Fréttablaðið - 18.07.2007, Page 14

Fréttablaðið - 18.07.2007, Page 14
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Alheimsmót skáta fer fram í Englandi dagana 27. júlí til 8. ágúst í Englandi. Með hátíðinni er ætlunin að fanga aldarafmæli skáta- hreyfingarinnar ásamt því að sýna að jarðarbúar geti lifað saman í sátt og sam- lyndi. Án fordóma, ofbeldis og fátæktar. „Þarna eru allir jafnir, án stétt- skiptingar og fordóma,“ segir Bragi Björnsson aðstoðarskáta- höfðingi og aðalfararstjóri. Ríf- lega 440 íslenskir skátar fara í næstu viku á alheimsmót skáta sem fram fer í Hylands-Park í Englandi um 50 kílómetra frá London. Um 42 þúsund skátar frá 159 þjóðlöndum verða saman komnir á hátíðinni. Talið er að allt að 80 þúsund gestir heimsæki mótið og því verður heildarfjöldi þeirra sem koma að mótinu yfir 120 þús- und manns. Þema hátíðarinnar er Einn heimur, eitt heiti þar sem friður og náungakærleikur er hafður að leiðarljósi. Á svæðinu verða landkynning- arbúðir þar sem öll löndin hafa sitt eigið tjald og kynna sitt land. „Við kynnum að sjálfsögðu hana Björk okkar sem er einn frægasti Íslendingurinn. Einnig ætlum við að kynna íslensku glímuna og lýsið ásamt vikivakadansinum,“ segir Bragi. Stoðtækjagerð Öss- urar sýnir sérhannaða gervifæt- ur og geta heilbrigðir prufað að ganga á gervifótum. Það verkefni er í sambandi við kynningu Rauða krossins á jarðsprengjuhreinsun. Bragi fór á alheimsmót skáta í Chile fyrir átta árum. „Þar voru allir vinir. Ísraelar og Palestínu- menn sváfu í tjöldum hlið við hlið sem og Króatar og Serbar,“ segir hann og bætir við að hann haldi enn sambandi við fjöldann allan af fólki úr öllum heimshornum sem hafa heimsótt hann til Íslands og hann þá. Til að gera sem flestum kleift að komast á mótið borga ríkar þjóðir hærra mótsgjald en þær fátækari. „Þarna koma síðan krakkar frá fátækum löndum og gista kannski í tjaldi við hliðina á Karli Svíakonungi sem hefur verið tíður gestur á alheimsmótið þar sem hann gistir í tjaldi innan um aðra. Stéttaskipting þekkist ekki,“ segir hann. Verið að gera mat úr engu Sinnir trójuhestum og öðrum óþverra Hefði ekki verið rétt að kanna það fyrst? Upp með sokkana í sókn og vörn Skátar á alheimsmóti í Englandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.