Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 81

Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 81
Forynja nefnist ný búð sem Sara María Eyþórsdóttir opnar í dag en Sara er oftast kennd við búðina Nakta apann sem hún rekur einn- ig. Í Forynju verður margt spenn- andi í boði og þar á meðal heimilis- vörur eins og koddar og rúmföt sem hönnuð eru af Söru og hennar aðstoðarteymi. „Það verður opnun hérna í dag, tónlistaratriði og létt- ar veitingar í boði,“ segir Sara en nýja búðin er í Tryggvagötu 16, þar sem verslunin Má Mí Mó var áður til húsa. „Við verðum með okkar eigin hönnun eins og hefur verið í Nakta apanum auk nýju heimilis- varanna. Einnig verðum við með barnaföt frá hönnuðunum Önnu Rún og Signýju sem báðar eru útskrifaðar úr Listaháskóla Íslands. Svo verðum við með skartgripi frá okkur úr plexigleri en það er á stefnuskránni að bæta silfurskartgripum við.“ Nakti apinn hefur vakið athygli fyrir líflega innanhússhönnun og segir Sara Forynju líka ætla að taka á sig hressilega mynd. „Í þessari búð er markhópurinn eldri svo hún verður aðeins öðru- vísi. Það er ekki ennþá komin mynd á hana, ætli það gerist ekki bara síðasta daginn.“ Búðin opnar klukkan sex og eru allir velkomnir. Fjölbreytt hönnun í ForynjuBreskur ljósmyndari hefur verið dæmdur til að inna af hendi 140 klukku- stunda samfé- lagsþjónustu fyrir að hafa ráðist á Heather Mills, fyrrver- andi eiginkonu Bítilsins Pauls McCartney, og reynt að taka af henni mynd. Atvikið átti sér stað á neðan- jarðarlestarstöð 5. júlí á síðasta ári. Ljósmyndarinn kom aftan að Mills, greip um öxl hennar og sneri henni við til að smella af henni mynd. Var henni ekki skemmt og höfðaði mál gegn honum. Mills vann dómsmál Vandræðagemlingurinn Amy Winehouse er komin í meðferð vegna drykkju- og eiturlyfjavandamála sinna og hefur því frestað fyrirhuguðum tónleikum sínum, á V Festival í Bretlandi og Rock en Seine- hátíðinni í Frakklandi. „Amy Winehouse hefur frestað öllum tónleikum sínum í þessum mánuði af heilsufarsástæðum,“ sagði talskona hennar. „Fjölskylda hennar hefur beðið fjölmiðla um að fá ró og næði af þess- um sökum.“ Winehouse, sem er 23 ára, vann Brit- verðlaunin í febrúar sem besta söngkon- an. Sló hún í gegn með fyrstu plötu sinni, sem hafði m.a. að geyma lagið Rehab. Hún hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna sukksams lífernis og óttast margir um heilsufar hennar. Í síðustu viku var hún lögð inn á sjúkrahús vegna „alvar- legrar ofþreytu“, eins og útgáfufyrirtæki hennar lét hafa eftir sér. Herma fregnir þó að hún hafi verið lögð inn vegna ofneyslu á áfengi og öðrum vímuefnum. Blake Fielder-Civil, eiginmaður Winehouse, hefur viðurkennt að hún eigi við vandamál að stríða. „Þetta hefur verið erfiður tími fyrir mig og Amy. Staðreyndin er samt sú að við erum ennþá saman og ætlum aftur á þennan stað í kvöld,“ sagði hann og átti þar við meðferðarheimilið. „Aðalatriðið er að mér og Amy líður betur. Ekki hafa neinar áhyggjur því hún fær góða umönnun. Hún er staðráðin í að ná heils- unni aftur.“ Winehouse hefur verið tilnefnd sem besti nýliðinn og sem söngkona ársins á MTV-verðlaunahátíðinni sem verður haldin í byrjun september. Ef allt gengur að óskum fer hún síðan í tónleikaferð um Norður-Ameríku í næsta mánuði og um Evrópu í október. Winehouse í vandræðumTenórinn Garðar Thor Cortes hefur þotið upp klassíska vinsældalistann í Bretlandi á ný eftir að smáskífan með laginu Hunting high and low, sem norsku strákarnir í A-ha gerðu frægt á árum áður, kom út þar ytra fyrir tveimur vikum. Garðar stökk aftur upp í 2. sæti listans fyrstu vikuna eftir útgáfu smáskífunnar og er sem stendur í 3. sæti listans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.