Fréttablaðið - 18.07.2007, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 18.07.2007, Qupperneq 13
Stjórn Verkalýðsfé- lagins Vöku á Siglufirði lýsir yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðra uppsagna Ramma hf. á 31 starfsmanni. Með því sé öll landvinnsla fyrir- tækisins á Siglufirði lögð niður. Í ályktun sem Vaka gerði er skorað á stjórnvöld að skýra byggðastefnu sína. Þar segir: „Sé stefnan áfram sú að leggjast ekki gegn hnignun byggðar í landinu, þá eiga stjórnvöld að þora að gangast við þeirri stefnu og hefja markviss- ar aðgerðir til þess að leggja byggð- arlög niður og skapa jafnframt núverandi íbúum, lífsskilyrði í nýjum heimkynnum.“ Stjórnvöld skýri byggðastefnuna Hugmyndum um smíði 3.800 fermetra verslunar- miðstöðvar á horni Glerárgötu og Tryggvabrautar á Akureyri hefur verið hafnað. Það var fasteignafé- lagið Smáragarður sem kom fram með hugmyndina en það ásamt fjárfestingafélag KEA á lóðina. Eftir því sem fram kemur á fréttavefnum nordurlandid.is segir Leifur Þorsteinsson, verkefnastjóri byggingareftirlits Akureyrarbæjar, hugmyndina ekki hafa fallið að deiliskipulags- hugmyndum bæjarins en hann vildi þó ekki tjá sig nánar um það að svo stöddu hvað það væri sem bærinn setti fyrir sig. Tillaga féll ekki að deiliskipulagi Jónas H. Haralz, hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri, segir íslensk stjórn- völd ekki hafa rekið nógu stað- fasta jafnvægis- stefnu í hag- stjórn landsins og án hennar náist ekki sá stöðugleiki sem sé forsenda heilbrigðs hag- vaxtar. Stöðug- leikinn sé jafn- framt forsenda fyrir því að eiga þess kost að taka upp evruna. „Þessi ágæta tilraun með sjálf- stæðan seðlabanka og fljótandi gengi sem við tókum upp var skyn- samleg og rétt – en það hefur gengið mjög illa að framkvæma hana,“ segir Jónas í samtali við Fréttablaðið í tilefni af útkomu bókarinnar „Ný staða Íslands í utanríkismálum - Tengsl við önnur Evrópulönd“, sem Alþjóðamála- stofnun Háskóla Íslands stendur að, en Jónas á kafla í bókinni þar sem hann rekur þróun íslenskra gengismála á fyrri hluta 20. aldar. Ástæður þess að þessi tilraun hafi ekki gengið betur en raun ber vitni rekur Jónas að hluta til aðstæðna „sem við ekki ráðum við og að nokkru leyti er það af aðstæðum sem við ráðum við, það er að segja við höfum ekki rekið nógu staðfasta jafnvægisstefnu.“ Spurður hvort hann telji nýrra áherslna í þessu efni að vænta af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segist Jónas „ekki hafa heyrt þá tóna“ frá henni sem hann vildi heyra. „Það kom þarna mjög góð greinargerð frá Sam- fylkingunni fyrir kosningar sem Jón Sigurðsson ritstýrði. Það var mjög að mínu skapi,“ segir hann. „En síðan hef ég ekki heyrt, hvorki frá Samfylkingunni né ríkisstjórn- inni, neitt í þeim dúr sem ég tel að maður þyrfti að fá að heyra.“ Skortur á jafnvægi í hagstjórn Íbúar í Sandgerði kvarta mikið undan ólykt í bænum. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Sandgerðis á dögun- um. Aðallega er kvartað undan vondri lykt á hafnarsvæði en einnig víðar í bænum. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta. Bæjarráð lýsti á fundinum yfir áhyggjum af lykt og umgengni í kringum fyrirtæki að Hafnargötu 4 í bænum. Er heilbrigðiseftirlitið hvatt til aðgerða í málunum og að koma í veg fyrir dreifingu á slógi í heiðarlönd í nágrenni Flugstöð- var Leifs Eiríkssonar og í umhverfi bæjarfélagsins. Vond lykt í Sandgerði Tilkynnt var um innbrot í Laugalækjaskóla á fjórða tímanum í fyrrinótt. Þar hafði gluggi verið spenntur upp og tölvuturni stolið. Nokkru síðar, um fimmleytið, var tilkynnt um innbrot í vinnu- skúra á Dalbraut, sem er í næsta nágrenni. Ekki liggur fyrir hverju var stolið úr skúrunum, en þar fannst blóðslóð á vettvangi. Að sögn varðstjóra lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu er talið líklegt að innbrotin séu tengd, þar sem svo stutt var á milli staðanna tveggja. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári þjófsins, en málið er í rannsókn. Blóðslóð fannst í vinnuskúrum Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Glænýr Astra Turbo 2.290.000 KR. OPEL ASTRA TURBO – 17” ÁLFELGUR, 6 GÍRA, 180 HESTAR 35.387* KR. Á MÁNUÐI. ENGIN ÚTBORGUN Nýi Opel Astra Turbo er fallegasti bíllinn á götunni. Astra eru alltaf léttir og snöggir en með Turbo eykst krafturinn til muna. Stórglæsileg hönnun helst í hendur við kraftmikla vél og magnaða aksturseiginleika. Stöðugleiki á veginum er frábær og útvortis hönnun minnkar vindmótstöðu. Niðurstaðan er kraftmikill og lifandi akstur. Hlaðinn aukabúnaði www.opel.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.