Fréttablaðið - 21.07.2007, Page 52

Fréttablaðið - 21.07.2007, Page 52
Mikið hefur verið rætt um tísku í sambandi við tónlistarhátíðir eins og Glastonbury og Hróarskeldu en Kate Moss hefur sýnt okkur að vel er hægt að vera kúl í drullunni. Sama má segja um íslensku úti- legurnar. Hlífðarfatnaður hefur sjaldan talist gríðarlega töff en það er þó vel hægt að vera flottur í útilegunum. Þá er ekki verið að meina gler- fínn í háhæluðum og með greiðslu heldur meira svona „camp- ing chic“ sem er orð sem vantar alveg í tískuumræðuna. Ef skoðuð er Marc By Marc Jac- obs-línan fyrir veturinn 2005 þá má sjá að Marc litli hittir naglann á höf- uðið með sinni ást á fötum í mörg- um lögum. Sem sagt úlpa yfir peysu, yfir peysu, yfir bol, yfir kjól og belti utan um allt saman. Þykkar sokka- buxur, ullarsokkar upp úr stígvél- unum og jafnvel legghlífar yfir allt saman. Nokkrar ullarpeysur eru alveg málið, smart regnheldur jakki jafnvel dúnúlpa í trylltum lit, vind- buxur og svo bara klassísk gúmmístígvél eða túttur. Það er ekki seinna vænna að fara að velja fötin enda nálgast verslunar- mannahelgin óðfluga. Og hvað er jú mikilvæg- ara í útilegu en að vera „styl- ish“? Hekl á hug minn allan þessa dagana. Mig dreymir um að hekla heilu flíkurnar í alls kyns litum. Veit ekki alveg hvaðan þessi áhugi á hekli kemur en ég hef alltaf verið mikið fyrir prjónaflíkur. Veit fátt huggulegra en að kúra mig í stórri prjónapeysu á veturna. Sandra Backlund er dásamlegur tískuhönnuður sem einbeitir sér að prjónuðum og hekluðum flíkum. Hönnun hennar minnir helst á tryllta prjónaða skúlptúra sem er samt hægt að klæðast og eru ekkert nema dásemd á að líta. Einnig hefur hún heklað ótrúlega fallegar flíkur sem líkjast nærfötum og fá mig til þess að langa í heklað lífstykki. Veit ekki alveg við hvaða tilefni það myndi henta. Hönnun Söndru má skoða á heimasíðunni www.sandrabacklund.com en þar er hægt að skoða allar fyrri línur hennar. Ekki er hægt að tala um hekl án þess að minnast á hana Björk okkar sem sést í litríkum hekl-tryllingi á flestum myndum tengdum Volta plötunni nýju. Einnig hefur hún verið mynduð í svipuðum tryllingi sem er eins og nútíma útgáfa af íslensku lopapeysunni, í gömlu sauðalitunum eins og á meðfylgjandi mynd. Í gjörningahópn- um Icelandic Love Corporation eru heklmeistar- arnir á bak við flíkurnar en stúlkurnar í hópnum hafa sjálfar klæðst svipuðum flíkum á gjörn- ingaviðburðum. Ég er alveg sannfærð um að heklið sé að fara að taka yfir heiminn í nútíma- stíl og legg af stað hið fyrsta í hannyrðabúð. Trúi ekki öðru en að þar finnist allt fyrir heklið. Nýtískulegt hekl smáralind www.coast-stores.com afsláttur70% VERÐSPRENGJA af öllum útsöluvörum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.