Fréttablaðið - 18.08.2007, Side 2

Fréttablaðið - 18.08.2007, Side 2
 Einn mannanna þriggja sem var handtekinn í verslun á Akureyri á miðvikudag var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna líkamsárásar í vor þar sem fingur var klipptur af fórnarlamb- inu. Maðurinn áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem mun að lík- indum taka málið fyrir í haust. Maðurinn, sem er 27 ára gamall, kom inn í verslunina Strax á Akur- eyri í annarlegu ástandi og vopn- aður hafnaboltakylfu. Starfsfólk hafði samband við lögreglu sem handtók manninn ásamt konu og öðrum karlmanni sem með honum voru. Í bíl þeirra fannst töluvert magn vopna, meðal annars hafna- boltakylfur og tvær loftskamm- byssur, auk fíkniefna. Tvö af þre- menningunum höfðu einnig verið handtekin við húsleit í bænum kvöldið áður. Eftir skýrslutöku hjá lögreglu var fólkinu sleppt. Þá fór maður- inn sem um er rætt rakleiðis í verslunina aftur og hótaði starfs- fólkinu lífláti og limlestingum. Maðurinn á langan brotaferil að baki. Í fyrra var honum gert að sök að hafa ráðist á mann með hafnaboltakylfu og barið hann í höfðið en samverkamaður hans klippti fingur af fórnarlambinu með garðklippum. Fyrir þá lík- amsárás auk annarra var maður- inn dæmdur í tveggja ára óskil- orðsbundið fangelsi. Bíður fyrirtöku í Hæstarétti Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um miðnætti í fyrrinótt tilkynnt um ökumann í annarlegu ástandi. Hann var þá staddur á Langa- tanga í Mosfellsbæ. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist ökumaðurinn sofa ölvunarsvefni í bílnum. Hann rankaði við sér eftir að lögreglu- menn höfðu bankað á bílrúðuna hjá honum. Ummerki sýndu að hann hafði áður bakkað á kerrur sem stóðu í nágrenninu. Fíkni- efni fundust á manninum og var hann færður á lögreglustöð. Þar kom í ljós að hann var án ökuréttinda. Ók á kerrur og sofnaði síðan Eiður, er heimurinn farinn að smæla framan í Megas? „Samkvæmt erlend- um rannsóknum hefur komið í ljós að umtalsverð aukning er á nýgengi krabbameins hjá íbúum sem búa í nálægð við farsímamöstur,“ segir í athugasemd íbúasamtaka þriðja hverfis, Hlíðar, Holta og Norður- mýri, við fyrirhugað fjarskipta- mastur á lóð Kennaraháskóla Íslands og Fjöltækniskólans að Háteigsvegi 43 í Reykjavík. Samtökin benda á að fyrirhuguð staðsetning þessa átján metra háa masturs sé í um 130 metra fjarlægð frá leikskólanum Klömbrum og í um 180 metra fjarlægð frá Háteigs- skóla. Til viðbótar eru Fjöltækni- skólinn og Kennaraháskólinn skammt frá. „Ég er sammála samtökunum í þessu máli. Maður vill ekki vera á móti tækninni sem slíkri en á meðan það eru ekki til rannsóknir sem sýna að þetta sé meinlaust þá finnst mér að börnin eigi að njóta vafans,“ segir Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri í Háteigsskóla. „Börnin eru í skólanum frá hálf níu á morgnana til þrjú á daginn og þá allan tímann undir áhrifum þessa masturs séu þau til staðar,“ segir hann. Í athugasemdinni, sem íbúasam- tökin sendu skipulags- og bygg- ingasviði, er vísað til tveggja rann- sókna, frá Ísrael og Þýskalandi, þar sem niðurstöðurnar sýndu að fólk sem byggi í innan við 400 metra fjarlægð frá farsímamöstrum væri þrisvar til fjórum sinnum líklegra til að fá krabbamein en það sem ætti heima lengra frá möstrunum. „Börn í hverfinu og borginni allri eiga ekki að vera tilraunadýr og ekki er hægt að leyfa sér að taka áhættu þegar kemur að þeirra heilbrigði,“ segir í erindi íbúasam- takanna. „Ég veit ekki um neinar nýlegar kannanir sem hafa verið að vekja ugg,“ segir Þorgeir Sigurðsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins sem hafa eftirlitshlutverk með farsíma- geislun á almenning. „Við förum eftir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum um rafsegul- svið. Nokkrum metrum frá sendi mælist segulsviðið venjulega innan viðmiðunarmarka. Segul- svið frá GSM-síma sem menn eru með við eyrað er margfalt sterk- ara en frá sendunum, en þó innan viðmiðunarmarka,“ segir hann. Frestur til athugasemda rann út í gær. Samkvæmt upplýsingum hjá skipulags- og byggingasviði verða athugasemdir við deili- skipulagið skoðaðar á næstu dögum. Telja að mastur auki líkur á krabbameini Íbúar við Háteigsveg eru ósáttir við fyrirhugað farsímamastur í götunni. Íbúa- samtök í hverfinu hafa sent erindi til borgarinnar sem vísar til rannsókna sem segja fjórfalt meiri líkur á krabbameini búi fólk í nálægð við farsímamöstur. Kona var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspít- alann í Fossvogi aðfaranótt föstudags eftir bílveltu á Snæfellsnesi. Slysið varð á veginum milli Hellna og Arnarstapa en ekki er ljóst hvað olli óhappinu. Konan var ein í bíl sínum og þegar vegfarandi kom að henni var hún föst undir bílnum. Konan er mikið slösuð en að sögn vakthafandi læknis á bæklunardeild var hún ekki í lífshættu. Hún hlaut mörg beinbrot og ýmsa aðra áverka. Mikið slösuð eftir bílveltu „Kælirinn var tekinn í burtu núna í vikunni að beiðni borgar- stjórnar,“ segir Þorkell Freyr Sigurðsson, aðstoðarverslunar- stjóri í vínbúðinni sem er í Austurstræti. Lengi vel stóð kælir með bjór í búðinni. Hann segir þó nokkra hafa nýtt sér þessa þjónustu og þá sérstaklega á sólríkum sumardögum eins og mikið hefur verið af undanfarið. „Þetta var lítill heimiliskælir. Sumir vissu af honum og síðan spurðist þetta bara út. Fólk kom og spurði hvort það mætti kíkja í kælinn,“ segir Þorkell Freyr. Kælirinn sem var baka til í búðinni er núna kominn niður í kjallara. Volgur bjór í Austurstræti „Okkur þykir þetta mjög undarlegt enda veit ég ekki hvað fólk ætlar að gera við einn kóng,“ segir Elín Gísladóttir, forstöðu- maður sundlaugarinnar á Akureyri en hvíti kóngurinn úr útitafli sundlaugargarðsins hvarf á dögunum. Kóngurinn er stór og mikill og svo virðist sem honum hafi verið stolið um hábjartan dag. Þótt kónginn vanti geta menn enn teflt í garðinum. „Lögreglan kom hingað einn daginn með svart útitaflspeð sem hafði fundist á víðavangi. Þetta peð kemur ekki úr okkar tafli en nú hefur það verið dubbað upp sem hvítur kóngur,“ segir Elín hlæjandi og bætir því við að líklega séu þarna einhverjar hrókeringar á ferðinni. Hrókeringar á útitaflinu Kínverskt par hefur óskað eftir því að fá að nefna barnið sitt @. Merkið @, sem borið er fram „at“, er notað í netföng, en hljómar á kínversku eins og setningin „elskaðu hann“. Parið vonast eftir að geta nefnt son sinn þessu „nútímalega nafni“ samkvæmt Sky News. Allt mannkynið noti @ í tölvupóst og því sé þetta gott nafn. Lögregla íhugar hvort leyfa eigi parinu að kalla barnið sitt @, en í Kína eru slíkar ákvarðanir í höndum lögreglu. Par vill nefna barnið sitt @ „Það hefur sjaldan verið jafn mikið fjör í leikhúsinu. Það hreinlega iðar af lífi,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri á Akureyri, en Leikfélag Akureyrar æfir nú stíft fyrir fyrstu frumsýningu haustsins. Þar er á ferðinni leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helga- dóttur sem skartar sautján stórleikurum á barnsaldri. Í Óvitunum hefur öllu verið snúið á hvolf. Full- orðnir leika börn og börn leika fullorðna. Tónlist- armaðurinn Jón Ólafsson hefur samið tónlist fyrir verkið en Sigurður Sveinsson leikstýrir. Í gær stóðu yfir tökur á myndböndum sem notuð verða í sýningunni. Þar leikstýrði Sigurður átta ára drengjum í Dressman-auglýsingu, níu ára sjónvarpsfréttakonu og 45 ára karlmanni sem auglýsti bleiur. „Börnin hafa staðið sig ofsalega vel og hér eru upprennandi stórstjörnur á hverju strái,“ segir Sigurður. Hann segir gaman að sjá hve mikill áhugi er á sýningunni en 500 börn komu í prufur í vor og vildu vera með. Verkið verður frumsýnt 15. september.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.