Fréttablaðið - 18.08.2007, Side 22
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
L
ygilega jákvæð, glaðsinna og úrræða-
góð eru orð sem fólk hefur á hraðbergi
þegar Sif Gunnarsdóttur ber á góma.
Menningarnótt er enda mikið fyrirtæki
sem krefst ríkrar skipulagsgáfu, sem
Sif hefur haft frá barnsaldri. Hún hefur ekki
aðeins ódrepandi áhuga á menningu og listum
heldur er hún nösk þegar kemur að praktískum
atriðum á borð við gatnalokun, sorphreinsun og
hversu mörg
almenningssal-
erni þurfa að
vera til taks.
Skipulagsgáf-
una má ef til
vill rekja til
æskuáranna
þegar hún bjó
erlendis á
námsárum
foreldra sinna.
Fjölskyldan átti
aldrei bíl,
heldur ferðað-
ist með lestum
og rútum. Eins
og títt er með
námsfólk voru
peningar af
skornum
skammti; á
ferðalögum gat
það verið áfall
að finna aðeins
eitt veitingahús
í litlum smábæ
sem reyndist
vera of dýrt.
Þetta tók Sif
allt saman inn;
henni var
innrætt að vera
skipulögð og
rasa ekki um
ráð fram. Þetta
gerði hana þó
alls ekki níska
því eins og einn
viðmælandi
komst að orði
er hún „and-
skotans
aristókrati“ í
sér og vill
ekkert nema
það sé fallegt
og vandað og
sættir sig ekki
við hvað sem
er. Hún hefur
aftur á móti
vaðið fyrir
neðan sig og
gætir sín á að
vita hvernig
eigi að mæta
reikningum
þegar þeir
koma og frekar
sleppa hlutun-
um en sætta sig
við það sem
hana langar
ekki í.
Þessi
eiginleiki hefur
nýst henni vel í
starfi því hún
getur leikið
mörgum
boltum á lofti í
einu án þess að
missa neinn
niður. Hún
hefur mikinn
áhuga á
ólíklegustu hlutum, er mikill diplómat í samskipt-
um við aðra og smitar frá sér lífsgleði og
jákvæðni að enginn er ósnortinn.
Að sögn þeirra sem til þekkja var Sif bæði
kurteist og þægt barn. Að vísu var hún ekki til
friðs fyrr en hún lærði að lesa en það gerði hún
hins vegar afar ung. Eftir það þurfti lítið fyrir
henni að hafa því hún lá í bókum. Eins og títt er
með bókaorma var hún líka mikill innipúki
framan af. Tólf ára gömul fór hún hins vegar í
gagnfræðaskóla á Englandi og tók þar stakka-
skiptum; eins og skólinn hefði leyst hana úr
böndum. Átta mánuðum síðar sneri hún aftur
heim gjörbreytt – í stað innipúkans var kominn
félagsmálafrömuður sem stýrði félagslífinu í
Laugalækjarskóla.
Úr Laugalækjarskóla lá leiðin í Menntaskólann
við Sund. Með henni í árgangi voru meðal annars
Steinunn Valdís Óskarsdóttir alþingiskona og
Þorgerður
Katrín Gunnars-
dóttir mennta-
málaráðherra.
Eftir stúdents-
próf skráði Sif
sig í dönsku við
Háskóla Íslands.
Hún er mikil
tungumálamann-
eskja, lærði
bæði dönskuna
og enskuna
þegar hún bjó
úti. Það kom
mörgum hins
vegar á óvart að
hún færi í
dönsku og
aðspurð hvers
vegna hún lærði
ekki bókmennta-
fræði, eins og
flestir höfðu
gert ráð fyrir,
svaraði hún víst:
„En ég er búin
að vera að því
alla ævi.“ Að
loknu dönsku-
námi lærði Sif
menningarmiðl-
un í Óðinsvéum
og þeir sem hana
þekkja segja að
það hafi verið
laukrétt ákvörð-
un, tungumálin
hafi hreinlega
ekki reynt nógu
mikið á hana og
Sif hafi þurft
eitthvað meira
fyrir heila-
sellurnar.
Þegar nær
dregur menning-
arnótt er álagið
jafnan mikið á
Höfuðborgar-
stofu og Sif vílar
ekki fyrir sér að
bæta nótt við dag
þegar á þarf að
halda. En þótt
hún vinni mikið
kann hún þó líka
að njóta lífsins. Í
frístundum líður
henni vel með
bók í hönd auk
þess sem hún
nýtur þess að
gera vel við sig í
mat og drykk og
ferðast. Stórfjöl-
skyldan er líka
samhent og
hefur þann sið að
hittast yfir
kvöldverði á
hverjum
miðvikudegi. Sif
hefur þennan sið
jafnan í heiðri
þótt það komi
fyrir að hún
skrópi þegar menningarnótt nálgast. Sif verður
stressuð eins og aðrir en fer vel með það því það
fylgir jafnan mikið spennufall þegar menningar-
nótt er afstaðin en hún gætir þess vel að skipu-
leggja sig vel svo orkan fari ekki til spillis.
Sif er ákaflega vinnusöm og ósérhlífin. Hún er
ekki beinlínis kröfuhörð í garð annarra heldur
þykir hafa slíkt lag á fólki að hún dregur fram það
besta úr því. Enginn stenst ódrepandi áhuga og
jákvæðni hennar – það sogast allir í stemninguna.
Bókhneigður innipúki sem
breyttist í félagsmálafrömuð
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið