Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 1
Laugardagur
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í júlí 2007
Lestur meðal 18–49 ára
á höfuðborgarsvæðinu
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
34%
B
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
F
ré
tt
a
b
la
ð
ið
37%
71%
Bretinn Roger Johnson var fyrirmynd Action Man-dúkk-
unnar þegar hann var í sérsveit breska hersins. Hann
ætlar að hjóla hringinn í kringum Ísland í lok ágúst.
AFMÆLISVEISLA!
OPIÐ 10–18
Opið í dag Laugardag
Smiðjuvegi 76
200 Kópavogur
Baldursnes 6
603 Akureyri www.tengi.is
Viltu vinna MacBook?
Vantar þig fartölvu fyrir skólann í
haust? Þú gætir verið svo heppin/n
að fá hana frítt!
Kíktu í Apple bæklinginn
sem fylgir Fréttablaðinu í dag. apple.is
Olíuhreinsunarstöð
af þeirri stærð sem Íslenskur
hátækniiðnaður hyggst reisa á
Vestfjörðum myndi blása út 400
þúsund tonnum af koldíoxíði á ári
hverju. Gert er ráð fyrir því bæði
í stefnumörkun umhverfisráðu-
neytisins og Kyoto-bókuninni að
slíkur útblástur minnki talsvert á
næstu árum. „Miðað við þann tíma
sem mun líða frá því að ákvörðun
er tekin og þangað til stöðin tæki
til starfa, þá reynir ekki á losunar-
heimildir fyrr en við upphaf nýs
Kyoto-tímabils,“ segir Ólafur
Egilsson hjá Íslenskum hátækni-
iðnaði.
Samkvæmt Kyoto-bókuninni
skuldbindur Ísland sig til þess að
halda útblæstri gróðurhúsaloft-
tegunda innan við 3,1 milljón tonn
árlega árin 2008 til 2012. Undan-
farin ár hefur útblásturinn alltaf
verið yfir þessari tölu.
Viðbótarákvæði í Kyoto-bókun-
inni, sem á við um Ísland, segir að
útstreymi koldíoxíðs frá stóriðju
sem tekin hefur verið til starfa
eftir árið 1990 megi ekki vera
meira en 1,6 milljónir tonna að
meðaltali á ári. Efasemdir eru
uppi um að olíuhreinsunarstöð
rúmist innan þessa ákvæðis, þar
sem þær stóriðjuframkvæmdir
sem nú þegar hafa verið leyfðar á
tímabilinu fylla nánast allan
losunarkvótann.
Í febrúar á þessu ári gaf
umhverfisráðuneytið út skýrslu
um stefnumörkun í umhverfis-
málum. Þar kemur fram að lang-
tímasýn stjórnvalda sé að „minnka
nettólosun gróðurhúsalofttegunda
um 50 til 75 prósent fram til 2050,
miðað við árið 1990.“
Þórunn Sveinbjarnardóttir
umhverfisráðherra vildi ekki tjá
sig um málið að svo stöddu. Ekki
náðist í Össur Skarphéðinsson
iðnaðarráðherra vegna málsins.
400 þúsund tonn af
útblæstri á hverju ári
Útblástur koldíoxíðs vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum stangast á við
markmið stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Björgólfur
Guðmundsson
var valinn besti
auðmaður
Íslands sam-
kvæmt mati
álitsgjafa
Fréttablaðsins.
„Ég er að
sjálfsögðu
ánægður og
stoltur,“ sagði
Björgólfur meðal annars í samtali
við Fréttablaðið þegar niðurstað-
an lá fyrir.
Sonur Björgólfs, Björgólfur
Thor, hafnaði í öðru sæti og fast á
hæla hans fylgdi Jóhannes
Jónsson úr Bónus. Aðrir sem
skoruðu hátt voru systkinin
Ingibjörg og Sigurður Pálmabörn.
Ólafur Ólafsson og Ingunn
Wernersdóttir voru einnig nefnd
til sögunnar.
Kosinn besti
auðjöfurinn
hús&heimiliLAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007
Rússneskar sprengju-
flugvélar flugu þrisvar sinnum inn
á loftvarnasvæði Íslands við austur-
strönd landsins aðfaranótt föstu-
dagins og í gærmorgun. Gera má
ráð fyrir að sprengjuvélarnar hafi
verið sex talsins því í hverju flugi
eru yfirleitt tvær vélar.
„Sprengjuflugvélarnar flugu í hálf-
hring framhjá landinu og var fylgst
með þeim á ratsjám,“ segir Kristrún
Heimisdóttir, aðstoðarkona Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur utan-
ríkisráðherra. Kristrún segir að
ekki sé hægt að svara því núna hvort
vélarnar hafi farið inn í lofthelgi
Íslands. Breskar og norskar orrustu-
þotur flugu í veg fyrir rússnesku
vélarnar og fylgdu þeim eftir þar til
þær flugu út af loftvarnasvæði
Atlantshafsbandalagsins.
Kristrún segir að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra muni
líklega bregðast við málinu í dag.
Hún segir að rætt verði við sendi-
herra Rússlands á Íslandi.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
greindi frá því í gær að Rússar ætli
að hefja eftirlitsferðir flughersins
að nýju en þeir hættu þeim við lok
kalda stríðsins. Pútín segir að aðrar
þjóðir hafi ekki hætt þeim og að
það ógni öryggi Rússlands.
Rætt við sendiherra Rússa