Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 60
Sumarið er tíminn sem karlmenn, líkt og konur, njóta þess að geta sprangað um fáklæddari en venjulega. Því miður býður þessi hlýinda- tími upp á þónokkur algeng tískumistök hjá hinu minna pjattaða kyni. 1. Sundskýlur. Þröngar Speedo-buxur eru hræðilegar, og síðar mynstraðar „sörf“-buxur eru næstum því jafnslæmar. Það eina sem gengur upp eru einfaldar stuttbuxur í klassískum litum. 2. Derhúfur. Einungis fyrir ameríska túrista. Alls ekki klæðilegar nema fyrir fjórtán ára unglingsstráka. 3. Snekkjustíllinn. Röndóttir jakkar með akkeri á og þvíumlíkt. Konur munu ekki falla fyrir þessu og halda að þú sért ríkur snekkju- eigandi. Mæli frekar með sjóræningjabúning ef þú ætlar að fara í grímubúning á annað borð. 4. Nekt. Ekki fara úr að ofan nema þú sért í sundi eða í garðinum heima hjá þér. Alls ekki. Sérstaklega ekki ef þú ert með gömul og ljót „tribal-tattú“ sem ættu ekki að komast í dagsljósið. 5. Skartgripir. Já, ég veit að David Beckham og Eiður Smári eru með demant í eyranu, en þetta er skelfilega ósmekklegt. Gleymdu líka brasilískum vinaarmböndum og hákarlatönnum um hálsinn. 6. Hlýrabolir. Þarf eitthvað að útskýra það frekar? 7. Engir sokkar við skó. Þetta er eitthvað ítalskt Rivíeru-lúkk sem er alls ekki að virka á Íslandi. Segir okkur konum ekkert nema … táfýla. 8. Íþróttasandalar. Eflaust þægilegir en skelfilega ósexí. Enn verri við hvíta sokka. 9. Ofgrillun. Enginn verður fallegur með svínslegan rauðbrúnan lit, hvað þá appelsínugulan. Sparaðu bæði sólina og gervibrúnkuna. Eflaust eru margir orðnir þreyttir á hrúgum af sumarvörum á útsölum í versl- unum bæjarins en fljótt fer að rofa til. Brátt fara haustvörurnar að streyma inn og þá er gaman að versla fyrir íslenskt veður. Fullt af notalegum prjónapeysum, treflum, hlýjum kápum og öðru. Einhvern veginn eru haustvörurnar alltaf aðeins gæðalegri en sumarvörurnar. Peter Jensen kynnti dásamlega fallega vetrarlínu í vor og sótti áhrif í dönsku endurreisnarprinsessuna Christinu. Um var að ræða skemmtileg snið, þykk efni og föla húð við rauð-appelsínugulan vara- lit. Einstaka fyrirsæta klæddist hettu sem virtist millivegur á riddaraklæðum og húfu með kattareyrum. Litirnir í flíkun- um voru muskulegir. Grár, brúnn, dökk- grænn og svartur og eflaust fara margir að verða þreyttir á neonlitunum og skipta yfir í klassískari liti líkt og Jensen sýndi í þessari fallegu línu. 2.000 1.000 ENN MEIRI VERÐLÆKKUN GALLABUXUR SKÓR VERÐDÆMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.