Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 30
BLS. 2 | sirkus | 6. JÚLÍ 2007 Spennt að heyra frá þeim „Þeir eru allir mjög myndarlegir og flottir í þessum jakka- fötum og ég hlakka til að heyra þá syngja. Þeir líta vel út og virðast vera nógu gamlir til að höndla álagið. Þetta eru óþekkt andlit en ég er spennt að heyra í þeim.“ Jóna Kristín Heimisdóttir, ungfrú Reykjavík 2006 Sigursveinn er sætastur „Mér líst ágætlega á þá og það eru nokkrir þarna á milli sem vel er hægt að horfa á. Þetta lítur út fyrir að vera svona El Divo dæmi og ég er for- vitin að vita hvað kemur út úr þessu. Sigursveinn er hiklaust sætastur og það er alveg hægt að horfa á Arnar líka. Það verður spennandi að fylgjast með hvað Einar Bárðar ætlar sér með þá, von- andi fer hann ekki út í West Life eða eitthvað svoleiðis.“ Guðný Pála Rögnvaldsdóttir söngkona Minna á El Divo „Þetta eru huggulegustu menn og minna á grúppuna El Divo. Það er samt lítið að marka eina mynd og ég er spennt að heyra í þeim, heyra hvort þeir geta sungið. Að mínu mati bera Arnar og Svenni af á þessari mynd. Það er spes sjarmi yfir Arnari, hann er svona latínó gaur en Svenni er líkari Brad Pitt, hann er svona metró. Hinir eru líka huggulegir, meira nice gæjar.“ Guðbjörg Hermannsdóttir, fyrrum fegurðardrottning Skiptir mestu að þeir geti sungið „Þetta eru ekki mínar týpur en þeir eru fínir í þess- um jakkafötum. Ég vona að þeir geti sungið, það skiptir mestu máli. Það er svo hallærislegt þegar verið er að hóa saman svaka gæjum eða píum og breyta svo rödd- unum í hljóðveri. Þeir líta út eins og óperuband en ég er spennt að heyra í þeim.“ Þórdís Brynjólfsdóttir handboltakona Minna á karlakór „Mér líst nokkuð vel á þá miðað við að hafa aldrei heyrt í þeim. Þeir mættu samt vera meiri töffarar, þeir minna mig svolítið á karlakór. Svenni er klárlega sætastur, enda er hann að norðan. Ég hlakka mikið til að heyra í þeim og sjá hver útkom- an verður.“ Selma Ósk Hös- kuldsdóttir, fyrr- um Ungfrú Norður- land Heyrst hefur S verrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi úr Strákunum, hefur keypt einbýl- ishús að Heiðargerði 106 í Reykjavík. Síðustu ár hefur Sveppi búið með fjölskyldu sinni, konu og tveimur börnum, í fjölbýlishúsi að Gvendar- geisla 10 í Grafarholti. Nú ætlar fjölskyldan hins vegar að breyta til og koma sér fyrir í litlu sætu einbýlishúsi – húsi sem minnir einna helst á vistarverur Kalla á þakinu eða annarra persóna úr ævintýrum Astridar Lindgren. Húsið að Heiðargerði er 147 fermetrar, gult og með rauðu þaki. Fyrir framan húsið er brunahani í sömu litum. Sveppi og frú reiddu fram 43 milljónir fyrir litla sæta húsið en það á ábyggilega eftir að fara vel um fjölskylduna þar þótt smá bið verði eftir að hún flytji inn. Sveppi vildi ekkert tjá sig um húsakaupin þegar blaðamaður Sirkuss náði tali af honum. Í helgarútgáfu Rásar 2 um helgina sagði hann hins vegar að fjölskyld- an fengi ekki húsið fyrr en um miðjan ágúst. Þangað til verður Sveppi og fjölskylda að búa inni á tengdamóður hans. Þegar Sveppi flytur inn í Heiðargerði er hann kom- inn nær æskufélaga sínum, Eiði Smára Guðjohnsen knattspyrnukappa, sem býr í gullfallegu húsi við Haðarland 20 í Fossvoginum. Sveppi kaupir sér einbýlishús HEIÐARGERÐI Fjölskyldan flytur úr Grafarholtinu í smáíbúða- hverfið. MYND/VILHELM A N T I - A G E P E R F E C T I N G F L U I D BERST DAGLEGA GEGN FYRSTU LÍNUNUM STÖÐVAR Í 99% TILFELLA ÁHRIF ÁREITA Á HÚÐINA* LÍNUR ERU MINNA ÁBERANDI ........................ 63%** HÚÐIN ER UNGLEGRI .................................... 70%** HÚÐIN ER ORKUMEIRI ................................... 92% *Prófanir ex vivo. **Notendapróf. 120 karlmenn notuðu vöruna í 4 vikur. Sjálfsmat. Heimir Bjarni Ingimarsson 27 ára Akureyringur og bróðir Sigga kapteins úr X-factor. Heimir fékk sína fyrstu skólun í tónlist hjá sjálf- um Ingimar heitnum Eydal og hefur síðan verið syngjandi í kórum, hljómsveitum, sönghópum og sem einsöngvari. Hann kláraði fram- haldsstig í klassískum söng og fór svo í 6 mánaða nám í pop, rock og jazz í The London Music School. Núna er hann í söngkennaranámi í Complete vocal technique. Edgar Smári Atlason 25 ára úr Reykjavík. Edgar byrjaði að syngja 2ja ára og hefur ekki hætt síðan. Hann hefur sungið með Gospelkór Reykjavíkur í 7 ár og hefur sungið á fjölda tónleika á þeirra vegum. Edgar hefur hefur lokið 2.-3. stigi í tónlist en skóli lífsins segir hann þó hafi kennt sér einna mest. Sigursveinn Þór Árnason Hinn Akureyringurinn í Luxor er kærasti söngkonunnar Regínu Óskar. Svenni er 24 ára og tók þátt í prufunum í þeirri von að komast í hóp góðra söngvara og fá tækifæri til að vinna að plötu. „Ég hef mjög góða tilfinn- ingu fyrir þessu. Þetta er sterkur hópur og það sem af er höfum við haft mjög gaman og ég held að þetta sé spennandi tækifæri.“ Rúnar Kristinn Rúnarsson Tvítugur og yngstur í hópnum. Hann er frá Vestmannaeyjum og hefur átt sér þann draum að sinna tónlist sem aðalstarfi. „Þetta eru skemmtilegir strákar og ég held að okkur eigi alls ekki eftir að leiðast. Mig langar líka að geta unnið við að flytja tónlist. Það er ekki sjálfsagt á Íslandi en væri ákaflega gaman og þess vegna stökk ég á þetta tækifæri.“ Arnar Jónsson 22 ára, fæddur og uppalinn í Árbænum. Arnar hefur aldrei lært söng en ákvað að slá til og mæta í prufurnar. „Draumurinn er að gerast söngvari. Vera partur af þessum hópi, sem samanstendur af skemmtilegum og góðum söngvur- um, sem leggja allt í þetta. Ég var í kór í Árbæjarskóla þegar ég var ungur og tók seinna þátt í söngva- keppnum en þetta er sannarlega stærsta tækifærið til þessa.“ NÝ STRÁKAHLJÓMSVEIT, LUXOR, HEFUR LITIÐ DAGSINS LJÓS EN UM HUGARFÓSTUR EINARS BÁRÐARSONAR ER AÐ RÆÐA. SIRKUS ATHUGAÐI HVERNIG FJÓRUM ÍSLENSK- UM KONUM LEIST Á KAPPANA. Durex-maðurinn Húðflúrin sem fólk fær sér í dag eru af öllum stærðum og gerðum. Þannig var ungur piltur, sem blaðamaður Sirkuss rakst á fyrir tilviljun á Shell-bensínstöðinni í Öskjuhlíð, með merki Durex-smokka- framleiðandans húðflúrað aftan á hálsinum. Pilturinn sagðist hafa fengið sér húðflúrið sér til gamans. Þegar blaðamaðurinn óskaði eftir viðtali við hann og bað um símanúmer stóð ekki á svari piltsins. Hann nefndi tvo fyrstu tölustafina í símanúmerinu „…og svo slærðu bara inn Durex.“ Hræringar í veitingahúsabransanum Töluverðar hræringar hafa verið í veitingahúsabransanum síðustu vikur. Fyrirtækið 101-heild hefur selt Kaffi Viktor en keypti þess í stað Kaffi- brennsluna, sem mun opna að nýju í dag. Tómas Kristjánsson og félagar í 101-heild eru með puttana víða í veitingahúsabransanum en meðal veitingastaða sem fyrirtækið rekur má nefna Thorvaldsen, Silfrið, Sjávar- réttakjallarann og Sólon. Þá hefur Kaffi Kósý hætt rekstri en staðurinn var lengst af vinsæll samkomustaður samkynhneigðra. TÖFFARAR Í STRÁKABANDI HVAÐ FINNST STELPUNUM? LUXOR Frá vinstri: Arnar, Edgar, Rúnar, Heimir og Sigursveinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.