Fréttablaðið - 18.08.2007, Side 64

Fréttablaðið - 18.08.2007, Side 64
Þ að var maður í Reykja- vík, Þorlákur Guðmunds- son, sem neitaði að tala íslensku þegar hann kom fyrir dóm í Reykjavík árið 1790. Þorlákur átti að tala máli eiginkonu sinnar í deilu sem hún átti í við eiginkonu kaup- manns í bænum. Eiginkona hans mátti ekki verja sig sjálf því hún var kona. Þorlákur vildi fá allt þýtt úr íslensku yfir á dönsku fyrir dómnum því hann sagðist ekki skilja íslensku. Hann var handverksmaður sem vann hjá Inn- réttingunum við að lita ull. Dómarinn sagði að þetta væri bara bull því Þor- lákur gæti alveg talað og skilið sitt eigið móðurmál. Þorlákur vildi með þessu sýna að hann væri fínn og menntaður maður sem gæti talað og skilið dönsku; samt var hann bara venjulegur alþýðumaður,“ segir Christina á skrambi góðri íslensku sem hún lærði þegar hún var au-pair- stúlka hér á landi fyrir tuttugu árum. Hún segir söguna af Þorláki vera lýsandi fyrir þá niðurstöðu sína að Reykvíkingar á átjándu og nítjándu öld hafi verið undir meiri dönskum áhrifum en aðrir landsmenn. Sagn- fræðingurinn fór yfir meira en hundr- að dánarbú Reykvíkinga sem voru uppi á þessum tíma og komst að því að margir þeirra áttu evrópska og borg- aralega hluti eins og spegla, gardínur, hárkollur, gyllta stóla og aðra slíka muni. „Það var ekki bara elítan í Reykjavík sem átti þessa hluti heldur líka bændur, fiskimenn, húsmenn og iðnaðarmenn. Almúginn úti á landi átti ekki svona fína hluti, nema kannski helst kaupmennirnir,“ segir Christina og bætir því við að tilgáta hennar sé sú að þessir munir hafi verið notaðir til að skapa borgarmenningu í Reykja- vík. Christina ræddi meðal annars þessa niðurstöðu sína á norrænu sagn- fræðingaþingi sem haldið var í Háskóla Íslands fyrr í mánuðinum. „Auk þess byrjaði almúginn í Reykjavík að tala dönsku í auknum mæli og að blanda dönskum orðum saman við íslenskuna,“ segir Christ- ina. Hún segir að byrjað hafi verið að gagnrýna þessa þróun í bænum undir lok átjándu aldar. „Reykjavík var talin vera Sódóma, menn drukku of mikið, þóttu tala lélega íslensku: borgin þótti almennt séð vera orðin of dönsk.“ Hún segir að haldið hafi verið áfram að gagnrýna dönsku áhrifin í Reykjavík alla nítjándu öldina, meðal annars Jón Thoroddsen í fyrstu íslensku skáld- sögunni, Pilti og stúlku, árið 1850. Christina hefur að mestu helgað sig rannsóknum tengdum Íslandi síðast- liðin ár en áhuginn á landinu kviknaði í fyrstu Íslandsferðinni. „Ég varð mjög vonsvikin þegar ég kom fyrst til Íslands. Ég var búin að lesa svo mikið um hvað Ísland væri fallegt en þegar ég steig út úr flugvélinni fannst mér eins og ég væri komin á tunglið. En núna finnst mér þessi mikla auðn sem er einkenni á landinu vera falleg,“ segir Christina. „Það var allt öðruvísi fyrir mig að búa hér en í litla bænum sem ég er frá í Danmörku, Fredriksverk, sem er tut- tugu þúsund manna bær norðan við Kaupmannahöfn. Reykjavík er stór- borg í samanburði. Hér voru allir á bílum og fólkið pældi mikið í nýjustu tísku. Eina fólkið sem notaði lopapeys- ur voru útlendingarnir. Þetta er kannski svipað í dag með flíspeysurn- ar: það eru eiginlega bara útlendingar sem sjást í flíspeysum í Reykjavík.“ „Mér fannst Ísland miklu ameríkanis- eraðra en Danmörk og það hefur ágerst síðan. Ég kom hingað til lands í sumar með manni frá Bandaríkjunum og hann sagði að sér liði bara alveg eins og hann væri heima hjá sér. Þessi skoðun hans breyttist svo þegar við fórum út á land,“ segir Christina. Christina skýrir þessi amerísku áhrif meðal annars með því að Íslend- ingar tali svo góða ensku betri en Danir – og sæki því meiri menningu til Bandaríkjanna. Hún segir að banda- rískar bíómyndir komi miklu fyrr í bíóhús á Íslandi en í Danmörku. „Kannski eru Danir líka svona latir, þeir nenna hugsanlega ekki að læra ensku eins vel og Íslendingar sem mér finnst að lifi lífinu ofboðslega hratt og séu mjög duglegir. Það gengur allt út á að vinna, vinna og vinna og Íslending- ar tala alveg ofboðslega mikið í gems- ana sína,“ segir Christina. Christinu finnst áhugavert að bera það saman hvernig Íslendingar hafa tekið bandaríska menningu og blandað henni saman við sína á tuttugustu öld, svipað og þeir gerðu við danska og evrópska menningu á 18. og 19. öld. „Mig langar til að rannsaka menning- artengsl Danmerkur og Íslands síðast- liðin 200 ár: viðhorf Íslendinga til Dana á tímabilinu og hvernig þau hafa breyst. Ég ætla að sækja um styrki til að skrifa þessa sögu. Ef ég geri það næ ég kannski að varpa einhverju ljósi á það af hverju Ísland er ameríkanis- eraðra en Danmörk,“ segir Christina. Hún segir að hins vegar sé afar erf- itt að fá styrki til sagnfræðirannsókna og því sé ekki öruggt að hún geti skrif- að um efnið. „Hugvísindamenn hafa alltaf úr minna og minna fé að spila. Það er til dæmis búið að leggja niður sex stöður í sagnfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla. Það á allt að vera arð- bært í dag og þess vegna er peningun- um frekar varið í vísindi og viðskipti en í hugvísindi sem ekki eru talin pen- inganna virði. Við getum ekki bara hugsað og framkvæmt út frá hagræn- um sjónarmiðum. Mér finnst þetta slæm þróun því hlutverk sögunnar er mikilvægt í lýðræðisríkjum. Sagn- fræði getur til dæmis varpað ljósi á hvað það er að vera Íslendingur eða Dani. Þetta er mikilvægt, til dæmis í þjóðernisumræðunni sem nú fer fram í Danmörku,“ segir Christina. Christina hefur komið til Íslands reglulega síðan fyrir tuttugu árum, ef frá eru talin síðustu fjögur árin. Henni finnst að Reykjavík sé orðin mjög stór og hafi breyst til hins verra. „Mér finnst svakalegt hvað það hefur verið byggt mikið í borginni. Margar af þessum svörtu nýbyggingum í borginni eru svo ljótar, en það sama hefur gerst í Danmörku. Mér finnst mesta sálin enn vera í miðborginni. En það er kannski líka vegna þess að ég er sveitastúlka og hef ekki smekk fyrir þessum arkitektúr,“ segir Christina. Í bílferð um Laugaveginn og Borgar- túnið benti blaðamaður Christinu á að á næstunni ætti að rífa húsin við Laugaveg 4 til 6 og byggja tvö þúsund fermetra steinsteypt hús. Christinu finnst þetta slæm þróun. „Ef Íslend- ingar rífa öll þessi gömlu hús þá munu þeir smám saman gleyma því hverjir þeir eru og hvaðan þeir koma. Reykja- vík er ekki Hong Kong eða Singapúr. Ferðamenn koma ekki til Íslands til að skoða skýjakljúfa eða glerhýsi; þau eru úti um allan heim. Íslending- ar verða að varðveita þá sögu og þau hús sem þeir eiga. Það sem fólk tekur eftir þegar það kemur til Íslands eru gömlu húsin með bárujárnsplötunum. Ég hef til dæmis aldrei séð svona hús í Danmörku,“ segir Christina. Að hennar mati ætti að byggja hús í Reykjavík sem passa betur inn í umhverfið en háhýsin. „Ef menn ætla að byggja ný hús þá þurfa þau að vera sérstök og falleg og kannski íslensk- ari en þetta.“ segir Christina. „Sama þróun hefur átt sér stað í Danmörku þar sem stundum er sagt að hús standi í veginum fyrir framförum: ég skil ekki hvernig hús getur gert það,“ segir sagnfræðingurinn sem er afar spenntur fyrir því að reyna að halda áfram rannsóknum sínum á Íslandi og Íslendingum. Ef Íslend- ingar rífa öll þessi gömlu hús þá munu þeir smám saman gleyma því hverjir þeir eru og hvaðan þeir koma. Reykvíkingarnir vildu vera eins og danskurinn Danski sagnfræðingurinn Christina Folke Ax rann- sakaði dánarbú Reykvík- inga á átjándu og nítjándu öld og komst að því að erlend áhrif voru meiri í höfuðborginni en annars staðar í landinu. Henni finnst Ísland vera amerík- aniserað og að Reykjavík hafi breyst til hins verra á tuttugu árum. Christina sagði Inga Frey Vilhjálms- syni frá rannsóknum sínum og hugmyndum um Ísland.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.