Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 58
Þær styttur sem prýða
torg og garða víðs-
vegar um landið eru
mér ekki að skapi.
Fyrir utan þá augljósu
staðreynd að áður fyrr
virðist hafa verið mun
erfiðara að búa til stytt-
ur af kvenfólki en körlum (mér
dettur ekki í hug nein önnur rökrétt
ástæða fyrir því af hverju það eru
svo fáar styttur af konum) eru flest-
ar okkar styttur af mönnum sem
dóu fyrir mörgum áratugum ef
ekki árhundruðum.
Okkur vantar styttur af nútíma-
hetjum. Hvar er styttan af Land-
helgisgæslumönnum með klippur
í þorskastríðinu? Hvar er styttan
af Jóni Páli Sigmarssyni? Hvar
er styttan af Halldóri Laxness og
Gunnari Gunnarssyni í sjómanni?
Nú er gullið tækifæri að upp-
hefja hversdagshetjuna. Örlög
tveggja þeirra hafa litað blaðsíður
blaðanna blóði síðustu vikurnar.
Þær hafa fengið okkur landsmenn,
sem venjulega nennum ekki að mót-
mæla, til að rísa upp á afturlapp-
irnar og slá frá okkur. Þær hafa
fengið okkur til að líta í eigin barm,
skammast okkar fyrir trúgirni
okkar og neytt okkur til að endur-
meta eigið siðgæði.
Önnur þeirra sýndi ótrúlega
seiglu þrátt fyrir eigin smæð í
óendanlegum mótbyr við erfiðar
aðstæður. Hin stóð keik og sagði við
hvern þann sem henni ógnaði: „Sá
yðar sem syndlaus er kastið fyrsta
steininum“ og svo köstuðu allir
steinunum. Ég er að tala um Lúkas
og Helga Rafn.
Ég vil sjá styttu í grasagarðinum
á Akureyri þar sem Helgi stendur
stoltur og gerir sig tilbúinn að kasta
litlum bolta. Fyrir neðan ræður Lúk-
as sér vart fyrir kæti og bíður með
bísperrt eyrun og dillandi rófu eftir
kastinu. Þeir eru vinir. Vinir sem
sigruðu alla fjölmiðla, alla þjóðina
og alla sleggjudóma. Þeir eru hvunn-
dagshetjurnar sem standa fyrir
þann eilífa sannleika að réttlætið
sigri að lokum. Sannleikurinn mun
gera yður frjálsan.
Svo munu börn um ókomna tíð
spyrja foreldra sína er þau labba
fram hjá styttunni: Af hverju er
strákurinn að leika við rottuna?
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á
WWW.N1.ISN1 BÍLAÞJÓNUSTA
Fellsmúla 24, Rvk. s: 530 5700
Réttarhálsi 2, Rvk. s: 587 5588
Ægisíðu 102, Rvk. s: 552 3470
Langatanga 1, Mos. s: 566 8188
Reykjavíkurvegi 56, Hfj. s: 555 1538
Dalbraut 14, Akranes. s: 431 1777
FLOTTAR
FELGUR
UNDIR BÍLINN
27
31
_0
7.
07
_T