Fréttablaðið - 18.07.2007, Page 31

Fréttablaðið - 18.07.2007, Page 31
[Hlutabréf] Þeir hluthafar sem enn hafa ekki samþykkt yfirtökutilboð Novators, eignarhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, verða að gera það fyrir klukkan fjögur í dag. Geri þeir það ekki hafa þeir ekki rétt á viðbótar- greiðslu, fari svo að Novator selji Actavis áfram til þriðja aðila innan tólf mánaða. Fyrsta yfirtökutilboð Novators í Actavis kom fram nú í byrjun júní og hljóðaði upp á 0,98 evrur fyrir hlutinn. Stjórn Actavis taldi það ekki endurspegla virði félagsins og réði hluthöfum frá því að samþykkja. Í kjölfarið var tilboðið hækkað í 1,075 evrur á hlutinn. Í tilkynningu sem Novator sendi frá sér í gær kom fram að félagið hefði náð yfirráð- um yfir meira en níutíu prósentum hlutafjár í Actavis. Við það mark myndaðist sölu- skylda fyrir þá hluthafa sem ekki höfðu samþykkt tilboð Novators. Fresturinn rennur út í dag Hagnaður bandaríska drykkjarvöruframleiðandans Coca-Cola nam rúmum 111 milljörðum íslenskra króna á síðasta rekstrarári og jókst um tæpt pró- sent milli ára. Sala á afurðum fyrirtækisins jókst um nítján prósent; nam tæpum 464 milljörðum króna og hefur ekki tekið svo stórt stökk í heil níu ár. Sér- fræðingar þakka mikilli eftirspurn eftir hinum nýja Coca-Cola Zero drykk. Coca-Cola fær um áttatíu prósent tekna sinna af sölu á drykkjarvörum og hefur sótt hratt í sig veðrið á nýrri mörkuðum á borð við Kína og Ind- land „Coke Zero hefur vegnað alveg ótrúlega vel“, sagði Pete Hastings, sérfræðingur fjármálafyrir- tækisins Morgan Keegan, og bætti við „Coke Zero drykkurinn virðist sérstaklega hitta í mark í Evr- ópu.“ Bréf í Coca-Cola hafa náð hæstu hæðum í Kaup- höllinni í New York undanfarna daga. Hlutabréf í félaginu hafa hækkað um tæp tíu prósent á árinu og hafa ekki verið hærri í fimm ár. Coke eykur söluna Hlutabréf í bandaríska gosrisanum Coke hafa ekki verið hærri í fimm ár. Nokkur bandarísk flugfélög hafa sótt um heimild til beins flugs milli Bandaríkjanna og Kína. Samgönguráðuneyti Bandaríkj- anna fer nú yfir umsóknir og útdeilir leyfum, að því greint er frá í bandarískum fjölmiðlum. Um nokkrar flugleiðir er að ræða, eitt flug á að hefjast á þessu ári, annað á næsta og fjórar nýjar flugleiðir árið 2009. Þrjú helstu flugfélög Banda- ríkjanna keppa til að mynda um flug sem heimila á í mars árið 2009, en það eru American Airli- nes, dótturfélag AMA Corporat- ion sem FL Group hefur fjárfest í, Continental Airlines og US Air- ways. Flugleiðirnar opnast sam- kvæmt margra ára samkomulagi sem stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kína vinna að. Flugfélög í Bandaríkjunum vilja ólm sinna ört vaxandi markaði í Kína, en verða sökum samninga þjóðanna að sækja um leyfi til flugsins til ráðuneytisins. American Airlines sækir um flug milli Chicago og Peking, Continental vill fljúga milli New- ark og Sjanghæ og US Airways frá Philadelphiu til Peking. Í frétt Dow Jones fréttaveit- unnar er í gær haft eftir tals- manni bandaríska samgöngu- ráðuneytisins að á næstu sex árum muni tekjur af daglegum flugleiðum milli Kína og Banda- ríkjanna skila flugiðnaðinum þar í landi allt að fimm milljörðum Bandaríkjadala í tekjur, eða sem nemur 300 milljörðum íslenskra króna. Flugfélög slást um Kínaflugið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.