Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 24
„Þessi árás hafði mikil áhrif á líf
okkar hér því hún var mjög hrika-
leg og harkaleg,“ segir Sigurður
Guðmundsson, landlæknir og Mal-
avífari. Í maí síðastliðnum brutust
vopnaðir ræningjar inn til sam-
starfsmanns þeirra, Ársæls Krist-
ófers Ársælssonar, sem býr um 200
metra frá húsi Sigurðar og Sigríðar
í þorpinu Chirombo við Apaflóa í
Malaví. Ræningjarnir bundu hann
og kefluðu og stálu um einni millj-
ón króna í peningum, raftækjum og
rauðvínsbirgðum Ársæls. „Ræn-
ingjarnir voru vopnaðir byssum og
sveðjum. Þeir réðust á öryggis-
verðina sem vöktuðu hús Ársæls,
bundu þá og kefluðu og læstu inni á
klósetti. Eftir það fóru þeir inn í
svefnherbergi Ársæls og hótuðu
honum með byssu. Þeir höfðu ekki
hulið andlit sín og hélt Ársæll að
þeir myndu skjóta hann svo að hann
gæti ekki borið kennsl á þá aftur. Í
staðinn bundu þeir hann líka og
kefluðu og læstu hann inni. Örygg-
isverðirnir náðu að kalla á hjálp og
var búið að leysa þá alla þrjá eftir
um klukkustund,“ segir Sigurður.
„En þetta hörmulega rán breytt-
ist í tragíkomedíu því þegar löggan
var látin vita bað hún um að hún
yrði sótt því hún á ekki bíl. Þegar
lögreglumennirnir komu á staðinn
þurfti að lána þeim blað og blýant
svo þeir gætu tekið skýrslu af fórn-
arlömbunum. Tveimur tímum eftir
ránið bað löggan bílstjórann um far
svo að þeir gætu sett upp vegar-
tálma í nágrenninu. Svo þegar rann-
sóknarlögreglan kom daginn eftir,
þurfti auðvitað að taka myndir. Þeir
áttu hins vegar enga myndavél og
var ég því dubbaður upp sem lögg-
uljósmyndari. Lögreglumennirnir
báru sig voðalega vel og sögðust
ætla að ná ræningjunum en það
hefur ekki gerst enn því þeir voru
örugglega komnir úr landi þegar
rannsóknin hófst, og lifa nú kannski
í vellystingum á kostnað stofnunar-
innar í Mósambík eða Suður-Afr-
íku,“ segir Sigurður og bætir því
við að slík rán séu ekki algeng í
Malaví sem sé frekar friðsælt
land.
Sigurður segir að þessi dæmi séu
lýsandi fyrir þann almenna skort
sem einkenni lífið í Malaví. „Skort-
urinn hérna er mjög áberandi.
Stundum kemur hann upp á bros-
legan hátt eins og í þessum dæmum
en almennt séð þá er hann grafal-
varlegt mál, skortur á heilbrigðis-
starfsfólki, lyfjum, menntuðu fólki,
samgöngutækjum, höfnum og
fleira og fleira,“ segir Sigurður.
Hann segir að atvinnuleysi í land-
inu sé um áttatíu prósent og að um
70 prósent af því sem komi inn í
ríkiskassann sé fjármagn frá öðrum
löndum. „Skatttekja í Malaví er því
eftir þessu.“
Sigurður segir að ein af afleið-
ingum þessa skorts sé að innviðir
samfélagsins séu afar slæmir og
því sé erfitt að halda úti grunnþjón-
ustu á sviði heilbrigðismála, og að
einn hjúkrunarfræðingur sé fyrir
hverja fjörutíu þúsund íbúa og einn
læknir fyrir hverja sextíu þúsund.
„Á spítalanum okkar er til dæmis
helmingi færra starfsfólk en á að
vera samkvæmt malavískum kröf-
um, sem ekki eru mjög háar,“ segir
Sigurður.
Ein af afleiðingum þessa mikla
skorts er að ekki er hægt að veita
fólki þá þjónustu sem það þarf.
„Hér deyr fólk úr malaríu og heila-
himnubólgu, sjúkdómum sem
hægt er að meðhöndla, en við
getum það ekki því okkur skortir
aðstöðu til þess. Malaría hrjáir til
dæmis tuttugu til þrjátíu prósent
af fólkinu og eitt barn deyr á með-
altali á dag úr sjúkdómnum hér á
spítalanum hjá okkur. Svo man ég
eftir barni sem dó úr heilahimnu-
bólgu í nóvember eftir að hafa
verið veikt heima hjá sér í viku
áður en það fékk læknisaðstoð.“
„Það er sláandi að hér í Malaví
eru lífslíkur undir 40 árum og eru
dauðsföll vegna smitsjúkdóma eða
barnsfæðinga allt of algeng. Með
öðrum orðum, dauðsföll sem vel
er hægt að koma í veg fyrir. Það er
mjög erfitt að horfa upp á þetta og
geta ekki gert meira til þess að
hjálpa fólkinu,“ segir Sigurður.
Sigurður segir að þau séu að
reyna að efla þjónustuna við spít-
alann á margs konar hátt, til
dæmis að koma upp röntgendeild,
skurðstofu og göngudeild fyrir
HIV-smitaða, bjóða upp á tann-
þjónustu og að byggja eldhús svo
hægt sé að bjóða fólki sem liggur
á spítalanum upp á mat.
Hann segist horfa öðrum augum
á vandamálin á Íslandi eftir að
hafa dvalið í Malaví. „Hér erum
við að glíma við vandamál sem
kannski má kalla raunveruleg
vandamál samanborið við lúxus-
vandamál heima á Íslandi,“ segir
Sigurður
„Svo er það alnæmi, en um 15 pró-
sent af fullorðnu fólki í Malaví er
með HIV-veiruna. Þetta er ekki hátt
prósentuhlutfall miðað við mörg
önnur Afríkulönd, en það sem er
verst hér er að tíðni alnæmis er
ekki að lækka eins og víða annars
staðar,“ segir Sigurður.
Sigurður segir að kynlífshegðun-
in hjá Malövum sé þannig að
alnæmi eigi auðvelt með að breið-
ast út. „Til dæmis eru ungur stúlk-
ur innvígðar inn í samfélagið þegar
þær komast á kynþroskaaldur. Þær
þurfa þá að hafa samfarir við þrjá
karlmenn í þorpinu. Annar siður er
að konum sem missa börn, sem
hafa verið getin utan hjónabands,
er refsað með því að vera nauðgað
af þremur karlmönnum: einn
nauðgar henni vegna þess að hún
svaf hjá utan hjónabands, annar
vegna þess að hún eignaðist barn
utan hjónabands og sá þriðji vegna
þess að barnið dó. Þetta er vel þekkt
í landinu þó að menn tali ekki mikið
um þetta,“ segir Sigurður.
Sigurður segir einnig að karl-
menn í Malaví vilji helst ekki nota
getnaðarvarnir. „Hér er mann-
dómsmerki að eiga mörg börn og
eignast hver kona sex til sjö á lífs-
leiðinni. Og vegna hás ungbarna-
dauða er mönnum lítið um getnað-
arvarnir gefið því fólk tryggir sér
ákveðið öryggi í ellinni ef það eign-
ast mörg börn. Stundum þora kon-
urnar ekki að nefna getnaðarvarnir
á nafn við eiginmenn sína,“ segir
Sigurður og bætir því að í júní hafi
þau hjónin gengið fram á krakka-
hóp í þorpinu sem lék sér að því að
blása upp smokkana sem hafði
verið dreift meðal fullorðna fólks-
ins í öðrum tilgangi.
Sigurður segir að spilling sé land-
lægt vandamál í Malaví og að til
dæmis sé um 30 til 40 prósent af
lyfjunum í lyfjaverslun ríkisins
stolið. Hann segir að sér hafi þótt
erfitt að glíma við spillinguna. „Eitt
kvöldið þegar við hjónin vorum að
ganga heim urðum við vitni að því
að bílstjóri sjúkrabílsins sem stofn-
unin var að kaupa hingað var að
nota hann til að flytja húsgögn fyrir
vin sinn, píparann í þorpinu. Þessi
maður vinnur ekki lengur fyrir
spítalann,“ segir Sigurður og bætir
því við að þau hafi einnig þurft að
glíma við alls kyns bókhaldssvik.
„Þótt þetta sé okkur erfitt, þá er
spillingin meira áberandi hérna
því hún á svo miklar rætur í kúlt-
úrnum. Fólki í Malaví ber skylda
til að hygla ættmennum sínum og
vinum. Ef embættismaður stendur
frammi fyrir því að fara að mala-
vískum lögum eða hefðarvenjum
þá fer hann eftir hefðarvenjunni.
Fólk þarf að sinna sínum. Þeir fáu
sem eru með launatekjur þurfa til
dæmis að halda allri fjölskyldunni
uppi, kannski 20 manns. Og vegna
þess hversu skorturinn er mikill þá
nýta menn sér þau tækifæri sem
þeim gefast til að bæta stöðu
sína.“
Sigurður segir að þrátt fyrir ýmis
konar erfiðleika þá hafi tími þeirra
hjóna í Malaví verið einstakur.
„Við höfum lært miklu meira af
umhverfinu og því fólki sem við
erum að vinna með en það hefur
lært af okkur. Þetta er búið að
vera lífsreynsla sem ég hefði ekki
viljað vera án, Ég held að maður
verði aldrei samur aftur eftir að
hafa búið hérna “ segir Sigurður.
Þau hjónin munu fara aftur
heim til Íslands í október. „Það
verður ósköp gott að koma heim,
en ekki auðvelt að fara frá þessu
landi og starfinu sem við höfum
unnið hér. Við hefðum viljað sjá
meira fyrir endann á ákveðnum
verkefnum sem við höfum byrjað
á.“
Sigurður segir að starfið sem
Þróunarsamvinnustofnunin hafi
unnið í Malaví sé langtímaverk-
efni sem skilað hafi góðum árangri
frá því það hófst fyrir fimm árum
síðan því margfalt fleiri á svæð-
inu hafi nú aðgang að heilbrigðis-
þjónustu. „Það verður ekki hægt
að halda þessu verkefni úti ein-
göngu með fjármagni héðan, fyrr
en eftir 15, 20 ár eða hugsanlega
mannsaldur. „Okkur finnst að
Ísland, sem er fimmta ríkasta þjóð
í heimi, hafi ráð á að veita meira
fjármagni í þróunaraðstoð en gert
er í dag, til dæmis í landi eins og
Malaví sem er eitt af þeim fimm
fátækustu. Við erum að vinna gott
starf og fólk hér í Malaví er þakk-
látt fyrir það sem við höfum gert
fyrir það. Við verðum að halda því
áfram. Ég er barnslega stoltur af
því að fá að taka þátt í þessu,“
segir landlæknir.
Glíma við skort og sjúkdóma
Sigurður Guðmundsson landlæknir og eiginkona hans Sigríður Snæbjörnsdóttir hafa starfað hjá Þróunarsamvinnustofnun
Íslands (ÞSSÍ) í Malaví frá því í október í fyrra. Starf þeirra felst í að byggja upp spítala sem þjónar rúmlega hundrað þúsund
manns. Ýmislegt hefur drifið á daga þeirra í Malaví frá því þau komu til landsins, meðal annars vopnað rán heima hjá íslenskum
samstarfsmanni þeirra. Ingi F. Vilhjálmsson ræddi við Sigurð um dvölina í Malaví.