Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 30
hús&heimili
VÍNPOKINN eftir Josh Jakus er gerð-
ur úr ullarfilti. Pokinn er saumaður á hlið-
unum með gati sem verður að handfangi
þegar vínflösku hefur verið komið fyrir í pok-
anum. Jakus býr
til fleiri nytsama
hluti úr sama efni.
Til dæmis bakka í
líki eggjabakka og
veski.
www.joshjakus.com
OFURHETJAN VAN GOGH
Í versluninni Kisunni á Lauga-
vegi er hægt að fá skemmtilegar
en heldur óvenjulegar ofurhetjur.
Meðal annars þennan flotta Vinc-
ent Van Gogh sem hægt er að setja
í mismunandi stellingar auk þess
sem skipta má um haus á honum.
Þá fylgja honum ýmsir aukahlutir
eins og penslar og málverk.
hönnun
Forsíðumynd: Anton Brink tók þessa mynd af Díönu Bjarnadóttur á heimili sínu. Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105
Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is.
Auglýsingar: Ámundi Ámundason og Ásta Bjartmarsdóttir s. 5175724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Ökunám í fjarnámi !!!!
Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp
á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin
í tölvunni heima þegar þér hentar.
Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is
Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið
til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið.
Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum
Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl.
Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is
Þegar Díana og maður hennar, Árni Þór, fluttu heim
til Íslands frá Hollandi keyptu þau íbúð hérlendis án
þess að hafa skoðað hana. Vinkona Díönu sendi henni
grunnteikningar af íbúðinni, sem þá var verið að
byggja, og lýsti staðsetningunni og umhverfinu. Þetta
var nóg til að Díana og Árni keyptu íbúðina óséða.
„Við náðum að stoppa ferlið áður en búið var
að setja gólfefni, skápa og innréttingar í íbúðina
þannig að við fengum að hanna hana að innan eftir
eigin höfði,“ segir Díana en hönnun er eitt af hennar
aðaláhugamálum.
Meðal þess sem Díana breytti var að hafa enga
eiginlega skápa í íbúðinni. „Mér er illa við skápa og
vildi þess vegna fara aðra leið,“ segir Díana. „Við
erum til dæmis með fataherbergi í svefnherberginu
í stað skáps en það er draumur hvers kvennmans.
Svo erum við einnig með herðatré í vírum í stað fata-
skáps í anddyrinu.“
Á heimilinu kennir ýmissa grasa og hefur parinu
tekist einkar vel að blanda saman gömlum munum
og nýjum. „Mér finnst gaman að blanda saman per-
sónulegum munum tengdum þeim sem mér þykir
vænt um við þá tísku sem er í gangi núna,“ segir
Díana. „Góðir hlutir gerast líka hægt þannig að við
höfum verið að safna húsgögnum og klára íbúðina
jafnt og þétt.“
Á veggjum íbúðarinnar hanga nokkur málverk sem
Díana hefur málað sjálf. Löngunin til að mála kvikn-
aði í Hollandi þrátt fyrir að innblásturinn væri af ís-
lenskum toga. „Það er svo mikið flatlendi í Hollandi
að ég fór að sakna íslensku fjallanna,“ segir Díana.
„Þá kviknaði löngunin að byrja að mála fjöllin. Þess
vegna fékk ég mér striga og olíuliti og þetta hefur
verið áhugamál hjá mér síðan.“
tryggvi@frettabladid.is
Gamalt og persónu-
legt í bland við nýtt
Á heimili Díönu Bjarnadóttur og Árna Þórs Snorrasonar má finna fallega antíkmuni í
bland við nýstárlega hönnun. Veggina prýða málverk Díönu en löngunin að mála kviknaði
af söknuði eftir íslensku fjöllunum..
Díana Bjarnadóttir segir góða hluti gerast hægt og að henni
liggi ekkert á að sanka að sér húsgögnum.
Þessi skápurvar
í skrifstofuhús-
næði Árna Þórs en
þegar endurnýja
átti húsgögnin
þar var honum
boðið að hirða
skápinn. Í ljós
kom að skápurinn
er fágæt antík úr
einstökum við.
Í stað fataskáps
í anddyri Díönu
eru herðatré sem
hanga í vírum úr
loftinu. Skemmti-
leg og lifandi lausn
og eins og Díana
orðar það sjálf er
„aldrei drasl í þess-
um fataskáp“.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Borðstofuborðið er frönsk eik frá 18. öld. Fremst á myndinni
er gamall hollenskur stóll sem var fyrsta húsgagnið sem Díana
og Árni Þór keyptu. Hina stólana fékk Díana er hún var 17 ára
frá ömmu sinni.
21. JÚLÍ 2007 LAUGARDAGUR2