Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 16
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, telur að hin 270 millj- arða króna yfirtaka bankans á NIBC í Hollandi muni auka verðmæti hluta- fjár í Kaupþingi mikið. Það fæst með því að kaupa banka sem er á lægri verðkennitölum en Kaupþing. Hann bendir ennfremur á að innra virði Kaupþings um þessar mundir hafi ekki verið metið lægra síðan bank- inn fór á markað haustið 2001. „Við stjórnendur bankans getum ekki haft mikið álit á því hvernig markaðurinn metur bréfin okkar. En markmið okkar er samt að auka innra virði bankans á hverjum tíma. Það er það sem við gerum verulega á þessu ári, úr um 400 krónum á hlut í upphafi ársins í 600 krónur á hvern hlut í lok þessa árs,“ sagði hann á kynningarfundi með fjárfestum vegna kaupanna á NIBC. En hvernig fer bankinn að því að auka verðmæti hluthafa? „Við gefum út hlutafé til JC Flowers [stærsta eiganda NIBC] í banka sem er metinn á rúmlega 2,3 sinn- um eigið fé en kaupum banka sem metinn er á 1,5 sinnum eigið fé.“ Gengi hlutabréfa í Kaupþingi stóð í 1.090 krónum á hlut í gær sem þýðir að innra virði bankans fer niður í 1,8 miðað við væntan hagnað bankans á árinu og aukn- ingu eigin fjár vegna kaupanna. Eykur verðmæti hluthafa Kaupþings Innra virði bankans er ekki lægra frá skráningu. Mikill viðsnúningur varð á öllum fjármálamörkuðum í gær eftir að Bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt vexti af lánum, sem hann lánar til lánastofnana, niður í 5,75 prósent eða um hálft prósentustig. Þetta var tilraun bankans til að draga úr þrengingum á lánamörk- uðum sem staðið hafa yfir í nær tvo mánuði. Hlutabréf í Kauphöll Íslands, tóku mikið stökk upp á við við tíð- indin. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,94 prósent í gær og þarf að fara aftur til 23. febrúar á síðasta ári til að finna meiri dagshækkun. Velt- an var mikil, um 26,1 milljarður króna. Markaðurinn náði þó ekki að yfirvinna tap fimmtudagsins þegar markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll féll um 118 milljarða króna. Ávinningur gærdagsins nam níutíu milljörðum. „Það er alveg ljóst að margir voru búnir að finna kauptækifæri en voru að bíða eftir réttu tíma- setningunni til að koma inn af krafti á markaðinn,“ segir Harald- ur Yngvi Pétursson hjá greining- ardeild Kaupþings. Hann telur of snemmt að meta það hvort þetta þýði að frekari hækkanir séu í uppsiglingu. Þá styrktist krónan um 0,79 pró- sent eftir mikla lækkun að undan- förnu. Gengisvísitalan endaði í 125,1 stigi en fór lægst niður í 123 stig. Exista leiddi hækkanir gær- dagsins, enda hefur félagið fallið mest á undanförnum dögum og vikum. Gengi félagsins hækkaði um fimm prósent. Bréf Bakkavar- ar, Landsbankans, FL Group og Kaupþings hækkuðu um þrjú pró- sent eða meira. Nærri 12,6 milljarða króna velta var með bréf Straums-Burðaráss sem hækkaði um 2,9 prósent. Straumur seldi fimm prósent í sjálfum sér fyrir 10,2 milljarða króna. Miklar dægursveiflur á fjármálamörkuðum Gærdagurinn var sá besti í Kauphöllinni í eitt og hálft ár. Fjárfestar stukku inn á markaðinn eftir óvæntar fréttir frá seðlabanka Bandaríkjanna. Straumur fjárfestingabanki seldi eigin hlutabréf fyrir rúma 10,2 milljarða króna laust eftir klukk- an tíu í gærmorgun, alls 550 millj- ón hluti á genginu 18,6. Loka- gengi bréfa Straums í gær var 19,6 krónur á hlut og eignarhlut- urinn því seldur 550 milljónum krónum undir því verði. Sam- bærilegt verð á hlutabréfum Straums var síðast að finna í mars á þessu ári. Í tilkynningu bankans um kaup- in til Kauphallar kemur ekki fram hver sé kaupandi og ekki hefur komið fram tilkynning á móti til kauphallar um aukinn eignarhlut í bankanum. Hlutur- inn sem seldur var jafngildir 5,3 prósentum af heildarhlutafé bankans. Jóhanna Vigdís Guðmundsdótt- ir, forstöðumaður samskiptasviðs Straums, segir bréf bankans aug- ljóslega hafa verið til sölu og ekk- ert óeðlilegt við viðskiptin. „Bréf- in voru seld á markaðsverði,“ segir hún og bætir við að flöggunar- skylda sé mjög skýr upp á hvenær kaupendur þurfi að gefa upp eign- arhlut sinn. Straumur segir hins vegar að hún fari eftir reglum um upplýsingagjöf á markaði. Flögg- unarskylda er hjá kaupendum við fimm prósenta eignarhlut og því væntanlega hægt að gefa sér að enginn einn fjárfestir hafi farið yfir þau mörk í viðskiptunum. Seldu eigin bréf undir lokagengi Hlutabréfavísitölur í Bandaríkj- unum og Evrópu tóku við sér í gær eftir talsverða lækkun í vikunni eftir að seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að lækka millibankavexti lánastofnana um 50 punkta í því augnamiði að draga úr óróa á fjár- málamarkaði. Þetta kemur í viðbót við millj- arða dala innlegg bankans á fjár- málamarkað en seðlabankar nokk- urra landa hafa opnað pyngjur sínar til að gera bönkum kleift að sækja sér fjármagn á lágum kjör- um til að koma í veg fyrir lausa- fjárskort. Hlutabréfamarkaður í Asíu tók hins vegar enn eina dýfuna en fjár- festar þar gerðu ráð fyrir frekari hrakfregnum af bandarískum fast- eignalánamarkaði auk þess sem margir þeirra losuðu um áhættu- samar fjárfestingar. Nikkei-vísi- talan féll við þetta um heil 5,4 pró- sent í kauphöllinni í Japan en Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu fór niður um 3,2 prósent. Þrátt fyrir inngrip seðlabankans vestanhafs er ekki víst hvort það dugi til að róa markaðinn en frétta- stofan Associated Press segir óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér. Inngrip seðlabanka hífði upp vísitölur Fagnaðarlæti brutust út í bönk- um í Sófíu í Búlgaríu sem sáu um sölulok á 90 prósenta hlut Novat- ors, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í búlgarska síma- fyrirtækinu BTC til bandaríska fjármálafyrirtækisins AIG Glo- bal Investment Group í gær- morgun. Verðið nam 1,4 milljörð- um evra, um 127 milljörðum íslenskra króna. Þetta er einhver stærsta skuldsetta yfirtakan í SA-Evrópu til þessa. Tómas Otto Hansson, fram- kvæmdastjóri hjá Novator, sem stýrði uppbyggingu fyrirtækis- ins í þau tæp fjögur ár sem Novator átti hlutinn, segir við- brögðin hafa komið sér á óvart. „En þetta voru náttúrulega stærstu viðskiptin sem farið hafa í gegnum kauphöllina hér,“ segir Tómas, sem staddur var í Sófíu í gær. Hagnaður Novator af sölunni er sagður 60 milljarðar króna. Tómas segir það nærri lagi en bendir á að verðið endurspegli mikla umbreytingu á BTC. „Þetta hefur verið langur og strangur vegur,“ segir hann og vísar til þess að Novator hafi staðið fyrir mikilli hagræðingu innan veggja BTC. „Hagnaðurinn gefur ein- hverja mynd af því sem hefur gerst.“ Novator selur BTC
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.