Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 10
 Breskur karlmaður, sem fæddur er í Eistlandi, var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela kortanúm- erum og bóka flugferðir á þeim. Maðurinn, sem er 26 ára gamall, játaði brot sín við yfirheyrslu. Hann stal kortanúmerunum á bar þar sem hann starfaði sem þjónn og nýtti sér þau til þess að kaupa ýmsa þjónustu, þar á meðal flug- ferðir, einkum frá London til Íslands og þaðan áfram til borga á Norðurlöndum, meðal annars Stokkhólms. Hann bókaði alls níu flug hingað til lands frá því í apríl á þessu ári með því að nota stolin kortanúmer. Upp komst um manninn þegar fólk, sem hafði greitt með korti á barnum í London, tók eftir því að flugför hefðu verið bókuð með þeirra kortanúmeri sem þau könn- uðust ekki við. Upphæð þeirra brota sem snúa að ólöglegu athæfi mannsins hér á landi nemur um 800 þúsund krón- um en heildarumfang brota mannsins er þó nokkuð meira. Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, eru brot af þessu tagi litin alvar- legum augum og rannsóknir á þeim oft tímafrekar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur varist frétta af málinu, vegna rannsóknarhagsmuna, frá því maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir um viku. Ákæra yfir manninum var þing- fest í Héraðsdómi Reykjaness í gær og var hann dæmdur strax í kjölfarið, þar sem málið var að fullu upplýst. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vann að rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Suðurnesjum. Upp- lýsinga var aflað í samvinnu við lögreglu á Englandi en maðurinn hefur áður komið við sögu lög- reglu þar í landi fyrir fjármála- misferli. Maðurinn var dæmdur til þess að greiða rúmlega 1,3 milljónir króna í skaðabætur og 500 þúsund í kostnað vegna fjársvikanna. Pantaði fjölda flugferða á stolin kortanúmer Breskur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela kortanúmerum viðskiptavina sinna á bar í London til þess að bóka flugferðir til Íslands. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi í viku áður en hann var dæmdur. Þeim Gíslínu Magnúsdóttur og Gísla Óskarssyni, frístunda- bændum í Vestmannaeyjum, var illa brugðið þegar þau fóru að athuga með búfénað sinn á fimmtu- dagskvöld. Hundur hafði komist í hænurnar þeirra og drepið fimm. „Þetta var ekki skemmtileg aðkoma og sorglegt að sjá þær liggja þarna eins og hráviði út um allt,“ segir Gíslína. Fyrst rákust þau hjónin á tvær dauðar hænur í hlöðunni. Sú þriðja lá í valnum í fjárhúsinu og tvær voru utan- dyra. „Það var fiður út um allt og þegar við skoðuðum hænurnar sáum við að þær höfðu verið bitn- ar svo það er líklegast að þarna hafi verið hundur á ferðinni,“ segir Gíslína sem saknar mest hænunnar Bellu sem var hænd að mannfólkinu. Auk hænsnanna fimm sem drápust eru þrír ungar horfnir. Hænurnar þeirra Gíslínu og Gísla fá að ganga frjálsar um utan- dyra en hafa kofa til að kúra í á nóttunni. Gíslína segir að svona nokkuð hafi aldrei komið fyrir áður. „Það er mikið um hunda hér í Eyjum en flestir hafa þá í bandi,“ segir hún. Ferðaskrifstofa Afturköllun að frumkvæði Mattel www.neytendastofa.is www.safety.mattel-online.com Mattel, Inc. afturkallar að eigin frumkvæði eina vöru úr „CARS“ vörulínunni með vöruheitinu „Sarge“ sem framleidd var á tímabili- nu frá mars 2007 til júlí 2007. Afturköllun leikfanganna er niður- staða aukinna rannsókna og stöðugra prófana á vegum Mattel. 4 bílar hafa verið fluttir til Íslands. Mattel afturkallar að eigin frumkvæði segulleikföng sem fram- leidd voru á tímabilinu frá 2002 til 31. janúar 2007, þeirra á meðal tilteknar dúkkur, fígúrur, leikfangasett og fylgihlutir með litlum öfl ugum seglum sem gætu losnað af. Afturköllunin er til viðbótar afturköllun Mattel að eigin frumkvæði í nóvember 2006 á átta leikföngum og byggir á viðamiklu innra eftirliti með vörumerk- jum frá Mattel. Allar vörur sem um ræðir voru framleiddar fyrir lok janúar 2007. Viðbótarafturköllunin er ekki vegna tilkynninga um meiðsli heldur vegna fjölgunar tilkynninga um lausa segla og vegna nýrra og strangari reglna Mattel um heldni segla. Á Íslandi nær afturköllunin til 4 vara í línunni Doggie Day Care, af þeim voru 488 stykki flutt inn, og 19 vörur í línunni Polly Pocket en 1.006 stykki af þeim voru flutt inn. Vörurnar voru seldar í leikfangaverslunum Hagkaupa og í Leikbæ. Við ráðleggjum neytendum að taka þessar vörur af börnum tafar- laust og skila þeim í leikfangaverslanirnar. Leikfangaverslanirnar geta aðeins tekið við vörum sem seldar voru hjá þeim. Aðrar vörur þarf að senda til Mattel í Danmörku. Mattel mun senda neytendum nýja vöru að jafnvirði eða meira. Upplýsingar um vörurnar má nálgast á vef Mattel www.safety.mattel-online.com eða á www.neytendastofa.is Hægt er að hafa samband við Mattel í Danmörku í síma +45 43 20 75 75 (á dönsku/ensku) MIKILVÆG AUGLÝSING UM AFTURKÖLLUN VEGNA ÖRYGGIS Fyrrverandi dómsmálaráðherra frá tíma aðskilnaðarstefnunnar í Suður- Afríku játaði sig í gær sekan um morðtilraun á þekktum kirkjuleið- toga árið 1989 með því að koma eitri fyrir í fötum hans. Þáverandi lögreglustjóri og þrír lögreglu- menn játuðu einnig sekt. Adrian Vlok, sem er sjötugur, var dómsmálaráðherra frá 1986 til 1989. Hann er í dag mjög trúaður og í fyrra þvoði hann fætur kirkju- leiðtogans, Frank Chikane, í frið- þægingarskyni. Nærbuxum sem voru gegnsósa af öflugu taugaeitri var komið fyrir í ferðatösku Chikane sem lést næstum því vegna eitrunar- innar. Chikane, sem er í dag einn helsti ráðgjafi forseta Suður-Afr- íku, Thabo Mbeki, segist hafa fyr- irgefið Vlok. Vlok var dæmdur til tíu ára skil- orðsbundins fangelsis. Þrír sam- verkamenn hans fengu einnig skil- orðsbundna dóma. Margir binda vonir við að málið verði til þess að þeir sem stóðu á bak við glæpi stjórnvalda gagn- vart borgurum á tíma aðskilnað- arstefnunnar í Suður-Afríku verði látnir sæta ábyrgð. Hávær krafa er einnig uppi um að sama skuli eiga við um frelsisbaráttu- menn Afríska þjóðarráðsins (ANC) sem börðust gegn stjórn- völdum. Fólk sem sætti pyntingum og fjölskyldur þeirra sem hurfu eða voru myrtir af öryggissveitum stjórnvalda mótmæltu fyrir utan réttarsalinn í gær. Einnig mót- mæltu ættingjar fólks sem lést af völdum sprengja sem frelsisbar- áttumenn ANC komu fyrir. Eitraði fyrir kirkjuleiðtoga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.