Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.07.2007, Blaðsíða 16
B jörgólfur er langflottast- ur, bæði duglegur og áræðinn,“ segir athafnamaðurinn Magnús Kristinsson um Björgólf Thor Björgólfs- son, umsvifamesta útrásarvíking þjóðarinn- ar. Þeir hafa bæði tekist á og unnið saman að góðum málum í íslensku viðskiptalífi og af þeim vettvangi þekkir Magnús Björgólf. „Hann stendur sig óskaplega vel í öllu sínum viðskipt- um og fáir náð öðrum eins árangri.“ Ekki er það ofsagt hjá Magnúsi að Björgólfur Thor hafi staðið sig vel því hann er meðal ríkustu manna heims og fer enn mikinn í við- skiptalífinu, en úti í hinum stóra heimi er hann gjarnan kallaður Thor Björgólfsson. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista Forbes Magazine yfir 500 ríkustu menn heims, datt inn í 488. sæti snemma árs 2005. Á þessu ári stökk hann upp um hundrað sæti milli ára og er í 249. sæti. Á sama tíma er hann í 23. sæti á lista Sunday Times yfir ríkustu menn Bretlands, en þar er hann búsettur. Má búast við að Björgólfur taki enn stökk á þessum listum þegar þeir verða næst teknir saman því þegar þeir voru gerðir fyrr á árinu voru eignir hans metnar á rétt rúma 250 milljarða króna. Síðan seldi hann eignarhlut sinn í búlg- arska fjarskiptafélaginu BTC með 60 milljarða króna hagnaði, hefur tekið yfir Actavis að fullu og er virkur í fjölda fjárfestinga. Eftir söluna á BTC voru hreinar eignir Björgólfs taldar liggja í kring um 315 milljarða króna. Þegar beðið er um persónulýsingu á Björgólfi segja þeir sem þekkja hann úr viðskipt- um að þar fari afskap- lega ákveðinn og áræðinn maður, töffari. „Það fer ekki hver sem er í fötin hans Björgólfs. Hann er svo áræðinn og fljótur að greina hismið frá kjarnanum til að komast að niðurstöðu.“ Hann er sagður vinna bæði hratt og vel og vera mjög skipulagður í öllum sínum störfum. Björgólfur er hins vegar passasamur þegar kemur að einkalífinu og leggur þó nokkuð upp úr því að halda því fyrir sig. Kristín Ólafs kvikmyndagerðarmaður, kona Björgólfs, lýsti því í viðtali við Fréttablaðið í ársbyrjun 2005 að það hefði verið þeim báðum erfitt þegar áhugi fjöl- miðla á þeim vaknaði fyrir alvöru. „Sérstaklega Bjögga sem vill halda einkalífi sínu út af fyrir sig,“ sagði hún, en þau Björgólfur kynntust í byrjun tíunda áratugarins þegar hún var aðeins átján ára gömul. Á þeim tíma var Björgólfur í námi í New York, þaðan sem hann útskrifaðist árið 1991 frá New York University. Þar bjuggu þau saman í um hálft ár, en Björgólfur starfaði hjá fjármálafyrir- tækjum á Wall Street. Björgólfur kom svo heim til Íslands um skeið og gerðist markaðsstjóri hjá Pharmaco og í drykkjarvörunum hjá Sanitas. Á þessum tíma er Björgólfur til dæmis sagður hafa staðið fyrir fyrstu oktoberfest-hátíðinni hér á landi, en fagnaðurinn var á Rauða ljóninu á Eiðsgranda. Fljótlega lá leiðin hins vegar til útlanda þar sem hann með föður sínum stofnaði Bravo Brewery í Sankti-Pétursborg í Rússlandi árið 1993. Þar úti var Kristín vitanlega mikið með honum, bæði fyrir og eftir eigið meistaranám í Bretlandi. Núna búa þau í Lundúnum, en Björgólf- ur var yfir áratug í Sankti-Pétursborg. Þannig var það til dæmis ekki fyrr en vorið 2006 sem hann lét af störfum sem kjörræðismaður þar. Í Rússlandi má hins vegar segja að grunnurinn að auðæfum Björgólfs hafi verið lagður, en gosdrykkja- og bjórframleiðsla þar undir merkjum Bravo skilaði honum, Björgólfi föður hans og Magnúsi Þorsteins- syni um 40 milljörð- um króna þegar reksturinn og vörumerki var selt til Heineken árið 2002. Þegar þeir feðgar sneru aftur heim keyptu þeir tæplega helmings- hlut í Landsbankan- um fyrir um ellefu milljarða króna. Markaðsvirði Landsbankans er nú tæpir 440 milljarðar króna. Þá eiga þeir feðgar í fjárfesting- arbankanum Straumi og Novator á nú Actavis að fullu. Þá hafa fjárfestingar í Austur-Evrópu skilað Björgólfi miklu, sér í lagi í fjarskiptageira, bæði með sölunni á BTC og svo að auki salan í fyrra á hlutnum í tékk- neska símafyrir- tækinu CRa sem skilaði honum um 50 milljarða króna hagnaði. Björgólfur hefur áhuga á íþróttum en þá frekar á einstakl- ingsíþróttum en hópíþróttum. Hann er með mótorhjóla- dellu og svo hjólar hann einnig á fjallahjóli, er „fjallahjólakappi“ eins og einn viðmælandi orðaði það. Þá skíðar hann mikið og hefur áhuga á siglingum. Þannig hafa margir málsmetandi menn fengið að heim- sækja skútuna The Parsifal sem Björgólfur á. Eins á hann veglega einkaþotu og væntanlega ekki vanþörf á þar sem oft þarf að hendast heimshorna á milli til að sinna viðskipt- um upp á tugi milljarða. Björgólfur Thor er yngstur í hópi fimm systkina. Hann er tíu árum yngri en næstyngsta systkinið. Hann er enda ekki sagður hafa skort athygli í uppvextinum, með systur tíu og tólf árum eldri. Helsti vinahópur Björgólfs er stundum kallaður Verslóhópurinn en hann samanstendur af gömlum skólafélögum. Þá eru nokkrir aðrir góðvinir sem hann heldur sambandi við. Björgólfur, sem er mjög oft upptekinn í vinnu, gefur sér engu að síður tíma til að rækta vinskapinn og heldur mjög góðu sambandi við vini sína. Tekur hann sér þá gjarnan nokkurra daga frí og býður vinum sínum með í ferðir, eða eitthvað slíkt. Með þeim hætti kveðst Björgólfur bæta þeim upp fjarveru vegna vinnu mestan annan part ársins. Í dögunum sem Björgólfur tekur sér til þess að sinna vinum sínum endurspeglast persónuleikaein- kenni hans að sinna hlutum í skorpum. Þegar hann fer í frí lokar hann sig af og sinnir sínum málum, ástvinum, fjölskyldu og félögum. En þegar hann er í vinnunni sinnir hann henni af fullum krafti. „Ekki er að finna hálfkák í kringum neitt sem Björgólfur tekur sér fyrir hendur,“ sagði viðmælandi. „Svo er hann líka skemmtilegur, mikill orkubolti og frjór. Í kring um hann er aldrei nein ládeyða.“ Öflugasti útrásarvíkingurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.