Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 12
 „Ég veiddi einu sinni tvo laxa með heykvísl í einni af þverám Jöklu. Áin heitir Laxá svo það er ekkert nýtt að veiða lax á þessu vatnasvæði,“ segir Aðal- steinn Aðalsteinsson, bóndi á Vað- brekku í Hrafnskelsdal og for- maður Veiðifélags Jökulsár á Dal. Gerður hefur verið langtíma leigu- samningur við Veiðiþjónustuna Strengi um uppbyggingu vatna- svæðisins. Byrjað er að veiða á stöng í tilraunaskyni og göngu- seiðasleppingar hafnar. Eftir að Jökulsá á Dal var stífluð við Kárahnjúka hefur þetta mikla jökulfljót breyst í fallega berg- vatnsá. Aðalsteinn segir með ólík- indum hvað áin er tær og miklir möguleikar geti falist í því að rækta upp laxastofn í ánni. „Áin er rúmlega 120 kílómetra löng og frá sjónarhóli stangveiðimannsins er um paradís að ræða. Það hefur veiðst lax og silungur í þveránum en við höfum ekki hugmynd um hversu mikinn lax Jökla hefur að geyma. Það má því segja að þetta sé tilraunastarfsemi en áin er svo falleg að við teljum ekki annað for- svaranlegt en að reyna að rækta hana upp.“ Gerður hefur verið samningur milli Veiðiþjónustunnar Strengja og Veiðifélags Jökulsár á Dal og annarra deilda sem hafa með þver- árnar Hrafnkeilu, Kaldá og Laxá að gera. Hafnar eru sleppingar með seiðum af stofni Breiðdalsár og með leyfi Veiðimálastjóra sett í sleppitjarnir á nokkrum stöðum á Jöklusvæðinu. Um 40 þúsund seið- um verður sleppt í sumar, en sam- kvæmt samningum verður sá fjöldi tvö til þrjú hundruð þúsund seiði á ári í framtíðinni, ef vel tekst til með klakfisköflun. Þegar vatnsrennsli í Hálslón eykst yfir sumarið má búast við að gruggugt yfirfallsvatn úr lón- inu renni í ána og liti hana. Þröst- ur Elliðason, framkvæmdastjóri Veiðiþjónustunnar Strengja, segir að það ætti ekki að skipta neinu máli og tækifærin á vatnasvæð- inu því mikil. „Þverárnar sem renna í Jöklu eru allar á stærð við góðar laxveiðiár sem þekktar eru hér á landi. Þær eru mjög falleg- ar og Jökla hefur að geyma veiði- staði af öllum stærðum og gerð- um.“ Þröstur segir jafnframt að ekki þurfi að óttast vatnsleysi á svæðinu eins og víða stendur veiði fyrir þrifum. Þröstur hefur ekki staðist freistinguna og kastað flugu á nokkra staði í Jöklu sem líklegir eru til að verða gjöfulir í framtíð- inni. „Þetta er vatnsfall á stærð við Laxá í Aðaldal myndi ég giska á og getur geymt marga laxa, og stóra. „Eins og segir í auglýsingunni víkjum við frá þessum skilyrðum ef ástæður þykja til og nú þegar höfum við tekið við umsóknum frá fólki sem er eldra en 35 ára,“ segir Hörður Davíð Harðarson, aðaldeildarstjóri tolleftirlitsdeildar Tollstjórans í Reykjavík, en margir urðu undrandi þegar Tollstjórinn auglýsti eftir tollvörðum og sett var sú krafa að umsækjendur væru á aldrinum 20 til 35 ára. Hörður segir aldursviðmiðið vegna þess að umsækjendur þurfi að standast þrekpróf og stunda tveggja ára nám í Tollskóla ríkisins. Mega vera eldri en 35 ára Lögreglan í Jemen hefur handtekið níu menn sem grunaðir eru um aðild að sjálfs- morðsárás á mánudagskvöld þar sem sjö Spánverjar og tveir Jemenar létust. Mennirnir, sem eru allir frá Jemen, voru yfir- heyrðir í gær. Talið er að al-Kaída hafi staðið á bak við árásina. Bíll hlaðinn sprengiefni keyrði á tvo jeppa sem í voru þrettán spænskir ferðamenn. Hinir sex Spánverjarnir særðust í árásinni en aðeins einn þeirra alvarlega. Lík spænsku ferðamannanna voru flutt til Spánar með herflug- vél á miðvikudag auk þeirra sem særðust. Níu handteknir vegna árásar Ég veiddi einu sinni tvo laxa með heykvísl í einni af þverám Jöklu. Áin heitir Laxá svo það er ekkert nýtt að veiða lax á þessu vatnasvæði. Jökla breytist í veiðiparadís Jökulsá á Dal hefur breyst í fallega bergvatnsá. Gerður hefur verið samningur til tíu ára um ræktun árinn- ar. Stangveiði er hafin í tilraunaskyni og 40 þúsund laxaseiðum af stofni Breiðdalsár verður sleppt. Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðyrkjubænda. VELDU ÍSLENSKAR TRJÁPLÖNTUR, SÉRMERKTAR ÞÉR. Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. ÍS L E N S K A S IA .I S S G B 3 81 65 0 7/ 06 „Íslenskar trjáplöntur eru aðlagaðar okkar veðráttu.“ „Ég keppti fyrst á Landsmótinu í Hveragerði árið 1949,“ segir Ármann J. Lárusson afreksmaður í íþróttum sem hefur keppt á öllum Landsmótum Ungmennafélags Íslands frá 1949 í Hveragerði þar sem hann keppti í glímu, kúluvarpi og kringlu- kasti. Sem fyrr tekur Ármann þátt í Landsmótinu sem hófst í Kópa- vogi í gær. „Ég keppi í bridds í þetta skiptið,“ segir Ármann sem tekur þátt í nítjánda sinn. „Á meðan ég var ungur þá keppti ég í glímu og frjálsum. Í dag er maður orðinn 75 ára gamall. Þá hentar bridds mjög vel,“ segir hann. Ármann hefur ekki eingöngu keppt á Landsmótum. Hann var einn allra besti glímukappi Íslands á sínum tíma. Meðal ann- ars sigraði hann Íslandsglímuna fjórtán ár í röð frá 1954 til 1967 þegar hann lagði glímuskóna á hilluna. „Eftirminnilegasta Landsmótið er líklega á Sauðárkróki 1971. Þá tók ég þátt í glímu og hafði ekki glímt í þrjú ár. Ég sagði konunni ekkert frá því að ég ætlaði að keppa. Þegar hún sá mig í glímu- gallanum leist henni ekki á blik- una og hljóp upp á fjall. Ég sá hana ekkert fyrr en keppnin var búin,“ segir Ármann og hlær. Það þarf varla að taka fram að hann vann glímukeppnina. Gistinóttum á hótelum fyrstu fimm mánuði ársins fjölgaði um 17 prósent frá því í fyrra. Aukning varð í öllum landshlutum en mest á Austur- landi. Þar fjölgaði gistinóttum um rúmt 41 prósent milli ára. Gistinóttum í maí fjölgaði um 14 prósent og var aukningin í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Þar stóð fjöldinn í stað. Bæði má rekja fjölgun gistinátta á hótelum til Íslendinga og útlendinga en íslenskum hótelgestum fjölgaði um 24 prósent milli ára. Hótelgestir fjórðungi fleiri Björgunarsveitarmenn fundu í gær fjórtán látna í rútu sem varð undir aurskriðu í fyrradag. Lítil von þykir til þess að nokkur af þeim fjörutíu til sextíu farþegum rútunnar hafi komist lífs af úr slysinu-. Hundruð hermanna og björgun- arsveitarmanna hafa grafið á vettvangi frá því slysið varð. Talið er að miklar rigningar að undanförnu hafa valdið skriðunni. 14 fundust látnir eftir aurskriðu „Þetta er bara grillveisla,“ segir Jón Þór Sigurðsson, starfs- maður Valaskjálfs, skemmtistað- ar á Egilsstöðum. Á bls. 18 í Dag- skránni á Austurlandi auglýsir Valaskjálf „Kjötkvöld – Konur í stuttum pilsum fá frítt inn og skot á barnum í boði hússins. Rokk og ról“ sem fram fer í kvöld. Að sögn Jóns Þórs hefur Vala- skjálf ekki boðið upp á þetta áður. „Þetta er engin sérstök regla, bara svona til að reyna að trekkja fólk að, unga fólkið,“ segir Jón Þór. „Ég er ekki að segja að þetta sé besta leiðin, en það er allt í lagi að prófa þetta. Mér finnst þetta ekk- ert niðrandi.“ Valaskjálf hefur fengið kvart- anir vegna „Kjötkvöldsins“ frá íbúum Héraðs. „Mér er sagt að fólk hafi misjafnar skoðanir á þessu,“ segir Jón Þór. „Við feng- um tiltal frá sóknarpresti og fólki á Fáskrúðsfirði. Við auglýsum þetta ekki einu sinni á Fáskrúðs- firði svo að ég veit ekki hvaðan þetta er komið.“ Jón Þór samdi texta auglýsing- arinnar við annan mann. „Þetta er náttúrlega kjánalega uppsett svo að það er ekkert mál að snúa út úr þessu,“ segir Jón. „Við mundum aldrei hafa neitt kynjamisrétti eða eitthvað sem mundi ganga gegn jafnrétti kynj- anna,“ segir Jón Þór. „Ef við hleyptum karlmönnum í skotapils- um inn frítt yrði ekkert sagt. Ekki neitt.“ Fáklæddar fá frítt inn og skot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.