Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 1
 Fjögurra manna áhöfn björg- unarþyrlunnar TF-SIFJAR komst út úr vélinni áður en henni hvolfdi eftir nauðlendingu við Straums- vík. Eitt af fjórum utanáliggjandi flotholtum, sem áttu að halda vél- inni uppréttri, sprakk með þeim afleiðingum að þyrlunni hvolfdi. Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, segir það guðs mildi að áhöfnin komst út áður en þyrlan snerist. Mestu hafi þó skipt að gott veður var á slysstað, og björgunarskipið Einar Sigurjóns- son var skammt undan vegna sam- eiginlegrar æfingar. Georg segir ljóst að reynsla og þjálfun áhafnarinnar hafi orðið til þess að hún brást við aðstæðum eins faglega og í mannlegu valdi stóð. Sigurður Heiðar Wiium, flug- stjóri á TF-SIF, segir að áhöfninni allri líði vel. Björgunarsveitarmenn í Hafn- arfirði telja mildi að æfingar voru ekki hafnar af fullum krafti þegar óhappið varð. Þrír bátar með þrettán mönnum voru á staðnum en þeir þurftu ekki að bregðast við því þyrlan lenti mjúklega í sjónum og spaðarnir höfðu stöðvast áður en hún valt. Arnar Freyr Birkisson hefur stundað siglingar frá því hann var tíu ára.„Þetta er mjög k Arnar Freyr býst við að stu daldri E Gervihnattabúnaður í vinnuvélum TF-SIF átti að haldast upprétt 999 KR. Norah Jones Not Too Late Flugustangir 26 79 / IG 06 Þú færð Vangen í næstu sportvöruverslun Hefur siglt frá tíu ára aldri vinnuvélarMIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 Stjórnvöld í Rússlandi sögðust í gær ætla að svara bresku ríkisstjórninni á ákveðinn og viðeigandi hátt eftir að stjórnvöld á Englandi ákváðu að reka fjóra rússneska diplómata úr landi á mánudag. Ástæðan er sú að stjórnvöld í Rússlandi hafa neitað að framselja Andrei Lugovoi, meintan morðingja Alexanders Litvinenkos sem var drepinn í London í fyrra, til Bretlands. Búist var við því að stjórnvöld í Moskvu myndu tilkynna það í gær hvernig þau ætluðu að svara Bretum. Ekki er víst að stjórn- völd í Moskvu svari með því að reka breska diplómata úr landi. Ætla að svara á viðeigandi hátt Hafinn er undirbúningur að því að breyta Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í hlutafélag. Í september er svo stefnt að því að skrá SPRON í OMX-kauphöllina hér. Breytingin er háð samþykki stofnfjáreigenda, sem funda í lok mánaðarins. Samkvæmt mati Capacents er sjóðurinn 60 milljarða króna virði. Ætlað er að stofnfjáreigendur fari með 85 prósenta eignarhlut, en 15 prósent verði í eigu sjálfseignar- félags sem vinna á að framgangi sjóðsins og má það veita fjármun- um í menningar- og líknarmál. SPRON breytt í hlutafélag Með nýjum GPS-farsímum geta foreldrar fylgst með staðsetn- ingu barna sinna. Þetta segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins Trackwell. Fyrirtækið hefur þróað eftirlits- forrit frá árinu 1996. „Upp á síðkastið hefur þessi GPS-tækni orðið vinsæl og nú eru komnir símar sem eru bæði far- símar og GPS-tæki,“ segir Jón Ingi. GPS-tæknin nýtir fjölda gervi- hnatta á sporbaug um jörðina til að finna staðsetningu þeirra hluta eða fólks sem fylgst er með. Trackwell hefur hannað hugbún- að sem býður fólki upp á að fylgj- ast með öðrum með aðstoð farsím- ans síns. Fyrirtækið hefur selt kerfið til símafyrirtækis í Ástralíu, en að sögn Jóns Inga hefur tæknin ekki náð fótfestu hingað til. Með tilkomu GPS-farsíma verði tækni- legi hlutinn auðveldari. „Þetta hefur verið rætt hjá aðstandendum Alzheimers-sjúk- linga og fólks með Downs-heil- kenni. En einhver þarf að borga þetta,“ segir Jón Ingi. „Við ræddum þetta og mér finnst voða spennandi að skoða þetta,“ segir María Th. Jónsdóttir, formað- ur Alzheimerfélagsins. „Ef fólk með Alzheimer getur vanist því að ganga með öryggis- tæki eru meiri líkur á að það geti haldið því áfram þegar það verður mjög gleymið,“ segir María. Með forritinu MyBuddy Tracker býður Trackwell upp á að ungling- ar geti fundið staðsetningu vina sinna og gert þeim þar með auð- veldara að hittast og eiga sam- skipti. Forritið MyChild Tracker gerir foreldrum kleift að fylgjast með ferðum barnsins. „Þú getur sett inn að klukkan níu eigi barnið þitt að vera komið í skólann. Ef það vantar í skólann færðu send smáskilaboð. Og ef barnið fer úr hverfinu færðu skilaboð.“ Foreldrar þurfa að samþykkja ef barn vill leyfa öðrum en þeim að fylgjast með sér. „En ef barn slekk- ur á kerfinu eru foreldrarnir látnir vita,“ segir Jón Ingi. Foreldrar geti fylgst með börnum sínum Fyrirtækið Trackwell vill nýta GPS-forrit í farsímum á næstunni. Aðstandendur geta þannig fylgst með Alzheimers-sjúklingum. Foreldrar geta fylgst með ferð- um barna og unglinga og unglingar fundið út staðsetningu félaga sinna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.