Fréttablaðið - 18.08.2007, Side 36

Fréttablaðið - 18.08.2007, Side 36
S umum finnst það hafa verið í gær þegar íslensk- ir milljónamæringar voru teljandi á fingrum annarrar handar. Lífs- stíll þeirra var heldur ekki svo ýkja fjarri eigin tilveru þjóðinnar. Áttu kannski bara aðeins dýrari bíla, frúrnar síðari pelsa og á mánudagskvöldum gat maður séð þeim bregða fyrir á Grillinu. Slíkir menn, menn eins og Þor- valdur í Síld og fisk og Pálmi í Hag- kaupum, voru ekki mikið fyrir að berast á og út á við fannst mörgum sem þeir sætu sáttir á sínum sjóð. Helst var að Íslendingar tækju veruleikatékk á ríkidæmi þeirra þegar álagningarseðlar Ríkisskatt- stjóra voru bornir út. Og þá stóðu menn líka á öndinni yfir öllum þeim milljónum sem fiskverkand- inn og kaupmaðurinn áttu. Það er af sem áður var. Eignir auð- mannanna rúmast ekki lengur í Jóakims Andar-kistu uppi á háa- lofti því milljónirnar eru orðnar að milljörðum og lífsstíllinn minnir fremur á amerískættaða auðjöfra en gamla góða kvótakónga með veðurbarin nef. Einkaþotur, stór- stjörnupartí og hallir í hverri stór- borg er nýr einkennisklæðnaður íslensku auðmannanna og þjóðin stendur vandræðaleg hjá og veit ekki alveg hvernig hún á að taka þessari nýju tegund fyrirmanna. „Það er auðveldara fyrir úlfalda að komast í gegnum nálaraugað en auðmann í himnaríki,“ stendur skrifað í hinni heilögu bók og það sama á eflaust við um aðgengi auð- manna að hjörtum Íslendinga. Þjóðin hefur nefnilega oftar en ekki haft horn í síðu nýríkra Íslend- inga og ríkidæmið skal hafa kostað þá sem njóta þess blóð, svita og tár. Ef marka má álitsgjafa Fréttablaðs- ins reynist þetta raunin því maður- inn sem að mati Íslendinga er besti auðkýfingur landsins hefur svo sannarlega tekið dýfur í öldudaln- um. Fyrir örfáum árum reis Björgólfur Guðmundsson upp úr öskustónni og heillaði landsmenn upp úr skónum þegar hann sveif inn í Landsbankann í teinóttum jakka- fötum. Hnarreistur og stoltur átti þessi gráspengdi listunnandi endur- komu aldarinnar en tæpum þrjátíu árum áður hafði Björgólfur orðið undir í valdabaráttunni í kringum Hafskipsmálið. Og þjóðin hugsaði: Þetta er þá hægt. „Ég er að sjálfsögðu ánægður og stoltur,“ sagði Björgólfur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Það er gaman að vita til þess að fólk telji að amstur manns komi einhverju góðu til leiðar og það kitlar alltaf að vera sagður bestur á einhverjum vettvangi. Ég vona hins vegar að ég sé ekk- ert betri eða verri núna en ég var þegar ég var blankur.“ Næstbesti auðkýfingurinn er eplið. Sonurinn, Björgólfur Thor, ríkasti maður Íslandssögunnar, hefur þrátt fyrir sína tæpu þrjú hundruð milljarða ekki styggt hina sívinnandi þjóð heldur er hann „strákurinn okkar“. Maður- inn, sem er á lista Forbes yfir rík- ustu menn heims, var jafnframt valinn sá kynþokkafyllsti af þeim öllum og eru sigrar hans á erlendri grundu engu síðri í augum almenn- ings en afrek landsliða okkar og Bjarkar Guðmunds. Í þriðja sætinu situr síðan Jóhannes Jónsson, jafnan kenndur við Bónus. Nefndu margir að hann væri holdgervingur íslenska verka- mannsins og erfitt að líka illa við þá sem byrja með tvær hendur tómar. Ekki skemmir líka að marg- ir þakka honum fyrir lágt vöru- verð, og jólasveinalegt yfirbragð hans þykir vinalegt og aldrei að vita hvað hann dregur upp úr pok- anum. Aðrir sem skoruðu hátt voru systkinin Ingibjörg og Sigurður Pálmabörn. Nokkrir nefndu einnig Ólaf Ólafsson og Ingunni Werners- dóttur. Jón Ásgeir Jóhannesson komst einnig á blað en var þó mun umdeildari en vinningshafarnir. ... það kitlar alltaf að vera sagður bestur á einhverjum vett- vangi. Ég vona hins vegar að ég sé ekkert betri eða verri núna en ég var þegar ég var blankur. Besti auðmaður Íslands Hvort sem okkur líkar það betur eða verr eru auðmenn orðnir jafn fyrirferðarmiklir í þjóðfélagsumræðunni og jólabækurnar. Sitt sýnist hverjum og meðan sumir eru elskaðir og dáðir fá hinir skömm í hatt fyrir bílífi. Júlía Margrét Alexandersdóttir leitaði til málsmetandi aðila og fékk þá til að leggja dóm á hvaða auðkýfingar væru í mestum metum hjá þjóðinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.