Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 38% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 40% 70% Heildstæð á hliðarlínunni Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræða peningaplokk og kókdrykkju. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gerði sér lítið fyrir, fór upp á svið og söng fjögur lög með Stuð- mönnum í eigin kveðjuhófi sem fram fór á Kjarvalsstöðum í fyrradag. „Ég vildi syngja mitt síðasta með Glitni,“ segir Bjarni sem fékk óvenjulega kveðjugjöf frá samstarfsmönnum sínum. „Ég fékk kerru, vinnugalla, skóflu og tré. Þetta fer ég með í sumarbústaðinn í Skorradal á næstunni,“ segir hann og bætir við: „Það fór aldrei svo að maður yrði ekki skilinn eftir með verkefni og verkfæri. Þetta var akkúrat það sem mig vantaði.“ Bjarni Ármanns söng sitt síðasta Umfangsmestu hvalatalningu sögunnar er að ljúka. Hafrannsóknastofnun annast taln- ingu á víðáttumiklu svæði í kring- um Ísland sem 29 manns af átta þjóðernum taka beinan þátt í á sjó og úr lofti. Sú nýjung er tekin upp í íslensku talningunni að hvalahljóð eru hljóðrituð til að meta stærð stofna af aukinni nákvæmni. Sér- fræðingur stofnunarinnar telur lík- legt að langreyðarstofninn sé nálægt sögulegu hámarki. Verkefni Hafrannsóknastofnun- ar er hið fimmta á tuttugu ára tíma- bili og er í náinni samvinnu við Færeyinga og Norðmenn. Að þessu sinni taka Grænlendingar, Kanada- menn og Rússar einnig þátt. Taln- ingin nú er samræmd talningu við austurströnd Bandaríkjanna og vesturströnd meginlands Evrópu og er því um að ræða langstærsta átak í talningu á hval sem nokkurn tíma hefur verið tekist á við. Gísli A. Víkingsson, hvalasér- fræðingur á Hafrannsóknastofnun, er um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni sem er statt á Grænlandshafi, djúpt suðvestur af Íslandi. „Við leggjum áherslu á að telja langreyði og okkar tilfinning er sú að stofninn sé nálægt sögu- legu hámarki.“ Í talningunni að þessu sinni er tekin upp sú nýjung að hvalahljóð eru hljóðrituð samhliða. Þess er vænst að hljóðupptökurnar gefi betri upplýsingar um þéttleika ýmissa hvalategunda sem illa sjást með berum augum. Þetta á sérstak- lega við um smáhveli og stærri hvali sem kafa djúpt og lengi, til dæmis búrhval og ýmsar tegundir svínhvala. Bundnar eru vonir við að þessi nýja tækni leiði til fyrsta raunhæfa mats á fjölda búrhvala á svæðinu. Söngur hvala nýttur til stofnstærðarmats Sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar telur ástand hvalastofna gott. Umfangs- mestu hvalatalningu allra tíma er að ljúka. Verkefnið er fjölþjóðlegt og nær yfir 1.600 þúsund fermílur. Hljóðupptökur eru nýttar við talninguna. „Svona hundur lifir ekki vet- urinn af nema hann sé innan- dyra,“ segir Björn Styrmir Árna- son hundaatferlisráðgjafi. „Tegundin er hárlaus og hefur enga vörn gegn kulda og bleytu. Svo hefur hún verið ræktuð þannig gegnum árin að hún hefur misst náttúrulega hæfni sína til að bjarga sér,“ segir hann. Lúkas leggi sér því líklega til munns hvað eina sem að kjafti kemur, jafnvel rusl og skít. Þá sé ekki lengi að bíða ormasýkinga. Hundsins hefur verið saknað síðan við maílok. Hann var sagð- ur hafa verið drepinn á Akureyri um miðjan júní. Eigandi hans sá síðan til hans um síðustu helgi í Hlíðarfjalli, en hundurinn forðast mennina sem heitan eldinn. Björn telur hundinn hafa orðið fyrir miklu sálrænu áfalli, fyrst hann haldi sig svo langt frá mann- fólki. „Þegar hungrið sverfur að hjá þeim þá er það yfirleitt það fyrsta sem þeir gera að sækja til manna eftir öryggi og mat og hlýju,“ segir hann. Þessi mikla fælni Lúkasar bendir til þess að eina úrræðið sé að fanga hann. „Fyrst hann er svona fráhverfur er ekki hægt að hefja endurhæfingu nema maður viti hvar hann er og geti gefið sér góðan tíma til að komast í námunda við hann. Þetta er nán- ast eins og að eiga við villt dýr, það þarf að yfirbuga óttann.“ Lúkas lifir ekki veturinn af Framlag Íslendinga til flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) verður tvöfaldað á næsta ári. Þetta þýðir að íslenska ríkið greiðir 28 milljónir til hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra tilkynnti þetta á hádegisverð- arfundi sem framkvæmdastjóri UNRWA, Karen Koning AbuZayd, bauð henni til í gær. Jafnframt sagði Ingibjörg að íslenska ríkið myndi leggja fram fé til kvennamiðstöðvar palestínsku flóttamannabúðanna í Shufak. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, tvöfaldaði einnig framlag ríkisins til flóttamannahjálpar- innar þegar AbuZaid kom í heimsókn til Íslands í mars síðastliðnum. Ferðinni til Palestínu og Ísraels er nú lokið og liggur leið ráðherrans þá til Jórdaníu. Flóttamenn fá tvöfalt meira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.