Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 24
Barnshafandi konur ættu alltaf
að nota bílbelti. Meðgöngubíl-
belti veita ekki aukna vernd.
Loftpúðar vernda alla öku-
menn og farþega, þar með talið
verðandi mæður.
Volvo er einn fárra framleiðanda,
ef ekki sá eini, sem hannað hefur
sérstaka óléttudúkku til að nota í
öryggisrannsóknum. Dúkkan er
kölluð Linda og er hún hönnuð til
að gefa sem réttustu mynd af
áhrifum áreksturs á konu og fóst-
ur á síðari stigum meðgöngu.
Þær niðurstöður sem fengist
hafa með hjálp Lindu sýna svart á
hvítu mikilvægi bílbelta og mikil-
vægi þess að nota þau rétt. Hafa
skal sætið þannig stillt að barns-
hafandi ökumaður sé eins langt
frá stýrinu og mælaborðinu og
mögulegt er en þó verður hann að
eiga auðvelt með að ná í stjórn-
stigin í gólfi.
Toga skal mjaðmabeltið yfir
lærin og skorða það vel allra
neðst við mjöðmina þannig að það
styðji við bæði mjaðmagrindar-
beinin. Svo skal toga beltið þétt
upp að líkamanum. Gæta skal
þess að mjaðmabeltið haldist
kyrrt en dragist ekki upp á mag-
ann.
Axlarbeltið á að liggja yfir
bringuna milli brjóstanna þétt
upp við ökumann. Aldrei má setja
axlarbeltið undir handlegginn eða
aftur fyrir bak, það getur skaðað
bæði ökumann og barn.
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram að svokölluð beltisstýring,
eða meðgöngubílbelti, eru ekki
öryggisbúnaður. Hlutverk þeirra
er að veita þægindi, ekki vernd.
Samkvæmt rannsóknum heldur
neðri hluti meðgöngubílbeltis
ekki við árekstur. Búnaðurinn er
einfaldlega ekki nógu sterkur til
þess.
Loftpúðar veita öfluga vernd
fyrir óléttar konur. Þess skal þó
gæta að hafa sætið alltaf eins aft-
arlega og mögulegt er, eða sem
lengst frá púðanum, til að gæta
fyllsta öryggis.
Þeir sem vilja kynna sér öryggi
vanfærra kvenna og barna í bílum
geta skoðað niðurstöður Volvo á
www.volvocars.co.uk/childsafety.
Öryggi barnshafandi
kvenna í umferðinni
Opel Antara er kominn til landsins.
Opel hefur sent frá sér nýjan jeppling, Opel Antara. Jepplingur er
með 2,0 lítra dísilvél sem skilar 150 hestöflum og 320 Nm togi.
Opel Antara er ætlað að vera þægilegur ferðabíll. Hann er frekar
hár miðað við jepplinga, farangursgeymslan er 420 lítra en henni er
hægt að breyta í 1.420 lítra með því að fella niður aftursætin.
Opel Antara ætti einnig að ráða vel við flestar gerðir hjól- og felli-
hýsa því dráttargeta bílsins er 1.700 kg.
Fyrstu bílarnir eru komnir í hús hjá Ingvari Helgasyni og eru þeir
í cosmo-útfærslu. Bíllinn kostar 3.890.000
krónur.
Jepplingurinn Opel
Antara kominn
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið