
is að gestirnir hafi verið sáttir
við okkur.“ Lagalistinn saman-
stóð að mestu af íslenskum stuð-
lögum samkvæmt Pétri. „Þeir
voru duglegir að biðja um Nínu
og Álfheiði Björk. Við þurftum
að spila þau lög þrisvar sinnum
en tókum aðeins í taumana þegar
beðið var um þau í fjórða skipt-
ið,“ segir hann og hlær.
Bakkabræður vildu Nínu og Álfheiði Björk