Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 4
edda.is
Komin
í kilju!
Aðeins
1.290 kr.
Unglingabók
ársins 2006
Innflutningur á Saab
Bio-Power bifreiðum er til
athugunar hjá Ingvari Helgasyni
ehf. Bílarnir ganga fyrir etanóli
og rafmagni og er útblástur
koltvíoxíðs 90 prósentum minni
en í hefðbundnum bensínvélum.
Auk þess bindur hráefnið sem
notað er í etanólið koltvíoxíð við
ræktun.
Saab 9-3 og 9-5 Bio-Power
bifreiðarnar hafa náð 38 prósenta
markaðshlutdeild í sölu sparsam-
ari bíla í Svíþjóð. Að sögn Lofts
Ágústssonar, markaðsstjóra
Ingvars Helgasonar, kemur til
greina að flytja þá inn, fáist
olíufélögin til að selja etanól.
Íhuga að flytja
inn etanólbíla
Langstærsta samfellda átaki í
hvalatalningu sem nokkurn tíma hefur verið tekist á
við í heiminum lýkur í næstu viku. Hafrannsókna-
stofnun annast talningu á hafsvæðinu í kringum
Ísland. Þrjú skip sjá um talningu á djúpmiðum en
talningar á landgrunni Íslands eru úr lofti. 29 manns
af átta þjóðernum taka beinan þátt í íslensku
talningunni. Tilfinning talningamanna er sú að
hvalastofnarnir séu í góðu ástandi, eins og fyrri taln-
ingar hafa sýnt.
Gísli A. Víkingsson, hvalasérfræðingur á Haf-
rannsóknastofnun, hefur umsjón með hvalatalning-
unni um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni
sem er statt á Grænlandshafi, djúpt suðvestur af
Íslandi. „Við leggjum áherslu á talningu langreyðar
og okkar tilfinning er sú að stofninn sé nálægt
sögulegu hámarki.“ Gísli segir talninguna ekki hafa
gengið sem skyldi vegna þoku sem hefur verið
þaulsetin á svæðinu. „Við erum þó bjartsýn á að við
náum að fara yfir allt talningarsvæðið.“
Gísli segir að við talninguna að þessu sinni sé
tekin upp sú nýjung að hvalahljóð eru hljóðrituð
samhliða hefðbundinni talningu. Þess er vænst að
hljóðupptökurnar gefi betri upplýsingar um
þéttleika ýmissa hvala sem illa sjást með berum
augum. Þetta á sérstaklega við um smáhveli og
stærri hvali sem kafa djúpt og lengi. Spurður hvort
eitthvað hafi komið á óvart í talningunni í ár segir
Gísli að nefna megi að tvær höfrungategundir,
stökkull og rákahöfrungur, hafi sést mun norðar en
menn eiga að venjast.
Hvalatalningin er sú fimmta sem stofnunin
stendur að á tuttugu árum en áður voru hvalir taldir
árin 1987, 1989, 1995 og 2001. Eins og í fyrri
hvalatalningum er unnið í náinni samvinnu við
Færeyinga og Norðmenn. Nú eru Grænlendingar,
Kanadamenn og Rússar einnig þátttakendur í
talningunni, auk þess sem hún er samræmd talningu
við austurströnd Bandaríkjanna, og vesturströnd
meginlands Evrópu. Talningasvæði Hafrannsókna-
stofnunar nær frá Jan Mayen í norðri og frá
Grænlandi í vestri að landhelgismörkum Noregs í
austri.
Hvalastofnar taldir í
góðu ásigkomulagi
Tilfinning sérfræðings Hafrannsóknastofnunar er að hvalastofnar séu í góðu
ástandi. Stærsta samfellda átaki í hvalatalningu í heiminum er að ljúka. Ný
tækni er nýtt til að mæla stofna sem áður var erfitt að telja af nákvæmni.
Þeir Gordon Brown,
forsætisráðherra Bretlands, og
Nicolas Sarkozy Frakklandsfor-
seti stefna að náinni samvinnu á
næstu árum. Þeir ætla meðal ann-
ars að stilla saman strengi sína
gegn alþjóðlegri hryðjuverka-
starfsemi. Sömuleiðis ætla þeir að
vinna saman að lausn á hörmung-
um íbúanna í hinu stríðshrjáða
Darfúrhéraði í Súdan.
„Við Gordon Brown höfum
báðir vilja til þess að vinna saman
að öllum þeim málefnum sem við
ræddum um, styrkja tengsl Bret-
lands og Frakklands og taka sam-
eiginlega frumkvæði í málum,“
sagði Sarkozy að loknum fundi
þeirra í París í gær.
Sarkozy segir að þeir ræðist við
í síma næstum vikulega, og þeir
hafa ákveðið að hittast reglulega
til þess að bera saman bækur
sínar, meðal annars áður en leið-
togafundir Evrópusambandsins
eru haldnir.
Á fundi sínum í gær beindu þeir
athygli sinni sérstaklega að Dar-
fúrhéraði og hyggjast báðir ferð-
ast þangað í þeirri von að geta
hjálpað til við að koma á friði.
Báðir eru þeir Brown og
Sarkozy nýteknir við embætti,
hvor í sínu landi, en samskipti
forvera þeirra, þeirra Tonys Blair
og Chacques Chirac, einkenndust
oft af misjafnlega djúpstæðum
ágreiningi, meðal annars ágrein-
ingi um Íraksstríðið og Evrópu-
sambandið.
Ætla að vinna náið saman
Hæstiréttur hefur
staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð
Héraðsdóms Reykjaness yfir
Ívari Aroni Hill Ævarssyni,
einum tímenninganna sem
dæmdir voru í óskilorðsbundið
fangelsi 12. júlí fyrir ótal afbrot
undanfarið hálft ár.
Ívari var sleppt úr varðhaldi 2.
júlí og hóf þá strax að brjóta af
sér að nýju. Hann stal, reyndi að
brjótast inn og ók undir áhrifum
lyfja. Héraðsdómur úrskurðaði
hann aftur í varðhald til 13. ágúst.
Ívar hlaut þyngstan dóm allra í
hópnum sem dæmdur var 12. júlí,
eða þrjátíu mánaða fangelsi.
Losnaði út og
var tekinn strax
Maður um tvítugt
varð fyrir líkamsárás fyrir ofan
veitingastaðinn Sólon í Banka-
stræti aðfaranótt föstudags.
Maðurinn hafði átt í rifrildi við
annan inni á veitingastaðnum en
svo farið út. Hljóp árásarmaður-
inn þá á eftir honum og sló hann í
hnakkann svo hann féll í götuna.
Lét árásarmaðurinn það ekki
nægja heldur sparkaði af afli í
höfuð hans og forðaði sér svo á
hlaupum.
Vitni gátu gefið greinargóða
lýsingu á árásarmanninum og
náðist hann skömmu síðar. Hann
var handtekinn og gisti fanga-
geymslur en var látinn laus
síðdegis í gær að loknum
yfirheyrslum.
Sló, sparkaði og
hljóp í burtu
Fyrsti grænmetismarkað-
ur sumarsins verður haldinn í
Mosskógum í Mosfellsbæ í dag.
„Við erum nokkrir bændur úr
Þingvallasveit og Mosfellsdal sem
erum með markaðinn,“ segir Jón
Jóhannsson í Mosskógi.
Markaðurinn hefur skipað sér
sess í hugum Mosfellinga og fleira
fólks sem kemur reglulega til að
kaupa nýtt grænmeti. „Hingað
kemur mikið af fólki, sumir fá sér
sæti og spjalla saman. Við stefnum
að því að hafa grænmetismarkað á
hverjum laugardegi þangað til
uppskeran klárast.“
Fyrsta uppsker-
an komin
Árni Þór Sigurðsson,
borgarfulltrúi Vinstri grænna,
segist ekki andvígur því að
Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis
(SPRON) verði
gerður að
hlutafélagi.
Hann segir
aðstæður hafa
breyst síðan
hann lagðist
gegn áformum
um að gera
SPRON að
hlutafélagi fyrir
fjórum árum.
„Ég er sammála því sem
Guðmundur Hauksson sparisjóðs-
stjóri hefur sagt um að heilmiklar
breytingar hafi orðið í umhverf-
inu síðan fyrir fjórum árum,“
segir Árni. „Miðað við þessar
aðstæður þá er ég ekki andvígur
þessum breytingum.“
Fylgjandi hluta-
félagsvæðingu