Fréttablaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 36
Fatahönnuðarins fræga, Gianni Versaces, var
minnst í Mílanó á sunnudag, en þá voru liðin tíu
ár frá því að Versace var skotinn til bana fyrir
utan heimili sitt í Miami. Vinir og aðdáendur
Giannis flykktust í óperuhúsið La Scala til
að horfa á ballett til heiðurs hönnuðinum.
Eftir sýninguna buðu systkini Giann-
is, Donatella og Santo Versace, 500
vinum hans til kvöldverðar í
Palazzo Reale.
Gisele Bündchen er ekki lengur
andlit og líkami undirfatafyrir-
tækisins Victoria‘s Secret en hún
hefur nóg að gera og er nú andlit
nýs ilmvatns frá hönnuðunum
Dolce & Gabbana. Á blaðamanna-
fundi sem haldinn var í tilefni af
útkomu ilmvatnsins var Gisele
spurð um nýlega Dior-hátískusýn-
ingu þar sem hún gekk fyrst fram
á tískupallinn.
„Ég hef aldrei í lífinu verið
svona stressuð. Það eina sem ég
gat sagt og hugsað var: „Getur ein-
hver hjálpað mér? Ég vil ekki vera
fyrst fram. En þetta var að sjálf-
sögðu mjög spennandi,“ sagði
Gisele og bætti því við að hún hefði
varla náð andanum af spenningi.
„Ég bað guð um að hjálpa mér að
klára þetta. Sem ég gerði og þurfti
svo að setjast niður og horfa á sýn-
inguna í hálftíma. Það var ekki
bara ég sem var stressuð heldur
við allar stelpurnar enda var þetta
stórviðburður.“
Gisele gat varla
andað fyrir stressi
Tónlistarmennirnir KK og Maggi
Eiríks verða á faraldsfæti um
landið á næstunni til að kynna nýj-
ustu plötu sína Langferðalög. Tón-
leikaferðin hefst á Borg í Gríms-
nesi á fimmtudag og byrja
tónleikarnir kl. 20.30. Kvöldið
eftir leika þeir félagar í Duushús-
um í Keflavík og á laugardag ligg-
ur leiðin í Bíóhöllina á Akranesi. Á
sunnudagseftirmiðdaginn verða
síðan stórir fjölskyldutónleikar í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í
Reykjavík.
Fimmtudaginn 26. júlí liggur
leiðin vestur á firði og verða tón-
leikar haldnir í Edinborgarhúsinu
á Ísafirði. Laugardaginn 28. júlí
verða þeir á Græna hattinum á
Akureyri og ferðinni lýkur með
fjölskyldutónleikum í félagsheim-
ilinu Ljósheimum við Sauðárkrók.
Ferðast um landið
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI
ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR