Fréttablaðið - 18.07.2007, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 18.07.2007, Qupperneq 21
Arnar Freyr Birkisson hefur stundað siglingar frá því hann var tíu ára. „Þetta er mjög skemmtilegt sport. Sérstaklega þegar vindurinn er mikill og báturinn fer hratt. Þá fer adren- alínið af stað,“ segir Arnar Freyr Birkisson átján ára Akureyringur sem siglir og kennir á seglbáta. „Ég er búinn að stunda þetta sport síðan ég var átta ára svo það eru komin tíu ár. Pabbi kenndi þetta á sínum tíma og þegar hann spurði hvort ég vildi ekki prófa ákvað ég að slá til,“ segir Arnar Freyr sem stundar engar aðrar íþóttir þar sem sjósportið tekur sinn tíma. „Ég byrjaði á námskeiðum hér hjá siglinga- félaginu Nökkva og sigldi þá litlum skútum. Smám saman þróaðist þetta yfir í stærri báta,“ segir hann en Arnar Freyr býst við að stunda bátasportið fram eftir aldri. „Ef maður byrjar í þessu er maður kominn með bakteríuna,“ segir hann brosandi. Arnari Frey hefur gengið vel á mótum en hann var í fyrsta sæti á Eimskipsmótinu sem haldið var í Hrísey í sumar og aðspurður segist hann stefna á meistara- titla í sportinu. „Ég mæli með þessu sporti fyrir alla, bæði stráka og stelpur á öllum aldri. Að sjálfsögðu felst ákveðinn peningur í þessu en þetta sport er ódýrt miðað við margt annað. Peningurinn felst aðallega í fötunum sem þú þarft að kaupa en svo borgarðu gjald til að vera í klúbbnum og getur þá notað báta klúbbs- ins. Við erum aðallega að sigla á sumrin og bíðum allt- af spennt eftir vorinu til að geta byrjað.“ Siglingar eru fyrir alla Sundbolir & bikiní stærðir 38 - 52

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.