Fréttablaðið - 18.08.2007, Page 28

Fréttablaðið - 18.08.2007, Page 28
Mark Twain sagðist safna orðum. Ef hann eignaðist tvö orð sem voru eins býttaði hann við aðra safnara. Í dag áskotnaðist mér nýtt orð: Ánamaðkaþjófur! Orðið var að finna í snilldar- frétt á mbl.is: „Meintur ána- maðkaþjófur var á kreiki í aust- urborg Reykjavíkur í gær en lögreglu barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Háaleitishverfi síðla kvölds. Við athugun reyndist karlmaður hafa farið í óleyfi inn á einkalóð í leit að ánamöðkum.“ Sauðaþjófar eru útdauðir. Vasaþjófar hafa aldrei þrifist á Íslandi. Nú er greinilega búið að einkavæða ánamaðkinn og hin nýja stétt ánamaðka- þjófa verður að laga sig að breyttum aðstæðum. Í dag byrjaði boltinn aftur að rúlla. Enska knatt- spyrnan hófst í dag. Að höfðu samráði við eldri son minn keypti ég aðgang að Sýn og settist niður með miklar væntingar. Því miður stóð skemmtun- in ekki undir þeim vænting- um sem við hana voru bundnar: Manchester United gerði jafntefli við ein- hverja smælingja. Spurning hvern maður á að tala við hjá 365 til að koma kvörtunum á framfæri. Litla Sól spyr mig á hverju kvöldi þegar ég kem upp úr kjallaran- um til að setjast til borðs: „Afi, ertu núna búinn með bókina?“ Henni finnst ég hanga óþarf- lega lengi yfir þessu verki, enda eru hennar eftirlætisbækur stuttar og lausar við óþarfa málalengingar. Góða bók á að vera hægt að lesa upphátt frá upphafi til enda milli kl. átta og tíu mínútur yfir átta á kvöldin. Séu kvöldlestrar- bækur lengri en tíu mínútur er mikil hætta á að hlustand- inn sofni áður en kemur að sögulokum. Þetta mættu langorðir rit- höfundar hafa í huga. Ekkert varð úr fyrirhugaðri alheimskreppu í dag. Samt segja fréttir að Bakkabræður hafi tapað 19 milljörðum síðan taugaveiklun greip um sig í kauphöllum heimsins. Það væri gaman að fara á miðilsfund og hitta Jón Sigurðs- son forseta. „Hvað er að frétta af Íslandi?“ mundi forsetinn spyrja. „Bara allt í góðu standi. Nú eru Bakkabræður orðnir ein- hverjir ríkustu menn landsins. Þeir töpuðu nítján milljörðum í síðustu viku og fengu ekki einu sinni hnerra.“ „Ég vissi alltaf að þeir bræður myndu meika það. Aldrei að víkja!“ Talandi um ríkidæmi þá eru enn einhverjir að kvarta yfir því að álagningarskrár skuli vera opinber plögg. Mér var bent á að skýrt væri frá tekjum mínum í ágætu tíma- riti og spurður að því hvernig ég gæti dregið fram lífið á svona lítilræði. Þá kom auðvitað í ljós að þeir á tímaritinu höfðu stór- lega vanmetið útsjónarsemi mína og vinnusemi þegar þeir skýrðu lesendum frá mínum fjárhag. Eftir stendur að tímaritið vakti mig til umhugsunar um að ég er á lúsarlaunum miðað við hvað ég fengi ef ritstjórarnir mínir praktíseruðu réttlætið af jafnmiklum ákafa og þeir pre- dika það. Þeir skilja þessa sneið sem eiga hana. Nú er ég farinn að sjá fyrir end- ann á bókinni sem ég er að skrifa. Held ég sé búinn með alla erfiðustu kaflana. Giska á að ég geti skilað handritinu eftir svo sem viku. Mér finnst erfitt að skrifa kafla þar sem gengið er mjög nærri sögupersónunum, þar sem þær lenda í sorgum og erfiðleik- um. Það gerir mig dapran. Stundum er ég spurður að því hvort sögupersónurnar mínar eigi sér fyrirmyndir í raunveru- leikanum. Það er óskaplega erf- itt að gefa fullnægjandi svar við þeirri spurningu. Ég hef ekkert á móti því að sumar persónurnar mínar líkist raunverulegu fólki. Bækurnar mínar eru jú sprottnar úr ákveðnu umhverfi sem við eigum sameiginlegt. Ég vil að Ísland eins og ég upplifi það sé bakgrunnur atburðarásarinnar með eldfjöll- um sem fólk þekkir, persónum sem minna á raunverulegar per- sónur og stjórnmálaflokkum sem við könnumst við. Orðabókin segir að roman à clef (lykilróman) sé skáldsaga þar sem raunverulegar persón- ur séu notaðar dulbúnar sem uppspunnir karakterar. Þetta útskýrir nú ekki mikið. Alla vega á Jón Hreggviðsson sem Halldór Laxness bjó til meira sameig- inlegt með skapara sínum en þeim Jóni Hregg- viðssyni sem eitt sinn mun hafa verið til í alvörunni. Allar sögupersón- ur hvort sem þær minna á lifendur eða dauða eru sköpunar- verk mannsandans. Raunverulegar persónur eru sköpunarverk guðdómsins – og ættu að reyna að hegða sér sam- kvæmt því. Fótbolti. Horfðum á Manchester United og Portsmouth. Enn gera mínir menn jafn- tefli. Spurning hvort bilunin er hjá útsend- ingaraðilan- um, 365 miðl- um, eða í sjónvarpstæk- inu mínu? Ég hallast að því að 365 beri ábyrgðina því að allt annað en knatt- spyrna sem ég horfi á í þessu viðtæki endar vel. Í mínu sjónvarpi er „Happy End“ án undantekninga – nema í fótboltanum. Kaupþing lækkaði um túkall í dag. Ég verð öreigi á endanum. Mikið óskaplega verður frétta- mönnum tíðrætt um Grímseyj- arferjuna. Maður getur ekki snert takka á rafmagnstæki án þess að yfir mann dynji alls konar upplýsingar um þessa blessaða ferju. Ég veit orðið miklu meira um Grímseyjar- ferjuna en ég kæri mig um að vita. Hápunktur dags- ins er klukkan sjö á kvöldin þegar mér er boðið að koma í mat uppi á efri hæðinni. Það er líf og fjör við mat- borðið. Litla Sól virðist alltaf eiga ótrúlega mikla orku eftir af dags- skammt- inum og sveiflurn- ar eru mikl- ar, frá hlát- urskríkjum yfir í harma- kvein. Hollywood á góðum degi getur ekki þjappað saman eins mikilli dramatík og hálftími við matborðið með frökeninni inni- heldur. Litla Sól fékk góða umsögn hjá leik- skólakennurum á Njálsborg en hún hefur nýlega hafið nám í efri bekk leikskólans. Leik- skólakennararnir fá sömuleiðis góða umsögn hjá henni. Á viðkvæmum augnablikum segist hún sakna Hreið- ars Nóa vinar síns sem er hættur í Njáls- borg og fluttur til Lundúna- borgar. Andri okkar er líka að kanna nýju stigu á menntabrautinni. Hann byrjar í Landakotsskóla í haust. Í haust – nánar tiltekið á morgun er fyrsti tíminn. Þá koma nemendurnir saman til að sýna sig og sjá aðra. Kennslan byrjar seinni- partinn í næstu viku. Svona læðist haustið að manni. Haustið læðist Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá nýrri atvinnugrein og ólukkulegri knattspyrnu; rætt um góðar bækur og lykilrómana; fjallað um auðsæld Bakkabræðra á 21stu öld; minnst á tilfinningasveiflur eins og þær gerast bestar í Hollywood og haustið sem læðist að okkur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.