Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2007, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 21.07.2007, Qupperneq 52
Mikið hefur verið rætt um tísku í sambandi við tónlistarhátíðir eins og Glastonbury og Hróarskeldu en Kate Moss hefur sýnt okkur að vel er hægt að vera kúl í drullunni. Sama má segja um íslensku úti- legurnar. Hlífðarfatnaður hefur sjaldan talist gríðarlega töff en það er þó vel hægt að vera flottur í útilegunum. Þá er ekki verið að meina gler- fínn í háhæluðum og með greiðslu heldur meira svona „camp- ing chic“ sem er orð sem vantar alveg í tískuumræðuna. Ef skoðuð er Marc By Marc Jac- obs-línan fyrir veturinn 2005 þá má sjá að Marc litli hittir naglann á höf- uðið með sinni ást á fötum í mörg- um lögum. Sem sagt úlpa yfir peysu, yfir peysu, yfir bol, yfir kjól og belti utan um allt saman. Þykkar sokka- buxur, ullarsokkar upp úr stígvél- unum og jafnvel legghlífar yfir allt saman. Nokkrar ullarpeysur eru alveg málið, smart regnheldur jakki jafnvel dúnúlpa í trylltum lit, vind- buxur og svo bara klassísk gúmmístígvél eða túttur. Það er ekki seinna vænna að fara að velja fötin enda nálgast verslunar- mannahelgin óðfluga. Og hvað er jú mikilvæg- ara í útilegu en að vera „styl- ish“? Hekl á hug minn allan þessa dagana. Mig dreymir um að hekla heilu flíkurnar í alls kyns litum. Veit ekki alveg hvaðan þessi áhugi á hekli kemur en ég hef alltaf verið mikið fyrir prjónaflíkur. Veit fátt huggulegra en að kúra mig í stórri prjónapeysu á veturna. Sandra Backlund er dásamlegur tískuhönnuður sem einbeitir sér að prjónuðum og hekluðum flíkum. Hönnun hennar minnir helst á tryllta prjónaða skúlptúra sem er samt hægt að klæðast og eru ekkert nema dásemd á að líta. Einnig hefur hún heklað ótrúlega fallegar flíkur sem líkjast nærfötum og fá mig til þess að langa í heklað lífstykki. Veit ekki alveg við hvaða tilefni það myndi henta. Hönnun Söndru má skoða á heimasíðunni www.sandrabacklund.com en þar er hægt að skoða allar fyrri línur hennar. Ekki er hægt að tala um hekl án þess að minnast á hana Björk okkar sem sést í litríkum hekl-tryllingi á flestum myndum tengdum Volta plötunni nýju. Einnig hefur hún verið mynduð í svipuðum tryllingi sem er eins og nútíma útgáfa af íslensku lopapeysunni, í gömlu sauðalitunum eins og á meðfylgjandi mynd. Í gjörningahópn- um Icelandic Love Corporation eru heklmeistar- arnir á bak við flíkurnar en stúlkurnar í hópnum hafa sjálfar klæðst svipuðum flíkum á gjörn- ingaviðburðum. Ég er alveg sannfærð um að heklið sé að fara að taka yfir heiminn í nútíma- stíl og legg af stað hið fyrsta í hannyrðabúð. Trúi ekki öðru en að þar finnist allt fyrir heklið. Nýtískulegt hekl smáralind www.coast-stores.com afsláttur70% VERÐSPRENGJA af öllum útsöluvörum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.