Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 2
MS drykkjarvörur í ferðalagið
MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir
af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í
handhægum umbúðum í næstu verslun.
Tvær tegundir marflóa
sem lifa í grunnvatni hafa lifað
hér á landi lengst allra dýrateg-
unda sem vitað er um. Þetta eru
jafnframt einu lífverurnar sem
finnast hérlendis en hvergi annars
staðar í heiminum, en þær virðast
aðallega lifa í uppsprettum og neð-
anjarðarlindum.
Þeir Bjarni K. Kristjánsson,
dósent í þróunarvistfræði við
Hólaskóla, og Jörundur Svavars-
son, prófessor í sjávarlíffræði við
Háskóla Íslands, skrifuðu grein
um þessa elstu frumbyggja lands-
is sem mun birtast í ágústhefti
hins virta vísindarits American
Naturalist.
Bjarni fann fyrri tegundina í
Þingvallavatni árið 1998. Hún fékk
latneska heitið Crymostygius
thingvallensis, og er því nefnd
eftir fundarstaðnum. Síðari teg-
undin fannst nokkru síðar, árið
2001, einnig í Þingvallavatni.
„Ég rannsaka aðallega fiska og
var að leita að hornsílum, en fann
þessi kvikindi fyrir tilviljun,“
segir Bjarni. Tilviljunin hefur svo
heldur betur undið upp á sig.
„Þarna erum við að sjá lífverur
sem eru að kalla má innlendar,
sem finnast bara hér á landi, en á
Íslandi eru engar aðrar innlendar
lífverur,“ segir Bjarni.
Það sem þykir þó merkilegra en
það er að þarna er um nýja ætt
marflóa að ræða, sem hefur lík-
lega tekið milljónir ára til að þró-
ast frá næsta ættingja. Bjarni
segir þar skjóta skökku við þar
sem áður hafi verið talið að síð-
asta ísöld hefði útrýmt öllum líf-
verum stærri en bakteríum hér á
landi fyrir tíu þúsund árum.
Nú hafa Bjarni og Jörundur sett
fram þá kenningu að skýringar á
þessu séu þær að marflærnar hafi
lifað ísöldina af. Tegundin gæti
mögulega verið um 40 milljón ára
gömul, frá þeim jarðsögulega tíma
þegar grunnvatn frá Grænlandi
blandaðist síðast grunnvatni sem
svo barst til Íslands.
Sé kenning íslensku vísinda-
mannanna rétt hafa þeir fyrstir
manna sýnt fram á að lífverur
stærri en bakteríur hafi lifað af
undir jökulhellu ísaldarinnar.
Bjarni segir það líklega tengjast
jarðhitanum, þessir íslensku
frumbyggjar hafi væntanlega
lifað af í grunnvatninu vegna
hitainnstreymis neðanjarðar.
Bjarni telur nær útilokað að
marflærnar hafi borist hingað
eftir ísöldina. Tegundin hafi
hvergi annars staðar fundist, lifi
aðeins í ferskvatni, dreifi afar
hægt úr sér, og geti ekki borist lif-
andi með fuglum. Tíminn sem lið-
inn sé frá ísöldinni sé einnig of
skammur til þess að ný ætt lífvera
þróist.
Grunnvatnsmarflær
frumbyggjar Íslands
Íslenskir vísindamenn fundu tvær nýjar tegundir marflóa sem virðast hafa ver-
ið hér á landi lengst allra lífvera. Eru einu dýrin stærri en bakteríur sem lifðu
af undir íshellu síðustu ísaldar. Jarðhiti í grunnvatninu varð marflónum til lífs.
Þrír ungir drengir
unnu skemmdarverk á bygginga-
svæði á höfuðborgarsvæðinu á
fimmtudag. Höfðu þeir brotið ljós
í vinnutæki og við kaffiskúr og
kastað grjóti í rúður svo að
sprungur mynduðust. Þá höfðu
drengirnir skvett málningu á
íbúðarhús í nágrenninu auk þess
sem krotað hafði verið á veggi.
Að sögn lögreglu vaknaði fljótt
grunur um hvaða drengi var að
ræða, en þeir eru allir á barna-
skólaaldri. Mál drengjanna
þriggja verður sent barnavernd-
arnefnd.
Brutu ljós og
köstuðu grjóti
Ráðgjafar á vegum Rann-
sóknarnefndar flugslysa í Frakk-
landi komu til landsins í gær til að
liðsinna við rannsókn á flaki
þyrlunnar TF-SIF, sem er franskr-
ar gerðar. Um er að ræða sérfræð-
ing frá framleiðenda flotholtanna
sem þyrlan var útbúin og frá
hreyflaframleiðandanum TurboM-
eca.
Bragi Baldursson, aðstoðarfor-
stöðumaður RNF, segir að rann-
sóknin beinist að hreyflum og
kerfum vélarinnar. Ekki er búið að
einangra ástæðu þess að vélin
missti afl, með þeim afleiðingum
að hún þurfti að nauðlenda. Rann-
sókn á hljóðrita vélarinnar stend-
ur yfir en niðurstöðu er að vænta í
næstu viku.
Landhelgisgæslan bauð björg-
unarmönnunum á Einari Sigur-
jónssyni, björgunarskipi Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar, til
grillveislu á fimmtudagskvöld, í
þakklætisskyni fyrir björgun
áhafnar TF-SIF og gott samstarf í
gegnum tíðina. Mikil eftirsjá er að
þyrlunni, sem hefur frá árinu 2000
farið í 365 útköll, flutt og bjargað
225 manns og flogið samtals 440
klukkustundir við leitar-, björgun-
ar- og sjúkraflug. Áhöfnin á TF-
SIF fór sína fyrstu flugferð eftir
slysið í gær á TF-EIR, en þyrlurn-
ar eru sömu tegundar.
Rannsaka flotið og hreyflana
Utanvegaakstur er viðvarandi vandamál í
Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, og dæmi um spjöll
sem unnin eru af ásetningi. Þjóðgarðsvörður
biðlar til ökumanna að aka ekki utan vega.
Fram kemur í tilkynningu frá þjóðgarðinum að
mörg sár hafi myndast eftir utanvegaakstur í
sumar, og þau grói seint. Í sumum tilvikum sé ef
til vill hugsunarleysi eða ónógum merkingum um
að kenna. Fyrirhugað sé að bæta merkingar í
tengslum við vegagerð fyrir Snæfellsjökul, en
lagning slitlags standi nú yfir. Framkvæmdum
eigi að ljúka árið 2009.
Merkingum hefur verið bætt við í sumar til að
loka slóðum sem ekki má aka vegna gróðurvernd-
ar, segir í tilkynningunni. Dæmi séu um að þessir
staurar séu sparkaðir niður og spjöll unnin í
nágrenninu með hringspóli, og verði ekki annað
séð en að um ásetning til að vinna spjöll sé að
ræða.
Það eru einkum ökumenn bifreiða sem valdið
hafa spjöllum í sumar, en það heyrir til undan-
tekninga að skemmdir séu vegna aksturs bifhjóla
og fjórhjóla.
Spóla í hringi utan vega
Gunnar, er komin álbræðsla í
Fossvoginn?
George W. Bush
Bandaríkjaforseti undirritaði í
gær nýjar reglur um yfirheyrslur
grunaðra hryðjuverkamanna.
Samkvæmt nýju reglunum er
bannað að beita grimmilegum eða
ómannúðlegum yfirheyrsluaðferð-
um, niðurlægja fanga eða misbjóða
trú þeirra.
Bandaríkjamenn hafa sætt
harðri gagnrýni fyrir að beita
harkalegum yfirheyrsluaðferðum
á fanga sem grunaðir eru um aðild
að hryðjuverkum. Bush hefur hins
vegar þráfaldlega neitað því að
þessar umdeildu yfirheyrsluað-
ferðir geti talist pyntingar.
Hann vildi þó ekki útskýra
nákvæmlega hvaða aðferðir væru
nú bannaðar, né heldur hvað væri
leyfilegt.
Nýjar reglur
um yfirheyrslur
Ný stjórn Hitaveitu
Suðurnesja var skipuð á fyrsta
stjórnarfundi fyrirtækisins eftir
eignarhaldsbreytingu í gær.
Fjórar breytingar urðu á
stjórninni; Ásgeir Margeirsson og
Jón Sigurðsson eru fulltrúar
Geysis Green Energy, Guðbrandur
Einarsson kemur inn fyrir Björn
H. Guðbjörnsson sem fulltrúi
Reykjanesbæjar og Harpa
Gunnarsdóttir fyrir Orkuveitu
Reykjavíkur.
Auk þeirra sitja áfram Björk
Guðjónsdóttir og Árni Sigfússon,
stjórnarformaður, fyrir Reykja-
nesbæ og Gunnar Svavarsson sem
fulltrúi Hafnarfjarðar.
Ný stjórn Hita-
veitu Suðurnesja
Skákmót var haldið á Litla-
Hrauni í gær þar sem gestir öttu
kappi við heimamenn. Sautján
keppendur voru á mótinu og
meðal gesta var Björgvin G.
Sigurðsson viðskiptaráðherra.
„Þetta var stórskemmtilegt mót
þar sem voru margir mjög
sterkir skákmenn. Flestir þeirra
voru mun færari en ég,“ sagði
Björgvin. „Þetta var annað
skákmótið mitt á Litla-Hrauni og
ég hlakka til að koma næst.“
Mótin á Litla-Hrauni hófu göngu
sína árið 2004. Þau eru haldin
hálfsmánaðarlega og hafa tugir
heimamanna tekið þátt auk
fjölda gesta. Heimamenn hafa
stofnað taflfélag á Litla-Hrauni
og ber það nafnið Frelsinginn.
Fangarnir betri
en ráðherra