Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 14
L
júfur, traust-
ur, heiðar-
legur og dug-
legur eru
meðal orða
sem koma oft fyrir
þegar vinir og vanda-
menn Sigurðar Kristj-
áns Oddssonar þjóð-
garðsvarðar á Þing-
völlum eru beðnir að
lýsa honum.
Sigurður hefur
staðið í eldlínunni í
deilum um barrtré
sem stendur til að fella
í þinghelgi þjóðgarðs-
ins. Sigurður verður
seint sakaður um að
bera ekki virðingu
fyrir náttúrunni því
hann er mikill
náttúruunnandi sem
hefur gaman af útivist.
Ræktar skóg í frítíma
og hefur jafnframt
mikinn áhuga á sögu.
Því hentar starfið sem
þjóðgarðsvörður
honum einstaklega vel
sem og hann starfinu.
Sigurður fæddist á
Hafursá í Vallahreppi
en ólst upp á Akureyri
þar sem fjölskyldan
bjó í Helgamagra-
stræti. Tilheyrði hann,
ásamt bróður sínum
Guðmundi, því
brekkusniglum þegar
kom að kappleikjum
og stríði.
Að loknum grunn-
skóla lærði Sigurður
skipa- og trésmíði á
Akureyri og starfaði
sem smiður fram yfir
tvítugt er hann hélt til
Stokkhólms og lærði
tæknifræði. Að námi
loknu hóf Sigurður
störf sem tæknifræð-
ingur hjá Vegagerð-
inni. Því næst tók hann
við starfi bygginga-
fulltrúa Hafnarfjarðar.
Hann var einn af
stofnendum og
eigendum Tækniþjón-
ustunnar verkfræði-
stofu þar sem hann
starfaði í 25 ár eða til
ársins 1995 er hann tók
við starfi þjóðgarðs-
varðar og hefur gegnt
því starfi síðan. „Hann
fór fyrst og fremst í
þetta starf á Þingvöll-
um því náttúran þar
heillaði hann,“ segir
nákominn ættingi.
Sigurður er kvæntur
Herdísi Tómasdóttur
og eiga þau þrjú börn.
Tómas Már, verkfræð-
ingur og forstjóri
Fjarðaáls, er elstur.
Kristín Vilborg, leirlistakona og kennari, er í
miðjunni og yngst er Sigríður Björg listmálari
sem starfar að mestu í Glasgow.
Þau hjónin hafa í 25 ár verið í gönguklúbbi og
fara árlega í göngu um hálendið. „Þau hafa gengið
um þvert og endi-
langt Ísland,“ sagði
einn viðmælandinn. Á
veturna þykir þeim
gaman að skíða og
fara gjarnan norður
til Akureyrar á
heimaslóðir Sigurðar
og renna sér í
Hlíðarfjalli. Önnur
áhugamál Sigurðar
eru meðal annars
tónlist en hann
hlustar mest á
klassíska tónlist og
stundum djass.
Einnig hefur hann
gaman af sænskri
þjóðlagatónlist sem
hann kynntist á
námsárum sínum í
Svíþjóð.
Á uppvaxtarárun-
um á Akureyri var
Sigurður ötull í
skátastarfi ásamt því
að vera félagi í
Flugbjörgunarsveit-
inni. Það var einmitt í
gegnum vinkonu úr
skátunum sem hann
kynntist Herdísi fyrir
rúmum fjörutíu árum
síðan.
Sigurður og Herdís
eiga sumarbústað og
stunda þar skógrækt
af kappi. Þar er
Sigurður einnig með
smíðahús og ver hann
miklum tíma í að
byggja og bæta
bústaðinn. „Hann er
hættuleg fyrirmynd
að því leyti að hann
stoppar aldrei. Hann
hefur alltaf eitthvað
fyrir stafni. Er alltaf
að smíða eitthvað og
bæta og breyta,“
segir einn viðmæl-
andinn kíminn.
Til margra ára
hefur Sigurður verið
félagi í Rótarýklúbbi
Seltjarnarness þar
sem hann er mjög vel
liðinn að sögn félaga
hans úr klúbbnum.
Fyrir hönd klúbbsins
hefur hann meðal
annars tekið þátt í
viðhaldi Albertsbúðar
í Gróttu, síðustu
minjum útgerðar á
Seltjarnarnesi. Fyrr á
þessu ári fór Rótarý-
klúbburinn í
skemmtiferð til
Færeyja þar sem
Sigurður hlaut Paul
Harris-viðurkenningu
klúbbsins.
Hann þykir
einstaklega barngóð-
ur maður. „Barna-
börnin dýrka hann,“
segir fjölskyldumeðlimur. Sem uppalandi var hann
hreinn og beinn og vissi hvernig hann vildi hafa
hlutina. Jafnvel örlítið strangur en þó ávallt
sanngjarn. „Ef hann var búinn að ákveða hlutina
þá gilti það.“
Stundar skógrækt og
smíðar af kappi
Auglýsingasími
– Mest lesið