Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 58
Komin pressa á Íslandsmeistarana
Atli Sveinn Þórarinsson
batt vörn Vals vel saman í 2-0 sig-
urleiknum gegn Fram í vikunni.
Með stigunum þremur munar
aðeins tveimur stigum á Val og FH
á toppi deildarinnar.
„Það var ánægjulegast að halda
hreinu. Það er alltaf mikilvægt og
gerir leikinn vitaskuld auðveldari.
Það var kominn tími til að halda
hreinu aftur, það var orðið of langt
síðan síðast,“ sagði Atli en þetta
var í annað skipti í sumar sem
Valur heldur marki sínu hreinu.
Hitt skiptið var í markalausum
leik gegn Blikum 28. maí.
Atli hefur náð vel saman með
hinum skoska Barry Smith í hjarta
Valsvarnarinnar. „Það gengur
mjög vel hjá okkur en það má ekki
gleyma að við erum langt frá því
að vera tveir í þessu. Við Barry
tölum mikið saman, alltaf á ensku,
en ég er fyrsti maðurinn til að við-
urkenna að þetta er ekki allt eftir
orðabókinni hjá mér. Þetta er
svona íslensk-enska. Ég tala stund-
um í jördum en ekki metrum en
yfirleitt gengur þetta klakklaust
fyrir sig. Það næst varla orð á
íslensku upp úr Barry enn þá,“
sagði Atli brosmildur.
Atli bendir á að Valur geti skák-
að FH í næstu umferð og komist á
toppinn, í það minnsta í nokkra
daga. „Við eigum leik nokkuð á
undan FH og það væri gaman að
komast á toppinn. Það er ekki
langt síðan að tilkynnt var að þeir
hefðu verið á toppnum í mörg ár.
Það er þó bara ellefta umferð og
mótið vinnst ekki þar. Við eigum
erfiðan leik gegn Fylki en við
ætlum okkur auðvitað efsta
sætið,“ sagði Atli. FH hefur verið
á toppi deildarinnar samfleytt í 54
umferðir.
Atli segir að samhugur ríki á
Hlíðarenda um að velta FH-veld-
inu af stalli. „Já að sjálfsögðu, það
kemur ekkert annað til greina. Við
beitum samt bara alltaf gamla
góða lögmálinu og tökum einn leik
fyrir í einu. Mönnum hættir oft til
að rýna of mikið í töfluna á þessu
stigi. Núna er þetta bara í okkar
höndum, það er ekkert flóknara en
það. Það er vissulega bara
jákvætt,“ sagði Atli Sveinn sem er
á því að leikmannahópur Vals sé
svipaður og hópur FH-inga.
„Leikmannahópurinn okkar er
sterkur og breiður. Við erum til
dæmis að fá Bjarna Ólaf inn en að
missa Hafþór Ægi í meiðsli er
slæmt. Síðustu sex, átta leikina á
tveimur síðustu tímabilum höfum
við rétt átt í sextán manna hóp en
núna erum við með miklu fleiri
menn. Það er gulls ígildi. Þetta
þýðir meiri samkeppni og það er
engum hollt að vera öruggur um
sæti í byrjunarliðinu. Hjá FH
hefur komið maður í manns stað
undanfarin ár og árangurinn er
eftir því,“ sagði Atli.
Það er enn mikið eftir af mótinu
og eitt skref í einu er liður í upp-
byggingunni sem nú á sér stað á
Hlíðarenda. „Núna erum við með
21 stig og við verðum bara að sjá
til, vonandi verða þau orðin 24
eftir næsta leik. Einhvern tímann
voru Valsarar með 21 stig eftir
fyrri umferðina en féllu svo. Það
er ekkert öruggt í þessu móti,“
sagði Atli Sveinn Þórarinsson.
Atli Sveinn Þórarinsson er leikmaður 10. umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. „Þetta
er bara í okkar höndum núna,“ segir hann um framhaldið, en hann var sem klettur í vörninni gegn Fram.
Sammy Lee, stjóri
Bolton, hefur keypt fimm menn í
sumar, Jlloyd Samuel, Gavin
McCann, Danny Guthrie, Mikael
Alonso og nú síðast Heiðar
Helguson. Hann segist ætla að
kaupa fleiri leikmenn í sumar en
tekur jafnframt fram að hann
muni ekki halda framherjanum
Nicolas Anelka hjá félaginu, komi
stórlið með tilboð í Frakkann.
Lee er ánægður með að hafa
klófest Heiðar. „Ég er mjög
hrifinn af Heiðari. Hann er mjög
vinnusamur og skilur kröfur
úrvalsdeildarinnar. Hann hefur
mikla hæfileika og kemur með
aukin gæði í sóknina okkar, sem
verður lykilatriði fyrir okkur. Ég
hef alltaf verið aðdáandi viðhorfs
hans til leiksins og færni hans í
að skora mikilvæg mörk,“ sagði
Lee.
Hrósar Heiðari
í hástert
Körfuknattleiksmað-
urinn Jeb Ivey hefur samið við
þýska félagið Goettingen. Félagið
er nýliði í úrvalsdeildinni þar í
landi. Ivey hefur verið einn besti
leikmaður landsins undanfarin ár
en hann hafði þegar ákveðið að
fara frá Njarðvík.
Ivey var stigahæsti leikmaður
deildarmeistara Njarðvíkur á
síðasta tímabili en hann skoraði
19,5 stig að meðaltali í leik. Hann
var einnig stigahæsti leikmaður
liðsins í úrslitakeppninni.
Samdi við þýskt
úrvalsdeildarlið
Sveinn Elías Elíasson
hlaut 7272 stig og hafnaði í 10.
sæti í tugþrautarkeppni Evrópu-
móts 20 ára og yngri sem lauk í
Hengelo í gær. Þetta er besti
árangur sem Sveinn hefur náð frá
upphafi og 102 stigum meira en
hann náði á Norðurlandamótinu
fyrir mánuði. Þess má geta að
Norðurlandameistari 18-19 ára,
Lars Vikan Rise, hafnaði í 12.
sæti, 26 stigum á eftir Sveini. Það
má því með sanni segja að Sveinn
sé besti tugþrautarmaður
Norðurlandanna í þessum
aldursflokki.
Sveinn setti drengjamet í
stangarstökki í gær þegar hann
vippaði sér yfir 4,40 metra.
Þjóðverjar röðuðu sér í þrjú af
fimm efstu sætunum. Matthias
Prey hlaut 7908 stig og varð
Evrópumeistari.
Bætti eigið met
og varð tíundi
Spánverjinn Sergio Garcia
lék annan hringinn á opna breska
meistaramótinu á pari og hefur
tveggja högga forskot á hinn
sjóðheita K.J. Choi þegar tveir
hringir eru eftir.
Tiger Woods er hins vegar í
vandræðum eftir gærdaginn en
hann er orðinn sjö höggum á eftir
Garcia eftir að hafa leikið á
þremur höggum yfir pari í gær.
Garcia með tvö
högg í forskot
Íslenska 19 ára landsliðið
tapaði 1-2 fyrir Danmörku á Kópa-
vogsvelli í gær í öðrum leik sínum
á Evrópumótinu. Íslenska liðið
fékk á sig mark í upphafi og lok
fyrri hálfleiks, missti fyrirliða
sinn meiddan af velli í lok fyrri
hálfleiks og þurfti síðan að spila
manni færri síðasta hálftímann.
Ungverski dómarinn Katalin
Kulcsár stal senunni í leiknum.
Hún dæmdi kolrangt víti á íslenska
liðið í lok fyrri hálfleiks og rak
síðan Rakel Hönnudóttur að því
virtist upp úr þurru. Kulcsár er
aðeins þremur árum eldri en stelp-
urnar og langt frá því að ráða við
verkefnið. Hún gaf Rakel fyrst
gult spjald en eftir að hafa skoðað
leikmanninn sem brotið var á gekk
hún til íslenska leikmannsins og
gaf henni rautt spjald þar sem
leikmaðurinn sem hún sparkaði
niður var alvarlega meiddur.
Stelpurnar gáfu danska liðinu
hreinlega eitt mark í forgjöf því
þær skoruðu sjálfsmark á 2. mín-
útu. Fyrirliðinn Guðrún Erla Hilm-
arsdóttir meiddist síðan illa þegar
hún átti að hafa brotið á dönsku
stelpunni innan vítateigs í lok
fyrri hálfleiks. Emma Madsen
skoraði úr vítinu með síðustu
spyrnu fyrri hálfleiks.
Fanndís Friðriksdóttir skoraði
langþráð íslenskt mark á 52. mín-
útu þegar lúmskt skot hennar
fyrir utan teig smaug framhjá
markverði danska liðsins. Eftir að
íslenska liðið varð manni færri á
62. mínútu varð lokakaflinn mjög
erfiður. Rakel var búin að vera
einn besti maður íslenska liðsins.
Stelpurnar gáfust þó ekki upp og
fengu nokkur ágæt færi til þess að
jafna leikinn.
Líkt og í fyrri leiknum var
gaman að fylgjast með ótrúlegri
vinnslu og yfirferð Söru Gunnars-
dóttur sem er í afar krefjandi hlut-
verki í íslenska liðinu. Baráttan er
til fyrirmyndar hjá liðinu en upp-
skeran ekki í samræmi við hana.
Íslenska liðið verður í neðsta
sæti hvernig sem fer í lokaleikn-
um en þar mæta stelpurnar Þjóð-
verjum sem tryggðu sér sigur í
riðlinum með 2-0 sigri á Noregi.
Það var ljóst að það þurfti allt að
falla með liðinu ætluðu þær sér að
ná eitthvað út úr sínum leikjum á
þessu sterka móti og sú hefur svo
sannarlega ekki verið raunin.
Úrslit fyrsta leiksins gáfu ekki
rétta mynd af leiknum og með
eðlilegri dómgæslu áttu íslenska
liðið að fá miklu meira út úr leikn-
um í gær.
Gaf gult en breytti því í rautt