Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 52

Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 52
hús&heimili sögu. Það er jú talað um dauða hluti en fyrir mér eru þessir hlut- ir ekki dauðir,“ segir Jóhanna og tekur mynd á veggnum sem dæmi. „Þessi mynd er hreint ekki falleg. Ég fékk hana í gjöf frá kvennasamtökunum í Írak og þó mér fyndist að hægt væri að setja hana í ruslið þá myndi ég aldrei henda henni. Það eru tilfinning- arnar á bak við hana sem skipta máli. Mér er alveg sama hvernig fólk vill hafa heimilin sín en mér finnst ógurlega skrýtið þegar fólk fær sér innanhúsarkitekt sem ákveður nákvæmlega hvar og hvernig hlutirnir eiga að vera. Mér finnst að maður verði sjálf- ur að búa sér til sinn heim, þannig líður mér allavega best.“ Jóhanna hefur gert talsverðar endurbætur á húsinu síðan hún keypti það og notið hjálpar frá börnum sínum og barnabörnum. „Timburhús eru þeirrar náttúru að það þarf að passa mjög vel upp á þau. Ég hef smám saman skipt um gólf, loft og glugga en ég vil ekki gera húsið meira upp en ég hef nú þegar gert,“ segir Jóhanna sem vill viðhalda þessari sérstöku stemningu. „Það kemur ekki andi í húsið um leið og maður flytur inn. Það verður eitthvað að ger- ast þar inni til þess að andrúms- loftið fari að myndast,“ segir hún að lokum. mariathora@frettabladid.is Svefnherbergi Jóhönnu. Rúmteppið gerði hún sjálf úr stuttermabolum frá öllum heimshornum en teppið á gólfinu keypti hún í Tsjetsjeníu. „Maður heldur að þar séu bara menn að skjóta og fremja hryðjuverk. Þá kemur í ljós að það er bull og vitleysa eins og svo margt annað og þar sitja menn við vefstólana og vefa falleg teppi.“ Hlutir Jóhönnu hafa flestir eitt- hvert tilfinninga- legt gildi. „Þetta er dúkka sem gerð var eftir fyrrum kvenforseta Filippseyja og fuglabúrið er jóla- skraut frá árinu 1931, það er fyrsta gjöfin sem pabbi gaf mömmu.“ Hér má sjá guð frá Indónesíu sem Jóhanna dröslaðist með yfir hálfan hnöttinn. 18. ÁGÚST 2007 LAUGARDAGUR10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.