Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 22
Tveir unglingar og ófyrirleitin hegðun þeirra hafa ratað í fjölmiðla á undanförnum vikum. Annar er fimmtán ára drengur sem nýverið hlaut tuttugu mánaða fangelsisdóm fyrir ýmis afbrot, sum mjög alvar- leg. Það er þyngsti dómur sem svo ungt barn hefur hlotið hérlendis svo vitað sé. Hann situr nú í gæslu- varðhaldi fyrir að hafa höfuðkúpu- brotið leigubílstjóra með hamri í lok apríl og gæti átt von á ákæru fyrir tilraun til manndráps. Hitt ungmennið er fjórtán ára gömul stúlka sem lögregla hafði fyrst afskipti af átta ára gamalli. Hún réðst hrottalega á tvær jafn- öldrur sínar við Smáralind á þriðju- dag fyrir hálfri annarri viku og veittist harkalega að lögreglu við handtöku. Hún stærði sig af árásun- um á bloggsíðu sinni og virðist algerlega laus við eftirsjá. Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Mót- orsmiðjunni, kippir sér ekki sér- staklega upp við að heyra sögurn- ar af ungmennunum tveimur. „Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur. Það er fjöldinn allur af svona gutt- um á götum Reykjavíkur, það er staðreynd. Hópurinn fer svo ört stækkandi eftir fjórtán ára aldur.“ Mummi hefur unnið með vandræð- aunglingum í fjórtán ár og þekkir heiminn því betur en margur. „Ég man eftir svona þungavigtarbolt- um fjórtán ára sem svifust einskis. Fólk var limlest og lamið og þeir bara komust upp með þetta lengi.“ Þegar fregnir berast af svo alvar- legum brotum af hendi barna vakn- ar sú spurning hverju sé um að kenna þegar barn leiðist út á slíka braut. Ólöf Ásta Farestveit, uppeld- is- og afbrotafræðingur, segir upp- eldisþáttinn vega þar þyngst. „Þegar börn eru tilfinningasnauð, gagnvart umhverfinu og lífi, hvort heldur sem um ræðir dýr eða menn, þá skortir þau ákveðna siðferðiskennd sem við fáum bara í uppeldi.“ Hún segir mörg börn búa við aðstæður sem eru þeim ekki bjóðandi. „Þar af leiðandi, þegar þú hefur ekki aga og aðhald gagnvart börnunum, og þau eru svona afskiptalaus í umhverf- inu, þá er voðinn auðvitað vís.“ Ólöf segir að mikil áföll sem börn verða fyrir í æsku einnig geta orsakað persónuleikaröskun. „Það eitt og sér getur vissulega hrundið af stað röð tilfinningaatvika hjá barni. Þá er mikilvægt að grípa fljótt inn í.“ Hugo Þórisson barnasálfræðing- ur, er sammála því að allt eigi þetta rætur í uppeldinu. Hann segir þó afþreyingariðnaðinn einnig eiga sök á vandanum. „Það eru svo marg- ir sem vilja hafa áhrif á börnin í þessu þjóðfélagi. Maður sér kvik- myndir verða sífellt hryllilegri og í afþreyingarbransanum, sjónvarpi, kvikmyndum og tölvuleikjum, virð- ist vera samkeppni í gangi um að ganga fram af fólki. Ef foreldrar eru ekki á vaktinni og leiðbeina börnunum og sýna þeim umhyggju þá verða þeir undir í baráttunni um athygli þeirra.“ Að mati Mumma og Ólafar þarf að grípa mun fyrr inn í þegar börn sýna af sér andfélagslega hegðun. „Átta ára stelpa sem rústar skóla – af hverju stoppaði málið hennar ekki þar?“ spyr Mummi. „Hvar er öryggisnetið? Það á ekki að bíða þótt börnin lofi því að vera til friðs. Bara það að barn hnupli úr búð á að hafa afleiðingar. Þá á strax að grípa inn í.“ Ólöf segir að almenningur þurfi að vera duglegri við að tilkynna til Barnaverndarnefndar allar grun- semdir um að barn eigi við vanda- mál að stríða. „Samkvæmt 16. grein Barnaverndarlaganna höfum við tilkynningaskyldu sem almenningur. Okkur ber að láta vita ef við teljum að eitthvað sé að í lífi barns og það er hugsanlega á leið að eyðileggja líf sitt.“ Hægt sé að gera slíkt án þess að barnið fái að vita hver tilkynnti. Hún segir málin ekki þurfa að vera stór til að gefa tilefni til tilkynningar. „Fólk á frekar að tilkynna heldur en að bera þessa ábyrgð með sér og átta sig síðan á því fimm árum síðar að það hefði átt að gera eitthvað. Nefndin tekur svo ákvörðun um það hvort eitthvað skuli gera.“ Hugo er ekki í nokkrum vafa um hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir að börn þrói með sér alvarleg hegðunarvandamál. „Ég er búinn að segja það í aldarfjórðung; það þarf að styrkja fjölskylduna, styrkja foreldrana í uppeldi barna sinna og styðja við skólana. Það hefur ítrekað verið bent á þetta og því geta menn ekki verið hissa á því þegar ekkert hefur verið gert að við sitjum nú uppi með ekki minni vanda en áður.“ Hugo bendir á að öflug foreldrafræðsla gæti verið árangursrík forvörn. „Foreldrum er kennt um en ekki kennt, er setn- ing sem ég nota gjarnan. Ég hef tekið það sem dæmi að ef fólk fær sér hund og fer á námskeið í ala upp hundinn, þá fær það helmingsaf- slátt af öllum gjöldum. Ég hef stungið upp á því að ef foreldrar barns á leikskóla færu á foreldra- námskeið þá fengju þeir til dæmis helmingsafslátt af leikskólagjöld- um. Það þarf að gera svona fræðslu eftirsóknarverða.“ Ólöf bendir einnig á að verði barn fyrir alvarlegu áfalli í æsku þurfi tafarlausa hjálp sérfræðinga. „Oft heldur fólk að börn séu of ung fyrir svoleiðis. Skilji það ekki. Raunin er önnur.“ Hún segir að oft liggi rót vandans í fíkniefnaneyslu, og eftir að börn eða unglingar séu komnir á kaf í neyslu geti gengið erfiðlega að ráða við þá. Því sé brýnt að bregðast snemma við. „Barn sem er mjög erfitt í skóla og þess háttar, það eru ýmis úrræði sem hægt er að grípa til áður en þú missir það út í neyslu.“ Mummi gagnrýnir yfirvöld mjög fyrir úrræðaleysi í málaflokknum. „Félagsmálayfirvöld eru manna glöðust daginn sem þessir krakkar verða átján ára bara til að vera laus við þá út af borðinu,“ segir hann. „Hvernig getur unglingur eða eitt barn farið í gegnum skóla- kerfið, barnaverndarnefndir, félagsmálastofnanir og lögreglu- stöðvar ár eftir ár án þess að þeirra mál séu stoppuð. Það er stóra spurningin.“ Hann segir starfsfólkið þó gera sitt besta. „Það er ekki vont fólk sem starfar í þessum geira, þetta er pólitískum ákvörðunum og úrræðaleysi að kenna.“ Mummi segir að breyta þurfi lögum til að eiga við allra harðs- víruðustu afbrotaunglingana. „Það verða að vera til sérhæfðir dómar- ar eða unglingadómstóll sem tekur þessa krakka fyrir strax.“ Hann vill einnig að þeir séu umsvifa- laust teknir af vanhæfum foreldr- um. „Svo á líka að dæma foreldra fyrir vanrækslu ef börnin mæta til dæmis ekki í skólann í fleiri vikur.“ Hann segir að koma þurfi upp stað fyrir erfiðustu krakkana. „Það vantar betrunarheimili þar sem kjaftæði er ekki sýnt neitt umburð- arlyndi. Ég skoðaði svona heimili í Bandaríkjunum. Þar voru krakkar dæmdir inn og ef eitthvað kom upp á þá beið þeirra fangelsi. Með- ferðin var mjög ströng, það þýddi ekkert að kvarta yfir því að það væri kalt úti.“ Hugo er ósammála. „Við höfum þetta úrræði fyrir fullorðna og það heitir fangelsi. Ég held að endur- koma fanga sé það há að það sýni að það úrræði leiðir ekki til bættrar hegðunar. Ég held að það sé ekki það úrræði sem er mikilvægast að fá núna.“ „Við erum að smíða manneskjur hægri vinstri sem eiga eftir að vera inn og út úr fangelsum það sem eftir er. Þeir enda bara inni á Litla- Hrauni og fylgir endalaus kostnað- ur,“ segir Mummi. „Þessir krakkar koma til með að limlesta einhvern einhvern tíma ef þeir deyja ekki áður eða verða orðnir geðveikir.“ „Ég held og trúi því að það sé allt- af von,“ segir Ólöf. „Maður hefur séð fólk sem hefur verið það sem hægt er að kalla óalandi og óferj- andi allt sitt líf ná bata á fullorðins- árum. Það er alltaf hægt að hjálpa fólki ef það vill hjálpa sér sjálft.“ Hugo segir að þótt alltaf sé reynt til þrautar að hjálpa öllum, þá verði að horfast í augu við þá staðreynd að einhverjir muni alltaf sleppa í gegn. „Ég held að ekkert okkar vilji búa í þjóðfélagi þar sem við höfum það mikið vald yfir lífi einstaklinga að enginn rati þessa leið.“ Hvernig getur unglingur eða eitt barn farið í gegnum skólakerfið, barnaverndarnefndir, félagsmálastofnanir og lögreglustöðvar ár eftir ár án þess að þeirra mál séu stopp- uð. Það er stóra spurningin. Brýnt að grípa strax í taumana Mál tveggja harðsvíraðra brotamanna á barnsaldri hafa vakið talsverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. En hvernig leiðast börn út á slíka glapstigu? Hverju er um að kenna? Hvað má gera til að koma í veg fyrir að börn og unglingar velji þessa leið og hvernig er hægt að bjarga þeim af henni? Eru þau dæmd til að verja ævinni í fangaklefa? Stígur Helgason leitaði svara hjá fagfólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.