Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 20
M ér líður ákaf- lega ófrískri allt í einu, orðin andstutt og stirð. Ég er komin 25 vikur á leið, ég fletti því upp í gær, ann- ars hef ég aldrei spáð mikið í að telja þetta, veit bara að ég er sett í október,“ segir Kristín Soffía og jánkar því að þetta sé erfiðara nú í þriðja skiptið en hin fyrri tvö. „Jú, ég er eiginlega farin að halda það. Nema það sé þessi mekanismi, sem lætur mann gleyma erfiðleik- unum strax og stuðlar að frekari fjölgun í heiminum, sem sé að virka svona vel á mig. Maður man bara ekki eftir neinu slíku.“ Kristín Soffía er í þeim töluðu orðum farin að horfa girndaraug- um á upptökutæki blaðamanns og viðurkennir að hana langi svolítið í slíkt tæki. Væri hreint fyrirtak að geta tekið upp allt það sem þarf að stússast daginn eftir, jafnóðum og maður man það. „Óli notar svona tæki mikið og tekur jafnvel upp það sem hann dreymir,“ segir hún og bætir við að hún myndi að vísu nota tækið til allt annarra og mun praktískari hluta – enda segir hún þau hjón ekkert sérstaklega lík. „Já, hvernig þá? Ja, ætli ég sé ekki bara mjög þægileg mann- eskja að búa með,“ segir hún kank- vís. „Ég get heldur ekki ímyndað mér hvernig á að vera pláss fyrir tvo mjög sérvitra einstaklinga í einni og sömu fjölskyldunni.“ Kristín Soffía var líka þægilegt barn. Og hagaði sér fljótt eins og skynsöm fullorðin ráðskona, 9 ára gömul. Enda elst í fjögurra syst- kinahópi og átti þrjá yngri bræður sem hún gætti meðan foreldrarnir unnu úti. Fyrst í Vesturbæ Reykja- víkur en svo í Kópavogi, með stuttri viðkomu í Breiðholti. „Ég varð mjög fljótt fullorðin, ef svo má segja, þetta var mikil ábyrgð. Manni var treyst og rætt við mann sem væri maður fullorðinn.“ Þrátt fyrir barnapössun sem hefði dugað mörgum fyrir lífstíð hafði það ekki slík áhrif á Krist- ínu. „Ég var held ég líka bara eitt- hvað pínu klikkuð þegar ég var yngri. Ég lék mér mikið með dúkk- ur og stalst í fata- og bleiupokana hennar mömmu, tók vagninn og skundaði með það hafurtask úti um allan bæ. Ég sló þvílíkt um mig, þóttist eiga þetta allt saman og mín heitasta ósk var að í vagn- inum væri alvörubarn, sem ég ætti. Ef ég sá einhvers staðar bíl keyra framhjá sem var fullur af barnabílstólum, barnadóti, vögn- um og slíku hugsaði ég með mér að þetta hlyti bara að vera ham- ingjan. Ég skil ekki hvaðan þetta kemur. Ég ætti að hafa fengið algert ógeð eftir að hafa passað þrjá yngri bræður.“ Þegar fullorðinárin komu breyttist draumurinn um dúkkur í drauminn um fjölskyldu og barna- mergð. „Jú, það var minn draum- ur. Óli hefur ekki á sama hátt kannski haft það sem fantasíu að eignast mörg börn, já nema nú í seinni tíð – þegar mér sjálfri finnst nú bara komið gott. En ég veit það af eigin raun að það er ómetanlega skemmtilegt og fjörugt að eiga stóra fjölskyldu.“ Úr Kópavoginum lá leiðin í Versló en Kristín kláraði þar verslunar- prófið og útskrifaðist svo af mála- braut í Ármúla. Einhvers staðar á milli Versló og Ármúla hitti hún Óla. Á sumarnóttu fyrir utan Gauk á Stöng. Hún var þó búin að vita af honum síðan á fermingaraldri og hafði meira að segja lent í því að fólk henni kunnugt sagði henni að hún „yrði nú að kynnast honum Óla“. „Rétt eftir fermingu var ég stödd í stórri veislu heima hjá ömmu og afa sem haldin var fyrir starfsmenn forsætisráðuneytis- ins, en afi var þar ráðuneytis- stjóri. Í veislunni var þar staddur forsetaritarinn og eiginkona hans. Hún átti þennan frænda – Ólaf Stefánsson – og hún pikkaði í manninn sinn og sagði svo ég heyrði: Sérðu þessa stúlku hérna, hún verður að kynnast honum Óla frænda. Þá vissi ég ekkert hver hann var en hún sagði mér að hann byggi í Kópavogi hjá ömmu sinni og afa og ég varð strax mjög for- vitin. Upp úr þessu fór ég að fara í göngutúra á öllum tímum sólar- hings, framhjá húsinu hans Óla, en aldrei sá ég þessum strák bregða fyrir.“ Nokkrum árum síðar var Krist- ín Soffía stödd á leik milli Vals og HK en hún er af mikilli handbolta- fjölskyldu og æfði sjálf handbolta í ein níu ár (þótt Óli hafi að vísu aldrei séð hana spila enda bannaði hún honum að koma á leiki). Þenn- an dag var Kristín í Valsheimilinu með föður sínum, sem þá var for- maður HK, og allt í einu hnippir faðir hennar í hana. „Pabbi bendir á Óla og segir: „Sjáðu þennan þarna, litla og mjóa, er hann ekk- ert málið fyrir þig?“ Þá var ég að byrja í Versló, á leiðinni á skóla- ball og var auðvitað bara skotin í allt öðrum. En svo bara hittumst við þarna, tveimur árum síðar, og þá hafði ég einhvern veginn alltaf vitað hver hann var. Hann var þarna með vini sínum sem ég þekkti og það er kannski undar- legt að segja það en ég vissi bara einhvern veginn að hann yrði minn. Horði á hann og hugsaði: Já, ókei, svo þetta er maðurinn sem ég á að giftast. Enda virðast fleiri hafa vitað það en ég. Og síðan þá höfum við bara alltaf verið saman,“ segir Kristín og telur með blaðamanni að árin séu þá orðin 15 sem þau hafa deilt saman. Við tók ævintýrið sem Kristín lifir enn. „Við hófum búskap á Hofteigi tveimur árum síðar, Óli reyndi við læknisfræðina og ég tók einn og hálfan vetur í uppeldis- og mennt- unarfræði. Þá lá leiðin til Þýska- lands. Og ég hlakkaði strax mikið til að flytja, upplifa frelsið og kynnast heiminum. Þótt gleðin hafi að vísu verið tregablandin því ég kveið því svolítið að fara frá fjölskyldu og vinum. En það liðu auðvitað ekki nema tveir mánuðir þar til mamma og pabbi og bræð- ur mínir voru komin í heimsókn og nú erum við búin að vera úti í 11 ár og enn líður okkur vel úti.“ Kristín segir þá tilfinningu að fara út þar sem enginn þekkir mann og hvorki í bankanum né annars staðar séu kunnugleg and- lit til að heilsa hafa í raun verið afar góða og mikið frelsi í henni fólgið. Vinskapur myndaðist þó fljótt og Kristínu þykir afar vænt um árin fimm í Austur-Þýskalandi, þar sem börnin hennar tvö, Helga Soffía og Einar Þorsteinn, fædd- ust. „Þótt þessum árum, milli tví- tugs og þrítugs, þegar maður var að eignast börnin sín og koma undir sig fótunum, hafi verið eytt í ljótustu borg heims, þá gerðust allir þessir skemmtilegu hlutir engu að síður þar. Staðurinn á stóran part í hjarta manns. Og lífs- reynslan af þessum stað var á heildina litið mjög jákvæð. Þótt ég hafi verið mjög glöð að flytjast svo til Spánar og kynnast menn- ingunni þar, enda kom á daginn að þar beið okkar mjög fjölskyldu- vænt, fjörugt og ótrúlega skemmti- legt líf.“ Fyrsta árið á Spáni var enginn sunnudagsbíltúr, meðfram því að hjálpa börnunum að aðlagast nýju umhverfi, skóla og leikskóla, tók Kristín lestina til Madríd til að sækja tíma í innanhússhönnun og eyddi þremur klukkustundum á dag í ferðalagið. „Flutningurinn og allt sem honum fylgdi tók á. Óli var óánægður með þjálfarann sinn, Einar svaf ekki, ég svaf ekki, brjálað að gera í skólanum, enginn í fjölskyldunni talaði tungumálið og öðru hverju leiddi ég hugann að því að við ættum bara að flytja Hann var þarna með vini sínum sem ég þekkti og það er kannski undarlegt að segja það en ég vissi bara einhvern veginn að hann yrði minn. Horði á hann og hugsaði: Já, ókei, svo þetta er maðurinn sem ég á að giftast. Heilsteypt á hliðarlínunni Kristín Soffía Þorsteinsdóttir er sú eiginkona sem hvað lengst hefur fylgt landsliðinu í handbolta. Í tólf ár hefur hún staðið á hliðarlínunni og stutt við bakið á einum ástsælasta íþróttamanni þjóðarinnar, Ólafi Stefánssyni. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við Kristínu Soffíu um 11 ára dvöl í útlöndum, fjölskylduást og nýjan erfingja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.