Fréttablaðið - 18.08.2007, Side 80

Fréttablaðið - 18.08.2007, Side 80
Dönsku hönnuðirnir Naja Munthe og Karen Simonsen sýndu hönnun sína á nýafstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn. Þær hanna undir nafninu Munthe Plus Simonsen og stofnuðu fyrirtæki sitt árið 1994. Sumarlína þeirra fyrir árið 2008 vakti athygli í Kaupmannahöfn og þótti gagnrýnendum hún æði fögur. Þær sóttu áhrif í rómant- íska tíma en blönduðu þeim áhrif- um við harðari línur, slettu af átt- unda áratugnum og örlitlum glamúr. Fötin voru afar klæðileg, mikið af léttum kjólum, buxum með háu mitti og fallegum jökkum. Efnin voru silki, nælon, bómull og þunnt leður. Litapallettan fór um víðan völl; svart, hvítt, skærbleikt, app- elsínugult, fjólublátt, eiturgrænt og mjúkir gráir tónar. Föt frá Munthe Plus Simonsen eru seld í búðum um allan heim og meðal annars í Bretlandi, Banda- ríkjunum, Rússlandi og Frakk- landi og fyrirtækið rekur verslan- ir í Kaupmannahöfn, Árósum, Stokkhólmi og Reykjavík. Sú síð- astnefnda er á Vatnsstíg 3 og eflaust er nú hægt að finna þar fallegar haustvörur. Rómantísk hönnun frá Danmörku

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.