Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 10
Skoðanakannanir sýna
að æ fleiri Japanar vilja að stjórn-
arandstaðan vinni sigur í þing-
kosningunum, sem haldnar verða
á morgun. Shinzo Abe forsætis-
ráðherra og félagar hans í stjórn-
arliðinu róa nú öllum árum að því
að tryggja sér sigur, þótt sú bar-
átta líti ekki út fyrir að ætla að
bera mikinn árangur.
Kosið er um helming þingsæta í
efri deild þingsins, sem reyndar
er valdalítil. Stjórnarflokkarnir
hafa það sterkan meirihluta í neðri
deild þingsins, þar sem hin raun-
verulegu völd liggja, að kosning-
arnar á morgun breyta varla neinu
um stöðu stjórnarinnar. Hins
vegar gæti Abe þurft að segja af
sér ef tapið verður stórt.
Abe hefur lagt mesta áherslu á
tvö málefni í þessari kosningabar-
áttu; annars vegar lífeyrismál og
hins vegar umbætur í menntamál-
um.
Nokkur alvarleg hneykslismál
hafa dregið mjög úr trausti
almennings til stjórnarinnar. Ich-
iro Ozawa, leiðtogi stærsta stjórn-
arandstöðuflokksins, Demókrata-
flokks Japans, hefur heldur betur
grætt á þeim hneykslismálum og
gerir sér vonir um stóran kosn-
ingasigur.
Stjórnarflokkurinn hefur aðeins
verið að sækja í sig veðrið síðustu
daga, en það ætlar þó varla að
duga því samkvæmt skoðanakönn-
unum hefur fylgi Demókrata-
flokksins vaxið enn meir.
Abe berst fyrir lífi sínu
Unnt verður að
lækka félagsgjöld um 0,8 prósent
án þess að skerða þjónustu við
félagsmenn sagði Örn Friðriksson
við Vísi í gær en hann tók nýlega
við formannssæti Félags vél-
stjóra og málmtæknimanna (VM).
Vélstjórafélagið og Félag
járniðnaðarmanna sameinuðust í
október á síðasta ári og sagði Örn
að mikil hagræðing hefði skapast
við það.
Við sameininguna var samið
um að félögin skiptu með sér
formanns- og varaformannssæt-
unum fyrsta kjörtímabilið eða í
átján mánuði.
Mikið hagræði
í sameiningu