Fréttablaðið - 18.07.2007, Síða 16
fréttir og fróðleikur
Samskipti Rússlands og
Bretlands hafa ekki verið
eins slæm síðan í kalda
stríðinu, eftir að breska
ríkisstjórnin tók ákvörðun
um að reka fjóra rússneska
diplómata úr landi á mánu-
dag. Rússar sögðust í gær
myndu svara Bretum en
sögðu ekki hvernig.
Allir diplómatarnir fjórir sem
voru reknir frá Englandi starfa
hjá samtökum sem tóku við hlut-
verki leyniþjónustunnar KGB.
Talið er að þetta bendi til þess að
bresk yfirvöld gruni að rússneska
leyniþjónustan hafi komið nærri
morðinu á Litvinenko. Eins og
utanríkisráðherra Englands sagði
í ræðu á breska þinginu á mánu-
dag þá er ljóst að hverjum aðgerð-
ir bresku ríkisstjórnarinnar bein-
ast. En hann útskýrði orð sín ekki
frekar.
Ríkisstjórnin í Kreml sagði í gær
að hún ætlaði að svara bresku
stjórninni á „ákveðinn og viðeig-
andi hátt“ en sagði ekki hvað hún
hygðist gera. Fréttaritari breska
blaðsins The Guardian í Moskvu,
Luke Harding, sagði í gær að svar
Pútíns yrði óvænt og andstyggi-
legt, og ekki endilega það að vísa
breskum diplómötum úr landi.
Hann sagði að Pútín gæti hugsan-
lega vísað breska sendiherranum í
Rússlandi, Anthony Brenton, úr
landi á næstunni. „Samskipti þjóð-
anna eiga eftir að versna til muna
á næstu vikum,“ segir Harding.
Bretar hafa ekki rekið rússneska
diplómata úr landi síðan 1996, sem
var svar þeirra við því að yfirvöld
í Rússlandi ráku níu breska dipl-
ómata úr landi fyrir meintar njósn-
ir. James Nixey, sérfræðingur í
málefnum Rússlands hjá Chatham
House hugmyndaveitunni, segir
hins vegar að sambandið á milli
þjóðanna sé verra en það var þá
því svo margir neikvæðir þættir
spili inn í núna.
Samskipti Rússa og Vesturlanda
hafa versnað á margvíslegan hátt
á liðnum mánuðum og nægir að
minnast á að Rússar hafa hótað því
að koma fyrir loftskeytum við
landamæri Póllands ef Banda-
ríkjastjórn lætur verða af því að
koma upp eldflaugavarnarkerfi í
Austur-Evrópu.
Upphafið að þessari deilu Rúss-
lands og Bretlands er andlát fyrr-
verandi starfsmanns rússnesku
leyniþjónustunnar FSB – sem var
búin til þegar sovéska leyniþjón-
ustan KGB var lögð niður – Alex-
anders Litvinenko í London í nóv-
ember í fyrra. Bresk yfirvöld
komust að því í desember að Lit-
vinenko hefði verið drepinn með
geislavirku efni sem heitir pólon
210. Rannsókn breskra yfirvalda
beindist að fyrrverandi KGB-
manni, Andrei Lugovoi að nafni,
sem átti fund með Litvinenko á
hóteli í borginni þegar eitrað var
fyrir honum með því að láta pólon
210 í teið hans.
Litvinenko var fyrrverandi FSB-
maður sem flúði frá Rússlandi árið
2000. Rússnesk yfirvöld höfðu
handtekið hann eftir að hann hafði
sagt frá því að þau ætluðu að drepa
rússneska auðkýfinginn Boris Ber-
ezovsky, sem er svarinn fjandmað-
ur Pútíns Rússlandsforseta. Ber-
ezovsky hefur verið í útlegð í
Englandi frá árinu 2000. Litvin-
enko vændi auk þess yfirvöld í
Rússlandi um að hafa sviðsett
sprengjutilræði í fjölbýlishúsum í
Moskvu til þess að skella skuldinni
á hryðjuverkamenn í Tsjetsjeníu
og réttlæta þannig aðgerðir gegn
þeim.
Litvinenko sagði á dánarbeði að
Pútín, sem er fyrrverandi yfir-
maður rússnesku leyniþjónustunn-
ar FSB, hefði látið eitra fyrir sér.
Yfirsaksóknari Rússlands, Yuri
Chaika, sagði í desember, að Lug-
ovoi yrði ekki framseldur til Eng-
lands. Í maí virtust yfirvöld í Rúss-
landi geta sætt sig við að skipta á
Lugovoi í staðinn fyrir Berezov-
sky, sem hefur verið ákærður fyrir
peningaþvætti í heimalandi sínu
og fyrir að leggja á ráðin um að
steypa Pútín af stóli.
Bresk yfirvöld hafa neitað að
framselja Berezovsky til Rúss-
lands á þeim forsendum að hann
myndi ekki fá sanngjarna máls-
meðferð í landinu. Bretar hafa
verið gagnrýndir fyrir tvískinn-
ung vegna þessa. Réttarhöldin yfir
Berezovsky hófust að honum fjar-
stöddum í Rússlandi í síðustu
viku.
Hinn 9. júlí neituðu yfirvöld í Rúss-
landi svo endanlega að framselja
Lugovoi á þeim forsendum að það
bryti gegn stjórnarskrá landsins.
Utanríkisráðherra Englands,
David Miliband, gaf það út í kjöl-
farið að breska ríkisstjórnin hygð-
ist refsa Rússum fyrir það. Mili-
band tilkynnti svo á mánudag að
fjórum rússneskum diplómötum
yrði vísað úr landi, sem er hugsan-
lega upphafið að köldu stríði á
milli þjóðanna tveggja.
Kalt stríð milli Rússa og Breta
Heldur skrá yfir allar fasteignir landsins
Eftirspurn eftir
viðskiptaflugi