Fréttablaðið - 18.07.2007, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 18.07.2007, Qupperneq 11
KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 8 4 5 KIA CARENS Nýi sjö manna fjölnotabíllinn frá Kia er kominn og sameinar glæsilegt útlit, sveigjanlegt rými og frábæra aksturseiginleika. Ríkulegur staðalbúnaður: • ABS og EBD hemlakerfi • ESP stöðugleikastýring • Álfelgur • Bakkskynjari • Loftkæling • 3ja punkta öryggisbelti fyrir sjö farþega • Hraðastillir • Aksturstölva • Ræsitengd þjófavörn ... og margt fleira 2.850.000 kr. DVD bílabíó og dráttarbeisli innifalið í verði FRÁBÆR KAUP! Sjö manna Kia Carens CRDI dísil, sjálfskiptur, 2,0 l., 140 hö. BÍLABÍÓ Nú bjóðum við KIA Carens með DVD bílabíói og þráðlausum heyrnartólum, ásamt 5 frábærum DVD diskum frá Senu. KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. GJAFABRÉF Verð frá kr.: 23.500 Aðrir söluaðilar: Fyrir heilsuna Safapressa Fimm erlendar þyrlur og fylgivél þeirra voru kyrrsettar á Ísafjarðarflugvelli í nokkrar klukkustundir á mánudag. Þyrlurnar komu til Ísafjarðar frá Höfn í Hornafirði á leið sinni til Bandaríkjanna. Að sögn Valdísar Ástu Aðalsteinsdóttur, upplýs- ingafulltrúa Flugmálastjórnar, hefur Ísafjarðar- flugvöllur aldrei verið skilgreindur sem milli- landaflugvöllur. Vegna þess má ekki fljúga þaðan til annarra landa nema í undantekningartilvikum og með sérstökum leyfum. Þá þarf fyrsti viðkomu- staður að vera einn fjögurra millilandaflugvalla á Íslandi, en þeir eru í Reykjavík, á Akureyri, á Egilsstöðum og í Keflavík. Þyrlurnar hafa ekki flugdrægni til Grænlands, sem átti að vera næsti viðkomustaður þeirra. Af flugöryggisástæðum fengu þær því sérstakt leyfi til að halda för sinni áfram. „Þetta er einstakt leyfi sem er bundið við þessar vélar og þetta flug. Það felur ekki í sér að þær fái leyfi til að fara sömu leið til baka,“ segir Valdís. Höfðu ekki tilskilin leyfi Hollenskur skipasmiður hefur smíðað víkingaskip úr endurunnum íspinnum einum saman. Verkið tók fjögur ár. Fimm þúsund skólabörn hjálpuðu til og í haust hyggst hann sigla yfir Atlantshafið á fleyinu. Skipið, sem smiðurinn kallar „Thor“, er í fullri stærð og hefur þegar farið sína jómfrúarferð á stöðuvatni. „Þetta er ekki aðeins skip úr íspinnum, heldur einnig stærsti endurunni hlutur heims,“ sagði smiðurinn Robert McDon- ald, sem slasaðist alvarlega níu ára gamall og missti foreldra sína og níu systkin í gassprengingu. „Ég gerði þetta til að sýna krökkunum að allt er mögulegt,“ sagði McDonald. Þetta kom fram á vefvarpsstöðinni ITV.com. Siglir yfir haf á íspinnaskipi Sögufrægt hús, sem áður hýsti Kaupfélag Eyfirðinga var tekið í notkun á ný í síðustu viku. Húsið er hundrað ára gamalt og stendur við Kaup- vangsstræti 6 á Akureyri. Engin starfsemi hefur verið í húsinu undanfarna þrjá áratugi en það er í eigu KEA. Í febrúar var gerður samningur milli KEA og Friðriks V um uppbyggingu og leigu á húsnæðinu næstu tíu árin. Húsið er um 460 fermetrar. Á efri hæð þess er veitingahúsið sjálft staðsett og hefur það þegar verið tekið í notkun. Á neðri hæð verður sælkeraverslun og hádegisverðarstaður. Veitingahús í sögufrægu húsi Tveimur listaverkum var stolið af myndlistarsýningu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á dögunum. Listaverkin, púðar skreyttir með myndum af stæltum karlmönnum að takast á, eru hluti af sýningunni Maður með mönnum. Jón Sigurpálsson, einn forsvars- manna Myndlistarfélags Ísafjarð- ar er sannfærður um að sá sem átti í hlut sé viljugur að skila púðunum. Hann segir í samtali við Bæjarins besta að þau í Myndlist- arfélaginu lofi að vera blíð og góð og skilningsrík við þann sem hreifst svona af listaverkinu. Púðum stolið af sýningu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.