Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 40
Viðsjálar skriður og varasam- ar jökulsprungur urðu á leið Einars Ragnars Sigurðssonar er hann hélt nýlega í nokkurs konar pílagrímsför í Innri- Veðurárdal við austanverðan Breiðamerkurjökul. „Það er alltaf sérstakt að fara um fáfarnar slóðir en það sem einkum var ætlunin að skoða í Veðurárdal er einstök gróðurvin sem heitir Mávatorfa. Þar vaxa hinar fjöl- breyttustu tegundir jurta á kletta- snös í 600 m hæð upp af jakafylltu lóni. Mjög kuldalegum stað,“ segir Einar Ragnar spurður hvað hafi dregið hann upp í hálendi Suður- sveitar. Hann viðurkennir að gang- an hafi verið ströng og hefur hann þó alls ekki haldið sig alltaf á lág- lendinu síðustu ár. Hvenær skyldi hann hafa fengið fjallabakteríuna? „Langar ferðir með bakpoka fór ég fyrst 1992 og hef farið víða síðan. Bæði mjög troðnar slóðir eins og Laugaveginn og upp á Kili- manjaro en líka ótroðnar eins og þvert yfir Vatnajökul.“ Í Innri-Veðurárdal fór Einar Ragnar með félögum sínum í gönguklúbbi starfsmannafélags Skýrr sem nefnist Frjálst fall og er í daglegu tali kallaður FF. „For- maður klúbbsins, Agnar Björns- son, og annar sem heitir Árni og er Árnason skipulögðu þessa ferð. Agnar komst ekki með en Árni var leiðsögumaður,“ segir Einar Ragn- ar og lýsir ferðinni nánar. „Við byrjuðum gönguna við eyðibýlið Fell og héldum upp Hólmafjall sem er þar fyrir ofan. Síðan tekur við Eystra-Miðfell sem er snarbrött skriðuurð, afskaplega laus í sér og erfið uppgöngu. Við höfðum heyrt um fólk sem hafði snúið sig og beinbrotið og brölt til baka við illan leik. En upp kom- umst við og þar komum við á skrið- jökul úr Vatnajökli sem við geng- um um í krákustígum til að forðast að lenda í sprungum og snjóloftum. Við þurftum að hafa talsvert fyrir að finna Mávatorfuna því kort af svæðinu eru öll meira og minna vitlaus. Vorum að því komnir að snúa við en þar sem við vorum með greinargóðar upplýsingar stað- kunnugra, eins og Fjölnis Torfa- sonar á Hala og einnig Gerðar Steinþórsdóttur sem hafði komið þarna, var einn úr hópnum nokkuð viss í sinni sök og hélt áfram og kom þá auga á torfuna. Við dvöld- um svo um stund í hinu ótrúlega blómskrúði og það var auðvitað toppurinn. Svo var lagt af stað heim. Leiðin fram og til baka er um 30 kílómetrar og krefst reynslu, góðs búnaðar og mikillar aðgæslu. Við gengum upp á tind í jöklinum sem er í yfir 1.200 metra hæð og niður í Mávatorfuna sem er í 600 m hæð. Aftur upp í um 1.000 metra hæð og síðan niður á jafnsléttu þar sem tjaldið beið. Þar grilluðum við og lögðumst síðan þreyttir til svefns eftir afskaplega vel heppnaða ferð í glimrandi fínu veðri.“ Alltaf sérstakt að fara um fáfarnar slóðir Gengið verður í dag um stór- brotið hraun á milli Skála- snagavita og Beruvíkur á Snæfellsnesi. Síðasta skipulagða ferð sumarsins á vegum þjóðgarðsins Snæfells- jökuls verður í dag. Mæting er við afleggjarann út á Öndverðarnes klukkan 10.45 og síðan farið með ströndinni milli Skálasnagavita og Beruvíkur. Leiðsögumaður er Sæmundur Kristjánsson sem mun fræða fólk um mannlíf og búskap í Beruvík og fuglalíf og nytjar í bjarginu. Ferðin tekur um 5-6 klukkustundir, mikilvægt er að vera í góðum skóm og með nesti. Fólk verður ferjað frá Beruvík að göngu lokinni. Strandganga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.