Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 17
[Hlutabréf] Hagnaður Skipta, móðurfélags Símans og tengdra félaga, nam rúmum 2,4 milljörðum króna á fyrri helmingi árs. Sala fyrirtæk- isins jókst um rétt tæpan þriðjung sé miðað við sama tímabil í fyrra. Skipti töpuðu 6,4 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins 2006. Fram kemur í tilkynn- ingu að viðsnún- ingurinn skýrist að mestu leyti af gengisþróun. Hluti skulda Símans sé í erlendri mynt og hafi styrking krónunnar skilað félaginu tæplega tveggja milljarða króna hagnaði. „Horfurnar í rekstri eru góðar fyrir seinni hluta þessa árs og undirbúningur fyrir skráningu Skipta á markað fyrir lok þessa árs stendur nú yfir,“ sagði Brynj- ólfur Bjarnason forstjóri. Viðsnúningur hjá Skiptum Sérfræðingar hjá Føroya Banka spá Eik Banka miklum hagnaði á árinu gangi hlutafélagaáform SPRON eftir. Eik er stærsti stofn- fjáreigandinn í SPRON með tæp- lega tíu prósenta hlut. Föroya Banki býst við að hagn- aður Eik fyrir skatta verði um einn milljarður danskra króna á árinu, jafnvirði ellefu milljarða króna, fari SPRON á markað. Hlutur Eik í SPRON er bókfærð- ur á um 2,7 milljarða króna en markaðsverð hlutarins er 7,7 milljörðum meira. Stjórnendur Eik búast við að hagnaður ársins fyrir skatta verði um 340 milljónir danskra króna, um 3,8 milljarðar króna, án uppfærslu eignarhluta í öðrum fjármálafyrirtækjum, á borð við SPRON. Eik Banki á 7,7 milljarða inni Úrvalsvísitalan lækkaði í gær um 1,32 prósent og endaði í 8.681 stigi. Vísitalan lækkaði alls um 3,49 prósent í vikunni sem er að líða. Tuttugu félög lækkuðu í viðskiptum gærdagsins en á sama tíma stóð aðeins eitt í stað, Alfesca. Bakka- vör, Exista, FL Group, Landsbankinn og Straumur-Burðarás lækkuðu um meira en eitt prósent og Kaupþing um tæpt prósent. Krónan gaf jafnframt eftir og lækk- aði um 0,68 prósent. Gengisvísitalan stóð í 113,7 stigum við lokun markaða og hefur því gefið talsvert eftir á síð- ustu dögum eins og aðrar hávaxtamynt- ir á borð við Kanadadal og ástralska og nýsjálenska dalinn. Hins vegar hefur lágvaxtamyntin japanska jenið sótt í sig veðrið og hafði ekki verið sterkari gagn- vart Bandaríkjadal í meira en þrjá mán- uði í gær. Hlutabréf á öðrum mörkuðum héldu áfram að lækka eftir miklar lækkanir á fimmtudaginn þegar helstu vísitölur heims féllu um 2-3 prósent. Tengist þetta ótta fjárfesta um minni aðgang að lánsfé og væntingum um hækkandi vexti. Uppgangur alþjóðlegra hluta- bréfamarkaða hefur verið knúinn áfram af samrunum og yfirtökum fyrirtækja þar sem aðgengi að ódýru fjármagni hefur verið fyrir hendi. Hér á landi fylgja lækkanirnar upp- gjörum nokkurra stærstu fyrirtækj- anna í Kauphöllinni. Uppgjör Kaup- þings og Existu voru framar væntingum. Líklegt má telja að fjárfestar hafi grip- ið tækifærið og innleyst hagnað eftir miklar hækkanir á markaði það sem af er ári. Tuttugu félög lækkuðu í verði Fasteignafélagið Stoðir, sem er í eigu Baugs, hefur lagt fram bind- andi yfirtökutilboð í danska fast- eignafélagið Keops. Tilboðið hljóðar upp á tuttugu og fjórar danskar krónur á hlut, eða 19,231,39 nýja hluti í Stoðum á hvern hlut. Stjórn Keops sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem stjórnin mælti með að hluthafar tækju boði Stoða um greiðslu tuttugu og fjögurra danskra króna fyrir hvern hlut. Hins vegar taldi stjórnin sig ekki í aðstöðu til að mæla með tilboðinu um nýja hluti í Stoðum fyrir hvern hlut í Keops, vegna skorts á upplýsingum um starfsemi félagsins. Fram kemur á vefsíðu danska viðskiptablaðsins Börsen að til standi að skrá Stoðir á markað í einhverri hinna norrænu OMX kauphalla innan tíu mánaða. Stoðir taka Keops yfir Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.