Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 6
 „Niðurstaða ríkis- stjórnar var sú að það yrði horfið frá jarðgangahugmynd milli lands og eyja og þau áform lögð á hill- una,“ sagði Kristján Möller sam- gönguráðherra á blaðamanna- fundi í ráðuneyti sínu í gær. Þess í stað verður ný höfn tekin í notkun í Bakkafjöru, vestan Markarfljóts í Landeyjasandi, árið 2010. Höfnin mun þjóna nýrri ferju milli lands og Vestmannaeyja, sem kemur til með að fara sex til sjö ferðir daglega. Ferðin mun taka um þrjátíu mínútur, eða svipað og akstur um jarðgöng hefði tekið, að sögn Kristjáns. Kostnaður vegna nýs tengiveg- ar við þjóðveginn, nýrrar ferju og hafnargerðar er áætlaður 5,6 milljarðar króna. Herjólfur mun sigla fimmtán aukaferðir árlega þar til Bakka- fjöruhöfn verður tekin í gagnið og var gengið frá samkomulagi um það á símafundi forstjóra Eim- skips, fjármálaráðherra og sam- gönguráðherra í gær. Hin nýja ferja verður minni en Herjólfur og kemur til með að rýma 50 bíla og 250 farþega. Ferð- um verður á móti fjölgað umtals- vert. Þær eru nú 720 á ári, utan fimmtán væntanlegra aukaferða, en verða á bilinu 2.190 til 2.555 á ári. Ráðherrann sagði þetta gert í ljósi mikils kostnaðar við ganga- gerð og óvissu vegna jarðfræði- legra aðstæðna. Samkvæmt skýrslu Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen hefði kostnaður við jarðgöng verið á bil- inu 52 til 80 milljarðar króna. Einnig segir í skýrslunni að áhöld séu um hvort réttlætanlegt sé að grafa göng á svo jarðfræðilega virku svæði. Ný höfn byggð fyrir Vestmannaeyinga Horfið frá áformum um jarðgöng. Bakkafjöruhöfn og ný ferja tekin í notkun árið 2010. Farnar verða allt að 2.555 ferðir árlega. Áætlaður kostnaður er 5,6 milljarðar. „Til einskis að berja höfðinu við stein“ segir bæjarstjórinn í Eyjum. Hefur þér þótt framhaldssagan um hundinn Lúkas áhugaverð? Á skólafólk að fá frítt í strætó frekar en aðrir hópar? Óprúttnir aðilar hafa undanfarið gengið í hús og sagst vera að safna peningum á vegum Blindrafélagsins. Félaginu hafa undanfarið borist fyrirspurnir um hvort söfnun standi yfir á vegum þess. „Þetta eru nokkur símtöl og það er auðvitað hörmulegt þegar svona kemur upp,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins. Hann man eftir örfáum tilvikum þar sem svipuð mál hafa komið upp og vonast til þess að um einangrað dæmi sé að ræða. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur ekki fengið neinar til- kynningar um þessa fölsku söfn- un. Allt of algengt sé að fólk loki bara hurðinni á svona fólk og sleppi því að til- kynna um atvikið. Fólk verði einnig meyrt vegna þessa góða málstaðar og óprúttnir aðilar notfæri sér það. „Það er um að gera að skora á fólk að láta ekki blekkj- ast,“ segir Halldór. „Söfnunarfólk á okkar vegum er alltaf merkt. Annars fer megnið af okkar söfnunum fram í gegnum síma og póstdreifingu, við erum mjög lítið að ganga í hús,“ segir Halldór að lokum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort eða hvenær íröskum flóttamönnum verði boðið að leita skjóls á Íslandi. Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, ljáði upphaflega máls á þessum möguleika í heim- sókn sinni til Mið-Austurlanda. „Það er ekkert víst að það verði alveg á næstunni. Það verður bara tekið á þessum málum ef og þegar þau koma upp,“ sagði Ingibjörg að lokn- um ríkisstjórnarfundi í gærdag. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að um fjórar milljónir Íraka séu á vergangi. Óvíst um komu „Það er undarlegt ef umhverfisráðherra getur með einu pennastriki fellt umhverfis- mat úr gildi. Til hvers er þá verið að setja framkvæmdir í umhverf- ismat?“ segir Gunnlaugur Péturs- son verkfræðingur en hann hefur ásamt landeigendum, Náttúru- verndarsamtökum Íslands og Fuglaverndarfélagi Íslands ákveð- ið að höfða mál gegn fyrrverandi umhverfisráðherra sem sam- þykkti í janúar síðastliðnum lagn- ingu vegar um Teigsskóg sem Skipulagsstofnun hafði lagst gegn. Vegurinn er liður í endurbótum Vestfjarðavegar um sunnanverða Vestfirði. Gunnlaugur segir að allir sem hafi kannað umhverfis- áhrif framkvæmdarinnar mæli gegn henni en svæðið þykir ein- stakt fyrir náttúrulegan birkiskóg, fuglalíf og fornminjar. „Tillaga Vegagerðarinnar um veg um Hjallaháls er mun vænni. Sá vegur er ódýrari og umhverf- isáhrifin mun minni. Mér reikn- ast svo til að það væri jafnvel hægt að gera jarðgöng undir háls- inn fyrir sömu upphæð og kostar að leggja veginn um Teigsskóg,“ segir Gunnlaugur sem telur að ráðherra hafi orðið fyrir pólitísk- um þrýstingi frá Vesturbyggð. Fái úrskurður umhverfisráð- herra að standa má búast við að framkvæmdir verði boðnar út á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.