Fréttablaðið - 18.08.2007, Page 52
hús&heimili
sögu. Það er jú talað um dauða
hluti en fyrir mér eru þessir hlut-
ir ekki dauðir,“ segir Jóhanna
og tekur mynd á veggnum sem
dæmi. „Þessi mynd er hreint ekki
falleg. Ég fékk hana í gjöf frá
kvennasamtökunum í Írak og þó
mér fyndist að hægt væri að setja
hana í ruslið þá myndi ég aldrei
henda henni. Það eru tilfinning-
arnar á bak við hana sem skipta
máli. Mér er alveg sama hvernig
fólk vill hafa heimilin sín en mér
finnst ógurlega skrýtið þegar
fólk fær sér innanhúsarkitekt
sem ákveður nákvæmlega hvar
og hvernig hlutirnir eiga að vera.
Mér finnst að maður verði sjálf-
ur að búa sér til sinn heim, þannig
líður mér allavega best.“
Jóhanna hefur gert talsverðar
endurbætur á húsinu síðan hún
keypti það og notið hjálpar frá
börnum sínum og barnabörnum.
„Timburhús eru þeirrar náttúru
að það þarf að passa mjög vel upp
á þau. Ég hef smám saman skipt
um gólf, loft og glugga en ég vil
ekki gera húsið meira upp en ég
hef nú þegar gert,“ segir Jóhanna
sem vill viðhalda þessari sérstöku
stemningu. „Það kemur ekki andi
í húsið um leið og maður flytur
inn. Það verður eitthvað að ger-
ast þar inni til þess að andrúms-
loftið fari að myndast,“ segir hún
að lokum.
mariathora@frettabladid.is
Svefnherbergi Jóhönnu. Rúmteppið
gerði hún sjálf úr stuttermabolum frá
öllum heimshornum en teppið á gólfinu
keypti hún í Tsjetsjeníu. „Maður heldur
að þar séu bara menn að skjóta og
fremja hryðjuverk. Þá kemur í ljós að
það er bull og vitleysa eins og svo margt
annað og þar sitja menn við vefstólana
og vefa falleg teppi.“
Hlutir Jóhönnu
hafa flestir eitt-
hvert tilfinninga-
legt gildi. „Þetta
er dúkka sem gerð
var eftir fyrrum
kvenforseta
Filippseyja og
fuglabúrið er jóla-
skraut frá árinu
1931, það er fyrsta
gjöfin sem pabbi
gaf mömmu.“
Hér má sjá guð frá Indónesíu sem
Jóhanna dröslaðist með yfir hálfan
hnöttinn.
18. ÁGÚST 2007 LAUGARDAGUR10