Fréttablaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinaugust 2007næsti mánaðurin
    mifrlesu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 83

Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 83
Nemendur á þriðja ári hönn- unardeildar Listaháskóla Íslands verða með aðsetur í Gallerí Sellerí á menning- arnótt og verður þar mikið húllumhæ í gangi. Nemendur í vöruhönnun munu selja margrómaðan blóðbergs- drykk sem vakti mikla lukku á sýningu í Matarsetrinu í byrjun árs. „Við munum selja blóðbergs- drykkinn sem við Sindri Páll Sig- urðsson gerðum í sérstökum mat- arhönnunarkúrsi síðasta vetur,“ segir Hafsteinn Júlíusson, nem- andi í vöruhönnun. „Ætlunin er að blanda hátt í tólf hundruð drykki og við höfum feng- ið um fjögur hundruð lítra af gosi í styrk frá Ölgerðinni. Í þetta sinn notum við aðstöðuna í skólanum í eldamennskuna en síðast þurftum við að blanda þetta heima hjá mér og það var fáránlegt. Allt úti um allt. Drykkurinn er meðal annars samsettur af blóðbergstei, sóda- vatni og bláberjaþykkni sem við fáum frá Heilsuhúsinu,“ segir Haf- steinn en hann seldi drykkinn áður á sýningunni sem haldin var í lok matarkúrssins. „Þá vorum við með einhverjar hundrað flöskur sem seldust upp á tuttugu mínútum en sýningin stóð í fimm tíma svo við vorum ekki með neitt til sölu í rúma fjóra tíma. Þess vegna fannst okkur við verða að gera þetta aftur og hyggjumst selja drykkinn á fimm hundruð kall. Einnig verðum við með eins konar kebab-klaka á staðn- um, frystan drykk sem við sköfum af og gefum fólki að smakka.“ Auk hins séríslenska blóðbergs- drykks verða aðrir nemendur skólans með boli og plaköt til sölu. „Það verða þarna einhverjir úr fatahönnun og grafískri hönnun að þrykkja á boli á staðnum. Við verðum svo öll með sýningu á verkum okkar í galleríinu og tón- listarmaðurinn Johnny Sexual leikur fyrir gesti. Það verður því mikið glens hjá okkur þarna í Gallerí Sellerí á menningarnótt frá klukkan tólf til átta og allir eru velkomnir.“ Útvarpsstöðin Reykjavík FM ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í hátíðarhöldunum á menningarnótt og hefur ákveðið að blása til stór- tónleika í bakgarði skemmtistað- arins Dillon á laugardag. „Við erum búnir að standa fyrir nokkr- um grillveislum með „live“ músík á Dillon í sumar og ætlum að klára þetta með stæl,“ segir Franz Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Reykjavík FM. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa yfir fram á kvöld en segja má að þeir séu í raun tvískiptir. Fram til kl. 18 munu ungar og upp- rennandi hljómsveitir fá að spreyta sig en frá kl. 19 munu stóru nöfnin stíga á sviðið í bak- garðinum og bjóða upp á „ókeypis rokk og ról af bestu gerð“ eins og Franz orðar það. Jeff Who?, Lights on the highway og Mínus eru á meðal þeirra sveita sem stíga á stokk. Í millitíðinni fer síðan fram fyrsta Íslandsmótið í pylsuáti en undankeppnir hafa verið haldnar hjá útvarpsstöðinni út vikuna. Þeir sem sköruðu fram úr þar munu etja kappi á Dillon og reyna að torga sem flestum pylsum á 12 mínútum. „Það er vel við hæfi að þetta mót skuli fara fram á menn- ingarnótt því pylsur skipa stóran menningarlegan sess á meðal þjóðarinnar,“ segir Franz. Þess má geta að heimsmetið í pylsuáti eru 66 pylsur á 12 mínútum. „Það er náttúrulega bara rugl en menn munu eflaust gera heiðarlega til- raun til að slá það met,“ segir Franz. Rokkveisla og pylsuát á Dillon Nú er til sölu á eBay heil paradís- areyja á besta stað í Kyrrahafinu sem fengið hefur heitið „Bláa lóns eyjan“ vegna þess einstaka lóns sem umlykur eyjuna sjálfa. Verð- ið er 25 milljónir evra, eða rúmir 2,2 milljarðar íslenskra króna. Bláa lóns eyjan er einstök og ein af örfáum þeirra rúmlega þúsund eyja í Pólýnesíu sem höfðu verið ósnertar af mönnum þar til fyrir nokkrum árum, þegar núverandi eigendur hófu framkvæmdir á henni. Hún er um 1,5 kílómetrar á lengd og rúmir 500 metrar á breidd. „Eyjan er ótrúleg og við fullyrðum að hvergi annars staðar í heiminum er aðra eins náttúru- fegurð að finna,“ segja núverandi eigendur eyjunnar, sem vilja ekki koma fram undir nafni. Fram- kvæmdir á sannkallaðri lúxus aðstöðu fyrir 20 gesti eru langt komnar á eyjunni og er hugmynd- in að bjóða upp á einstaka heilsu- paradís fyrir þá sem hafa næga aura á milli handanna. Á eyjunni verður lítill golfvöllur, dýfingar- pallur, heitir pottar, vínkjallari og allt sem þarf til að prýða full- komna heilsulind. Það sem gerir eyjuna svo sérstaka er stórt rif sem umlykur hana alla tæpum 100 metrum frá landi. Rifið myndar hálfgert virki fyrir eyjuna og verndar hana frá ýmsum tegund- um veðra og vinda. Sjórinn í lóninu er því nánast sléttur allt árið um kring og er alltaf um 27 gráðu heitur. Að auki er sjórinn kristaltær sem gerir aðstæður til köfunar og ann- arra vatnaíþrótta eins góðar og þær geta orðið. Eins og áður segir er hægt að gera tilboð í eyjuna á eBay og vilja núverandi eigendur meina að hún sé nánast á gjafaverði, miðað við möguleikana sem eru fyrir hendi á henni. Paradísareyja til sölu á eBay Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur, ÍTR, mun í haust hefja starfsemi þriggja frístundaklúbba í borginni fyrir fötluð börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára. Meginmark- mið með starfinu er að bjóða upp á fjölbreytt og spennandi frístundatilboð þar sem uppeldisgildi frítímans eru höfð að leiðarljósi. Stefnt er að því að tengja þetta starf þeim tilboðum sem nú þegar standa þessum aldurshópi til boða í hverfunum. Klúbbarnir verða staðsettir á þremur stöðum í Reykjavík og verða opnir frá skólalokum til kl. 17.15 alla virka daga. Sótt er um fyrir börn í frístundaklúbb eftir staðsetningu þess skóla sem þau sækja: Sótt er um dvöl í frístundaklúbbi vegna skólaársins 2007- 2008 á rafrænu formi á vefslóðinni www.reykjavik.is. Hægt verður að sækja um frá og með 20. ágúst 2007. Þeir foreldrar sem geta ekki nýtt sér rafræna innritun eru velkomnir fyrir hádegi á frístundamiðstöðvar ÍTR og á þjónustumiðstöðvar hverfanna. Þar fá þeir aðstoð við skráningu. Ekki er hægt að skrá börn í frístundaklúbb í gegnum síma. Þjónustumiðstöðvar, frístundamiðstöðvar og símaver Reykjavíkurborgar sími 411-1111 geta leiðbeint símleiðis ef forráðamenn eru við nettengda tölvu. Frístundaklúbbar fyrir fötluð börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára Umsóknir fyrir skólaárið 2007-2008 Frístundaklúbburinn í Grafarvogi þjónustar börn og unglinga í Grafarvogi. Upplýsingar veitir Frístunda- miðstöðin Gufunesbær sími 520-2300 Frístundaklúbburinn í Breiðholti þjónustar börn og unglinga í Grafarholti, Árbæ, Norðlingaholti og Breiðholti. Upplýsingar veitir Frístundamiðstöðin Miðberg sími 411-5750 Frístundaklúbburinn í Langholtshverfi þjónustar börn og unglinga vestan Elliðaár. Upplýsingar veitir Frístunda- miðstöðin Tónabær sími 411-5400 Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur I Bæjarhálsi 1 Sími 411 5000 I Bréfsími 411 5009 I www.itr.is I itr@itr.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 222. tölublað (18.08.2007)
https://timarit.is/issue/277545

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

222. tölublað (18.08.2007)

Gongd: